Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 28
Þegar bíll er þrifinn að innan þá er mikilvægt að nota rétta sápu. Ekki grípa bara í uppþvottalöginn hjá vaskinum. Hann virkar vel á matarleifarnar en ekki svo vel á bíllinn. Finndu sápu á næstu bens- ínstöð sem gerð er sérstaklega fyrir bílaþrif. 25% afsláttur af 12" og 16" barnahjólum á meðan birgðir endast. Sendum í póstkröfu. Smiðjuvegi 8 (græn gata) 200 Kópavogur HAUSTTILBOÐ Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is [ TRYLLITÆKI VIKUNNAR ] Willys Overland Tryllitæki vikunnar er Willys Overland jeppi, árgerð 1957. Bíllinn hefur verið endursmíðaður nánast frá grunni. Það sem eftir er af frumgerðinni er húsið sem hefur verið stytt svo og framend- inn. Skúffan er úr áli en allt efni sem hefur verið notað til smíða bílinn er ál eða ryðfrítt stál. Vélin er fimm til sex lítra Chevy, sérsmíðuð fyrir þennan bíl með tilliti til þess að togið sé mikið á lágum snúningi. Vélin var sett saman hjá Engine Factory í New Jersey í Bandaríkjunum. Bíllinn er allur fjaðr- andi á loftpúðum sem hægt er að stilla innan úr bílnum. Úrhleypibúnað- ur er í bílnum þannig að hægt er að stilla loftþrýsting í dekkjum án þess að þurfa að fara út. Sérstakur lággír gerir það að verkum að hægt er að láta bílinn hreyfast mjög hægt sem getur komið sér vel í mikilli ófærð. Meðal annars búnaðar má nefna tal- stöð, GPS-staðsetningartæki, fjarstýrð- an ljóskastara og xenon framljós. Jeppinn er á 46 tommu Michey Tompson dekkjum og eru felgurnar með beadlock búnaði sem kemur í veg fyrir að dekkin geti farið af felg- unni þegar litið loft er í þeim. Bíllinn er einnig búinn 700 sjálfskiptingu sem hefur verið breytt til að gera hana sterkari. Bíllinn er 450 hestöfl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Sturla minnir á það er ekki sama hvernig dekkin snúa undir bílnum. Mynstrið á að grípa í götuna á sérstakan hátt og fleyta vatni frá sér. Eftir 1. nóvember er fyrst leyfi- legt að aka um á negldum dekkj- um. Áður var miðað við 15. októ- ber. Annars segir Sturla Péturs- son í Gúmmívinnustofunn veðrið og aðstæðurnar stjórna meiru en dagatalið og þannig eigi það að vera. „Um leið og fyrsti snjórinn kemur þá taka menn við sér og ef menn eru að fara útúr bænum þá skipta menn oft fyrr en ella,“ seg- ir hann. Sturla segir notkun svo- kallaðra heilsársdekkja heldur vera að aukast á kostnað nagla- dekkjanna, einkum hjá þeim sem haldi sig alfarið innan höfuðborg- arsvæðisins. Síðustu vetur hafi verið það léttir í Reykjavík að vönduð gróf dekk með gott grip hafi yfirleitt dugað vel. „Í vissri ísingu er samt ekkert sem kemur í staðinn fyrir nagla. Þetta er svip- að og með öryggisbeltin. Þau gera ekkert gagn nema þegar menn lenda í árekstri eða útafkeyrslu og nagladekkin eru heldur ekki nauðsynleg nema við sérstakar aðstæður. Þá geta þau bjargað,“ segir hann og kveðst að vissu leyti skilja áróðurinn gegn nöglunum. „Það lemur auðvitað mikið á göt- unum, umferðin er orðin svo mik- il en saltið slítur þeim líka.“ Sturla segir þá sem ferðist um landið verða að vera vel rosalega dekkj- aða og bendir á að Hellisheiðin sé oft varasöm. Slitin sumardekk geti líka orðið stórhættuleg í bley- tu, hálkan verði svo mikil. „Menn þurfa virkilega að huga að því að vera á góðum dekkjum, öryggis- ins vegna.“ segir hann og bætir við að lokum: „Réttur þrýstingur er líka mikilvægur, hann tryggir öryggi, þægindi og endingu, svo við orðum þetta bara eins og í auglýsingunni“. gun@frettabladid.is Bíllinn minn „Ég á reyndar engan bíl núna en ég er nýbúin að panta mér Mazda 6 station. Ég var einu sinni mjög áhugasöm um bíla en er það ekki lengur. Ég hugsa meira um hvað hentar fjölskyldunni best. Ég eyði yfirleitt talsverðum peningi í viðhald og bensín en ekki miklu í skraut og aukahluti.“ Ólöf Bessa Ólafsdóttir Berntzen. Huyndai Tucson kynntur: Þægilegur sportjeppi Nýi Huyndai Tucson sportjeppinn verður kynntur samtímis um allt land um helgina. Tucson kemur í kjölfar stóra bróður síns Santa Fe og sameinar þægindi fólksbíls og kosti fjórhjóladrifins jeppa. Frumsýningin á Tucson er ein sú viðamesta sem B&L hefur staðið fyrir. Frumsýningin er svo viða- mikil vegna mikils áhuga á bíln- um, segja talsmenn B&L. Opið verður hjá B&L bæði laugardag og sunnudag. Auk B&L í Reykjavík verður nýi sportjeppinn frumsýndur hjá SG bílum í Keflavík, Bílási á Akranesi, Bifreiðaverkstæðinu Áka á Sauðárkróki, Bílasölu Akur- eyrar og Bifreiðaverkstæði Borg- þórs á Egilsstöðum. ■ Tucson er nýr sportjeppi frá Huyndai. Vestrænir bílar vinna sér æ meiri sess í Kína. Nú stendur yfir viðamikil bílasýning í Kunming í Suður-Kína og þar er meðal annars verið að kynna Bentley. Vetrardekkin: Hellisheiðin er oft varasöm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.