Fréttablaðið - 02.10.2004, Side 21

Fréttablaðið - 02.10.2004, Side 21
Gallerí Fold Rauðarárstíg 14-16 s. 551-0400 Kringlunni s. 568-0400 fold@myndlist.is www.myndlist.is Listagóður laugadagur - vaxtalaus lán! Í samvinnu við Reykjavíkurborg og KB banka bjóðum við vaxtalaus lán til allt að 36 mánaða vegna listaverkakaupa. Í tilefni af þessu verður opið laugardag 11.00 - 17.00 Komdu og kynntu þér málið. LAUGARDAGUR 2. október 2004 A F T U R Á F J A L I R N A R Í O K T Ó B E R Sýning á verkum Erlu B. Axels- dóttur verður opnuð í Cité International des Arts, 18 Rue de l'Hotel de Ville í París, miðviku- daginn 6. október næst- komandi. Á sýningunni verða 16 verk sem unnin eru með blandaðri tækni á pappír. Þema sýningar- innar er í beinu fram- haldi af síðustu einka- sýningu Erlu þar sem hún vann út frá nær- myndum úr náttúrunni og velti fyrir sér verðgildi, vori og vigt. Nú hefur Erla kosið að vinna verk sín í önnur efni, það er að segja blandaða tækni á pappír, en síðast sýndi hún olíuverk. „Minning úr bernsku kveikti hjá mér hugmynd um ákveðna tegund papp- írs,“ segir Erla. „Pappírinn var ætlað- ur til sérstakrar varðveislu hluta. Af honum var sérkenni- leg lykt, tjörulykt. Við gerð pappírs- ins fyrir þessi verk kalla ég fram minn- inguna. Ég leyfi hug- anum að reika og upp- lifunum úr mínu nán- asta umhverfi að fléttast inn í myndflötinn þó svo að efnisáferð- in ráði ferðinni að stórum hluta.“ Sýningunni lýkur 16. október 2004. ■ Bernskuminningar í París Flamencodans, lófaklapp, gítarleikur, myndlist og fjöl- skylduskemmtun í Smára- lind er meðal þess sem boðið er upp á á menningarhátíð- inni sem hefst í dag. Spænsk menningarhátíð verður opnuð í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni í dag, laugardaginn 2. október. Menntamálaráðherra, frú Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, opnar hátíðina. Í Gerðarsafni verður boðið upp á eina stærstu yfirlitssýningu á spænskri myndlist sem haldin hefur verið utan Spánar. Á sýningunni, sem ber heitið Í blóma/En cierne - spænsk nútímamyndlist á pappír, verða um hundrað verk eftir marga þekktustu lista- menn þjóðarinnar. Sunnudagskvöldið 3. október verða Tíbrártónleikar í Salnum þar sem Auður Gunnarsdóttir sópran og Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanóleikari flytja ástríðufulla tónlist eftir spænsk tónskáld frá ýmsum tímum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Flamencotónleikar verða í Salnum fimmtudaginn 7. og föstudaginn 8. október, kl. 20.00. Spænski gítarsnillingurinn Ger- ardo Núñez og hópur hans halda tvenna tónleika í Salnum undir yfirskriftinni DUENDE – fla- mencofuni og flamencofusion. Auk hans koma fram hin fræga flamencodansmær og danshöfundur Carmen Cortés, djúpsöngvarinn Rafael de Ut- rera, kontrabassaleikarinn Pablo Martín og slagverksleik- arinn Cepillo. Hópurinn verður með tvenns konar efnisskrá í Salnum. Fyrra kvöldið er helgað hreinræktaðri flamencotónlist, ástríðufullum djúpsöng, gítar- leik og flamencodansi með til- heyrandi lófaklappi. Seinna kvöldið flytja tónlistarmenn- irnir bræðing klassískrar fla- mencotónlistar og nútímalegra strauma, þar sem gætir áhrifa tónlistar frá ýmsum heimshorn- um, einkum þó djassi. Málþing um spænska menn- ingu verður haldið í Salnum laugardaginn 9. október kl. 10- 12, undir yfirskriftinni „Spænska heimsveldið endur- risið.“ Málþingið er öllum opið. Í Bókasafni Kópavogs verður kynning á spænskum bók- menntum og kvikmyndum. Mar- grét Jónsdóttir, vararæðismað- ur Spánar á Íslandi, heldur fræðsluerindi fimmtudaginn 7. október kl. 18 en erindi hennar ber heitið „Af hverju er Barcelóna orðin New York Evrópu?” Í Smáralind verður fjöl- skylduskemmtun laugardaginn 9. október kl. 14-16. Þar verða einnig kynningar á námsfram- boði fyrir þá sem vilja læra spænsku auk þess sem menn- ingarstofnanir kynna sig. Í Smárabíói verður forsýning á nýjustu kvikmynd Pedros Almodóvar, La mala educación. Í tilefni Spænskrar menning- arhátíðar fá nemendur í 9. bekkjum grunnskóla Kópavogs kennslu í spænsku og nýútgefið spænskt orðakver frá Kópa- vogsbæ auk þess sem þeir fá kennslu í flamencodansi. Þeir fá einnig að kynnast spænskri myndlist og tónlist. Afrakstur kennslunnar verður kynntur á fjölskylduhátíðinni í Vetrar- garðinum. Nemendum í Menntaskólan- um í Kópavogi var boðið upp á valáfanga í spænskri menning- arsögu þar sem fléttað er inn flamencodanskennslu. Þeir sýna afrakstur danskennslunnar einnig á fjölskylduhátíðinni í Vetrargarðinum ■ Spænsk hátíð í Kópavogi » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ ALLA DAGA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.