Fréttablaðið - 03.10.2004, Page 54

Fréttablaðið - 03.10.2004, Page 54
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið SMS LEIKUR Sendu SMS skeytið BTL RRR á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru: Rammstein REISE, REISE CD´sEldri Rammstein CD´s Fullt af öðrum CD´s DVD myndir og margt fleira. 12. hver vinnur. REISE, REISE - LENDIR - 27//09//04 SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Ábyrgðin Áhverjum degi fær maður á til-finninguna að hér beri enginn ábyrgð á neinu. Félags- og einstak- lingshyggjunni hefur einhvern veg- inn tekist að úrættast saman í tímans rás. Ekkert stendur lengur uppi af því sem var kallað íslenskar dyggðir. DAGLEGA er vegið að heilum starfsstéttum. Í dag kannski sjó- mönnum, á morgun flugfreyjum, síðan öðrum. Þannig koll af kolli. Tugir manna eru teknir fyrir smygl á eiturlyfjum og hverskyns þjófnað: Á höfundarrétti, fyrir fjölföldun á tónlist, kvikmyndum, tölvukerfum. MENN eru reknir úr stjórnmála- flokkum fyrir að hafa örlitlar skoð- anir sem hægt er að kenna við sjálf- stæði. Þjónkunar og húsbóndaholl- ustu er krafist á öllum stöðum og kröfunni mætt með þeirri uppreisn sem er kölluð afbrot. Næstum eng- inn stendur heiðarlegur á eigin fót- um með sína skoðun. Eina ráð marg- ra er að reyna að verða taldir ör- yrkjar. Þannig flótti til bjargráða er algengari en menn vilja viðurkenna. Ætli þetta sé aumingjaskapur eða uppgjöf gagnvart sjálfum sér og til- verunni? Nei. Oft er þetta eina ráð heiðarlegra og veikburða. HVERNIG fer fyrir þjóð sem hegðar sér þannig, að vísu með und- antekningum? Auðvitað kollvarpast hún ekki. Þjóðir verða ekki gjald- þrota. Þær fara ekki í hundana nema í orði kveðnu en eitra tilver- una, gera menn beygða, hálflygna, reiðubúna til að taka til fótanna í staðinn fyrir að standa á þeim upp- réttir. MÖRGUM finnst hlægilegt að sjá nágranna eða stjórnmálamann koma sér upp kryppu og fá þannig afsök- un fyrir að vinna boginn verk sín í kút en með bros á vör og manna- læti. Gott og vel! En til lengdar verða ekki bara kryppukarlar held- ur háðið um kútinn þreytandi og ráðleysi tekur við. ER hugsanlegt að viss þjóðernis- hyggja sé að hluta til lausn á vanda, eitthvað sem hvetur þjóðina til að hugsa með reisn uppi til fjalla og niður við sjóinn án þess að stefna í draumi á víðari svið en þau sem hægt er að móta innanlands? Því til hvers hafa Íslendingar oftast farið út í heim með stórvirki á prjónunum nema til að snúa aftur haltir með fúnar tær og hælsæri í farteskinu? BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.