Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 50
38 2. október 2004 LAUGARDAGUR Við hrósum... ... FH-ingum fyrir að ljúka Evrópukeppni félagsliða með sæmd á fimmtudagskvöldið. FH gerði markalaust jafnftefli gegn þýska liðinu Aachen í Þýskalandi og er úr leik. FH sló út velska liðið Haverfordwest og skoska liðið Dunfermline – sannarlega góður árangur. „Lífið fer að verða erfiðara fyrir Arsenal. Bráðum mæta þeir sterkari liðunum í deildinni.“ Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sem er flestum fremri í sálfræðihernaði og notar hann grimmt gegn kollegum sínum Arsene Wenger og Alex Ferguson sem stýra Arsenal og Manchester United, helstu andstæðingum Chelsea.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 1 2 3 4 5 Laugardagur OKTÓBER HANDBOLTI Stjórn Handknattleiks- sambands Íslands leitar nú log- andi ljósi að nýjum landsliðsþjálf- ara eftir að Guðmundur Guð- mundsson sagði upp störfum í vikunni. Fréttablaðið fékk Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Sýn, til að segja sína skoðun á því hvað næsti þjálfari íslenska liðsins þyrfti að hafa til brunns að bera og hvaða þjálfarar full- nægðu þeim kröfum hans. HM í Þýskalandi 2007 markmiðið „Næsti þjálfari íslenska lands- liðsins í handknattleik þarf fyrst og síðast að geta hvatt sína menn áfram og komið þeim í rétta gír- inn fyrir leiki. Hann þarf að hafa langtímamarkmið, sem er að koma liðinu inn á HM í Þýskalandi árið 2007. Það verður stórmót í orðsins fyllstu merkingu og það er gífurlega mikilvægt fyrir ís- lenskan handbolta að eiga fulltrúa þar. Einnig tel ég það algjört skil- yrði að viðkomandi þjálfari hafi reynslu og þekkingu á alþjóðleg- um handbolta. Með fullri virðingu fyrir deildinni hér heima þá er það bara svo að það er spilaður allt annar handbolti úti í heimi heldur en hér á Íslandi,“ sagði Guðjón. Guðjón sagði jafnframt að næsti þjálfari yrði að hafa trúnað og traust leikmanna. „Hann þarf sjálfur að vera sigurvegari því það eru aðeins svoleiðis menn sem geta smitað sigurvegarahug- arfari yfir til leikmanna. Hann þarf að vera sterkur í leikfræð- inni og umfram allt þora að taka ákvarðanir. Það er líka mikilvægt að hann hafi frið fyrir æðstu stjórn HSÍ og landsliðsnefndinni, jafnvel þótt hann fari ef til vill í taugarnar á sumum sem stýra handknattleiksskútunni. Forystan verður að meta málið ískalt og velja hæfasta manninn hvort sem henni líkar við hann eða ekki,“ sagði Guðjón. Fjórir kostir í stöðunni Aðspurður hvort hann væri ekki tala um hinn fullkomna þjálf- ara játti Guðjón því. „Við Íslend- ingar eigum ekki að sætta okkur við neitt minna og það er mín skoðun að við eigum þrjá slíka þjálfara í dag. Fyrstan skal telja Alfreð Gíslason hjá Magdeburg en hann er úti úr myndinni og það þarf ekki að ræða hann. Síð- an eru það þeir Viggó Sigurðs- son og Geir Sveinsson en ég veit að báðir þessir menn eru um- deildir hjá handknattleiksforyst- unni, jafnt innan stjórnar HSÍ sem og landsliðsnefndar. Fjórði kosturinn er síðan Atli Hilmarsson. Hann náði frábærum árangri með KA og er afburða- góður drengur. Ég myndi helst vilja sjá hann starfa með ann- að hvort Geir eða Viggó og láta hann þá vinna líka með yngri lands- liðunum. Það væri hin full- koma tvenna,“ sagði Guðjón og bætti við að í hans huga kæmi út- lendingur ekki til greina. „Þeir þekkja ekki íslenskan handbolta og yrðu bara í tómu tjóni.“ Erfitt verkefni Guðjón sagði þó að nýr þjálfari væri ekki öfundsverður af því verkefni sem biði hans. „Guð- mundur er hættur og þó hann hafi á margan hátt verið umdeildur þá verður mjög erfitt að taka við af honum. Hann vann mjög skyn- samlega við erfiðar aðstæður og sá sem kemur á eftir honum hefur ekki úr jafn sterkum hóp að moða og Guðmundur hafði - hann verð- ur að byggja upp nýtt lið til að b y r j a með.“ ■ Fjórir hæfir í starfið Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn, telur fjóra íslenska handboltaþjálfara hafa það sem til þarf til að taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni. ■ ■ LEIKIR  14.00 Keflavík og KA mætast á Laugardalsvelli í úrslitaleik VISA- bikars karla í fótbolta.  14.00 ÍBV og Víkingur mætast í Vestmannaeyjum í 1. deild kven- na í handbolta.  15.00 Fram og FH mætast í Framhúsinu í 1. deild kvenna í handbolta.  16.00 HK 2 og ÍBV mætast í Digranesi í 32 liða úrslitum SS- bikars karla í handbolta.  16.15 Grótta/KR og Víkingur mætast á Seltjarnarnesi í 1. deild kvenna í handbolta.  18.00 Fylkir og Höttur mætast í Fylkishöll í 32 liða úrslitum SS- bikars karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.10 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  11.40 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Southampton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fót- bolta.  