Fréttablaðið - 03.10.2004, Síða 12

Fréttablaðið - 03.10.2004, Síða 12
SUNNUDAGUR 3. október 2004 og nokkrir stórir hluthafar Ís- landsbanka eru samkvæmt heim- ildum tilbúnir að selja Straumi hlut ef á þarf að halda. Víglundur og hans menn eru því með töglin og hagldirnar eins og staðan er núna. Sameining Íslandsbanka og Straums myndi þýða að Karl Wernersson og fjölskylda og eig- endur Landsbankans yrðu stærst- ir í hluthafahópnum. Lífeyrissjóð- ir myndu halda núverandi stöðu og Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson yrðu einnig nokkuð stórir. Sameinaður Straumur og Íslandsbanki yrði því í nokkuð dreifðri eign. Einn af drifkröftum þessarar sýnar Víglundar og hans manna í bankaráðinu er stærð KB banka. Friður hefur ríkt um stjórn KB banka, þrátt fyrir að afar ólík- ir stórir hluthafar komi að stjórn bankans. Stærð KB banka gefur honum samkeppnisforskot á markaði sem hinir verða að bregðast við. Vaxandi kröfur Úti á markaðnum eru skiptar skoðanir um þessar hræringar. Bent er á að ýmislegt í meðferð hlutabréfanna í Íslandsbanka sem Straumur hafi nú eignast orki tví- mælis eða sé í besta falli klaufa- legt. Umræðan um Björgólfs- feðga hefur líka þyngst. Fyrir ári höfðu fáir samúð með vörn Kol- krabbans gegn sókn Björgólfs- feðga. Nú heyrast fleiri raddir sem telja þá fara of geyst. Völd þeirra í viðskiptalífinu eru ótví- ræð og kröfur á hvernig þeir beita því hafa aukist. Líklegt er að þeir séu meðvitaðir um stöðuna og hyggi á rólegri tíma innanlands á næstunni. Erlend verkefni verða því líklega í brennidepli næstu mánuði. Hlutabréf þeirra félaga sem Björgólfsfeðgar hafa komið að hafa hækkað mikið. Í mörgum til- vikum tókst þeim að ná meiri verðmætum út úr eignum en flestir bjuggust við. Hitt er einnig ljóst að miklar væntingar eru í verðlagi þeirra fyrirtækja sem þeir hafa nú náð tökum á. Burða- rás, Straumur, Íslandsbanki og Landsbankinn eru verðlagðir á markaði þannig að miklar kröfur verða gerðar til framtíðarárang- urs. Kennitölur sem mæla verð- hlutföll sjóða og banka eru hér á landi mun hærri en gerist og gengur í löndum í kringum okkur. Þessi fyrirtæki verða að ná betri árangri en sambærileg erlend fyrirtæki eða munu lækka að öðr- um kosti. Nema ef erlendir fjár- festar taki upp á því að flytja inn íslenska verðlagningu á sín fjár- málafyrirtæki sem verður að telja ólíklegt. haflidi@frettabladid.is FYRIRTÆKI SEM BJÖRGÓLFS- FEÐGAR ERU MEÐ ÍTÖK Í: Fyrirtæki Markaðsvirði í milljörðum Actavis 154 Landsbankinn 110 Burðarás 68 Straumur 55 Íslandsbanki 121 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 11 Marel 13 Alls 532 milljarðar króna HALDIÐ FYRIR UTAN Forstjóra Íslandsbanka og formanni bankaráðs var haldið fyrir utan viðskiptin með fimmtán prósenta hlut í bankanum. Slíkt bendir til að fylkingar takist á í bankaráðinu og að til uppgjörs muni koma.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.