Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 21
Gallerí Fold Rauðarárstíg 14-16 s. 551-0400 Kringlunni s. 568-0400 fold@myndlist.is www.myndlist.is Listagóður laugadagur - vaxtalaus lán! Í samvinnu við Reykjavíkurborg og KB banka bjóðum við vaxtalaus lán til allt að 36 mánaða vegna listaverkakaupa. Í tilefni af þessu verður opið laugardag 11.00 - 17.00 Komdu og kynntu þér málið. LAUGARDAGUR 2. október 2004 A F T U R Á F J A L I R N A R Í O K T Ó B E R Sýning á verkum Erlu B. Axels- dóttur verður opnuð í Cité International des Arts, 18 Rue de l'Hotel de Ville í París, miðviku- daginn 6. október næst- komandi. Á sýningunni verða 16 verk sem unnin eru með blandaðri tækni á pappír. Þema sýningar- innar er í beinu fram- haldi af síðustu einka- sýningu Erlu þar sem hún vann út frá nær- myndum úr náttúrunni og velti fyrir sér verðgildi, vori og vigt. Nú hefur Erla kosið að vinna verk sín í önnur efni, það er að segja blandaða tækni á pappír, en síðast sýndi hún olíuverk. „Minning úr bernsku kveikti hjá mér hugmynd um ákveðna tegund papp- írs,“ segir Erla. „Pappírinn var ætlað- ur til sérstakrar varðveislu hluta. Af honum var sérkenni- leg lykt, tjörulykt. Við gerð pappírs- ins fyrir þessi verk kalla ég fram minn- inguna. Ég leyfi hug- anum að reika og upp- lifunum úr mínu nán- asta umhverfi að fléttast inn í myndflötinn þó svo að efnisáferð- in ráði ferðinni að stórum hluta.“ Sýningunni lýkur 16. október 2004. ■ Bernskuminningar í París Flamencodans, lófaklapp, gítarleikur, myndlist og fjöl- skylduskemmtun í Smára- lind er meðal þess sem boðið er upp á á menningarhátíð- inni sem hefst í dag. Spænsk menningarhátíð verður opnuð í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni í dag, laugardaginn 2. október. Menntamálaráðherra, frú Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, opnar hátíðina. Í Gerðarsafni verður boðið upp á eina stærstu yfirlitssýningu á spænskri myndlist sem haldin hefur verið utan Spánar. Á sýningunni, sem ber heitið Í blóma/En cierne - spænsk nútímamyndlist á pappír, verða um hundrað verk eftir marga þekktustu lista- menn þjóðarinnar. Sunnudagskvöldið 3. október verða Tíbrártónleikar í Salnum þar sem Auður Gunnarsdóttir sópran og Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanóleikari flytja ástríðufulla tónlist eftir spænsk tónskáld frá ýmsum tímum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Flamencotónleikar verða í Salnum fimmtudaginn 7. og föstudaginn 8. október, kl. 20.00. Spænski gítarsnillingurinn Ger- ardo Núñez og hópur hans halda tvenna tónleika í Salnum undir yfirskriftinni DUENDE – fla- mencofuni og flamencofusion. Auk hans koma fram hin fræga flamencodansmær og danshöfundur Carmen Cortés, djúpsöngvarinn Rafael de Ut- rera, kontrabassaleikarinn Pablo Martín og slagverksleik- arinn Cepillo. Hópurinn verður með tvenns konar efnisskrá í Salnum. Fyrra kvöldið er helgað hreinræktaðri flamencotónlist, ástríðufullum djúpsöng, gítar- leik og flamencodansi með til- heyrandi lófaklappi. Seinna kvöldið flytja tónlistarmenn- irnir bræðing klassískrar fla- mencotónlistar og nútímalegra strauma, þar sem gætir áhrifa tónlistar frá ýmsum heimshorn- um, einkum þó djassi. Málþing um spænska menn- ingu verður haldið í Salnum laugardaginn 9. október kl. 10- 12, undir yfirskriftinni „Spænska heimsveldið endur- risið.“ Málþingið er öllum opið. Í Bókasafni Kópavogs verður kynning á spænskum bók- menntum og kvikmyndum. Mar- grét Jónsdóttir, vararæðismað- ur Spánar á Íslandi, heldur fræðsluerindi fimmtudaginn 7. október kl. 18 en erindi hennar ber heitið „Af hverju er Barcelóna orðin New York Evrópu?” Í Smáralind verður fjöl- skylduskemmtun laugardaginn 9. október kl. 14-16. Þar verða einnig kynningar á námsfram- boði fyrir þá sem vilja læra spænsku auk þess sem menn- ingarstofnanir kynna sig. Í Smárabíói verður forsýning á nýjustu kvikmynd Pedros Almodóvar, La mala educación. Í tilefni Spænskrar menning- arhátíðar fá nemendur í 9. bekkjum grunnskóla Kópavogs kennslu í spænsku og nýútgefið spænskt orðakver frá Kópa- vogsbæ auk þess sem þeir fá kennslu í flamencodansi. Þeir fá einnig að kynnast spænskri myndlist og tónlist. Afrakstur kennslunnar verður kynntur á fjölskylduhátíðinni í Vetrar- garðinum. Nemendum í Menntaskólan- um í Kópavogi var boðið upp á valáfanga í spænskri menning- arsögu þar sem fléttað er inn flamencodanskennslu. Þeir sýna afrakstur danskennslunnar einnig á fjölskylduhátíðinni í Vetrargarðinum ■ Spænsk hátíð í Kópavogi » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ ALLA DAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.