13.10 K-1 á Sýn.  13.40 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  13.50 Bikarkeppninn í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik Keflavíkur og KA í VISA-bikar karla í fótbolta.  14.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Arsenal og Charlton í ensku úrvalsdeildin- ni í fótbolta.  15.40 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um meistara- deild Evrópu í fótbolta.  16.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu 2004 á RÚV. Sýnt frá keppni í fim- leikum.  16.10 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik West Bromwich Albion og Bolton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  17.25 All Strength Fitness Challenge á Sýn.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Betis og Valencia í spænsku úrvalsdeildin- ni í fótbolta.  20.00 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn. Vikulegur fréttaþáttur um bandarísku PGA-mótaröðina í golfi.  20.30 Motorworld á Sýn.  21.40 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá bardaga James Toney og Rydell Booker. Willum Þór til Vals Valsmenn, sem spila á nýjan leik í Lands- bankadeildinni í fótbolta á næsta tímabili eftir eins árs fjarveru á meðal þeirra bestu, hafa gengið frá munnlegu samkomulagi við Willum Þór Þórsson, fyrrum þjálfara KR-inga, um að hann stýri liðinu á næsta ári. Börkur Edvardsson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær og sagðist himinlif- andi með að hafa nælt í Willum Þór. „Hann var alltaf fyrsti kostur okkar eftir að ljóst var að Njáll hafði málað sig út í horn með fljótfærnislegum ummælum sínum í fjölmiðlum. Það tók tíma að ná í hann í Portúgal þar sem hann er í fríi en ég vil ít- reka að þetta er aðeins munnlegt sam- komulag, það hefur ekki verið skrifað und- ir neitt,“ sagði Börkur. Aðspurður sagðist hann hafa trú á því að Willum Þór væri rétti maðurinn til að gera Val að toppliði í deildinni. „Hann er afar sigursæll þjálfari og við bindum vonir við að hann nái að festa liðið í sessi á meðal þeirra bestu. Við höfum fengið nóg af því að rokka á milli deilda og ætlum okkur að komast í fremstu röð. Ég trúi því að Willum Þór sé maðurinn sem getur látið það rætast,“ sagði Börkur og bætti við að Valsmenn hygðust fá fimm til sex leik- menn til liðsins fyrir baráttuna á kom- andi tímabili. Grétar til Djurgården Framherjinn Grétar Hjartarson, sem skor- aði ellefu mörk fyrir Grindvíkinga á nýaf- stöðnu tímabili í Landsbankadeildinni, er farinn til sænska liðsins Djurgården þar sem hann mun dvelja til reynslu næstu daga. Grétar er með lausan samning við Grindavík og getur því far- ið frítt til þess liðs sem vill fá hann. Grétar verður í viku hjá Djurgården og eftir það kemur í ljós hvort hann semur við liðið, sem hefur einn Íslending innan- borðs, varnarmanninn efnilega Sölva Geir Ottesen. Grétar hefur einnig vakið áhuga flestra liða í Landsbankadeildinni og hafa þau flest sett sig í samband við hann. Óljóst með Sigurð Ekki er orðið ljóst hvort Sigurður Jónsson stýri Víkingum í 1. deildinni á næsta tíma- bili en Víkingar féllu úr Landsbankadeild- inni á nýafstöðnu keppnistímabili á dramatískan hátt á síðustu mínútum loka- umferðarinnar. Sigurður átti fund með stjórn knattspyrnudeildar Víkings á fimmtudagskvöldið þar sem málin voru rædd og sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri algjörlega óljóst hvort hann yrði áfram hjá félaginu. „Ég þarf að sjá hvort það er einhver metnaður fyrir því hjá stjórninni að halda sama mannskap og í sumar. Ef allir verða áfram mun ég ekki stökkva frá en ef menn hafa ekki metnað til að halda þeim mönnum þá læt ég mig hver- fa. Þetta kemur í ljós mjög fljótlega,“ sagði Sig- urður.GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Ekki mögulegt að fá Alfreð en Geir og Viggó hafa það sem til þarf. GEIR SVEINSSON „Ég hef ekkert velt þessu fyrir mér og get í raun ekki svarað því hvort ég myndi þiggja starfið ef mér væri boðið það. Ég hef áhuga á starfinu sem líku og myndi hlusta á það sem þeir hefðu fram að færa ef þeir myndu tala við mig sem þeir hafa ekki gert,“ sagði Geir. VIGGÓ SIGURÐSSON „Ég hef sagt það áður að ég væri til í að ræða við forystu HSÍ ef hún hefur áhuga á því. Ég veit ekki hvað þeir eru að hugsa en eitthvað hlýtur að gerast á næstunni. Ég óttast ekki að hafa ekki það sem til þarf í þetta starf – síður en svo,“ sagði Viggó Sigurðsson. ATLI HILMARSSON „Ef ég á að segja al- veg eins og er þá hef ég ekkert hugsað út í þetta starf. Það hefur enginn frá HSÍ haft samband við mig og á meðan svo er hugsa ég ekki um þetta. Ég er í fínu starfi og er ekkert á leið aftur í þjálfun – í bili að minnsta kosti,“ sagði Atli Hilmarsson. ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR ÍÞRÓTTASKÝRING LANDSLIÐSÞJÁLFARAMÁL HSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.