Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 2

Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 2
2 16. október 2004 LAUGARDAGUR Fjórir menn ákærðir af Ríkissaksóknara: Reyndi að smygla 15 kílóum af hassi DÓMSMÁL 22 ára maður er ákærður af Ríkissaksóknara fyrir innflutn- ing á samtals fimmtán kílóum af hassi í þremur skipaferðum frá Danmörku frá júní í fyrra þar til í janúar á þessu ári. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningnum að hluta með manninum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn er sagður hafa sett tvö kíló af hassi í varadekk bíls og flutt til landsins með Norrænu í júní á síðasta ári. Efnin á hann að hafa afhent einum mannanna sem ákærðir eru með honum. Sá af- henti þriðja manninum 1,2 kíló til sölu en á sjálfur að hafa selt hálft kíló. Maðurinn á aftur að hafa keypt hass ytra, nú fimm kíló, og komið þeim fyrir í fjórum hjól- börðum sem hann sendi einum fjórmenninganna með Dettifossi. Sá tók á móti efnunum og fór með þau í íbúð í Hraunbæ þar sem fjórmenningarnir bjuggu allir saman á þeim tíma. Enn og aftur er maðurinn sagður hafa farið utan og keypt nær átta kíló af hassi. Hassið á hann að hafa falið í fjórum hjólbörðum sem hann sendi einum fjórmenningana, þá með Goðafossi. Sá sem fékk efnin send sótti þau í vöruafgreiðslu Eimskips en var handtekinn af lögreglu skömmu síðar. -hrs Telja samkeppnis- brotin vera fyrnd Olíufélögin halda því fram að meint brot á samkeppnislögum á rúmlega sjö ára tímabili af níu sem Samkeppnisstofnun rannsakar séu fyrnd. Dómurinn í grænmetismálinu er sagður styðja staðhæfingu olíufélaganna. OLÍUFÉLÖGIN Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framinn var fyrir 26. maí 2000, en þá var hegn- ingarlögum breytt og fyrningar- tímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. „Fyrningarfrestur samkeppnis- brota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil,“ segir Þórunn Guð- mundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíu- félögin deila við Samkeppn- isstofnun um er hvenær fyrn- i n g a r f r e s t u r rofnar. Olíu- félögin segja að S a m k e p p n i s - stofnun haldi því fram að fyrningarfrest- urinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Sam- keppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyf- irvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélög- in því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarf- semi að ræða. Þórunn rak mál Mata í græn- metismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en Hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en Samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á sam- keppnislögum. Dómur Hæstarétt- ar er í samræmi við það sem olíu- félögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna sé fyrndur. Talið er að úrskurður Sam- keppnisráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur. sda@frettabladid.is Fíkniefnasmygl: Einn enn handtekinn LÖGREGLUMÁL Maður á fimmtugs- aldri var handtekinn á fimmtu- dagsmorgun og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær. Handtakan var í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands þar sem fíkniefnum var smyglað í tveimur sendingum með Detti- fossi auk þess sem um tvö þúsund e-töflum var smyglað til landsins í pósti. Sex manns eru nú í haldi lög- reglu vegna málsins. Tveir til við- bótar voru einnig handteknir en þeim var síðar sleppt úr haldi. - hrs MÓTMÆLT Í KAUPMANNAHÖFN Leiðsöguhundar og hvítir stafir voru áber- andi frammi fyrir þinghúsinu í Kaup- mannahöfn. Mótmæli: Blindir í kröfugöngu KAUPMANNAHÖFN, AP „Danmörk getur kannski stært sig af því að bjóða upp á eitt besta velferðar- kerfi í heimi en það nær ekki til blindra,“ sagði Jens Bromann, formaður landssambands blindra í Danmörku, þegar um 500 blindir einstaklingar fóru í mótmæla- göngu í Kaupmannahöfn. Göngu- menn studdust við leiðsöguhunda og hvítu stafina sína þegar þeir gengu saman inn á Ráðhústorg. Fólkið krafðist aðgerða stjórn- valda til að rétta hlut sinn. Níu af hverjum tíu blindum Dönum eru atvinnulausir og samfélagið huns- ar blinda, sögðu mótmælendur. ■ NÝ FJARSKIPTAMIÐSTÖÐ Komið hefur verið upp nýrri fjarskipta- miðstöð og aðstöðu fyrir Neyðar- línuna á lögreglustöðinni á Akur- eyri. Miklar endurbætur hafa verið unnar á stöðinni að undan- förnu og í gær var haldið upp á að framkvæmdum er lokið. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnaði nýju fjarskiptamiðstöðina. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR■ EVRÓPA „Hann er á plötunni með Sálinni hans Jóns míns.“ Steingrími Ólafssyni blaðamanni var boðið að taka við ritstjórn Mannlífs en afþakkaði sökum lítillar löngunar og skorts á neista. SPURNING DAGSINS Steingrímur, hvar er draumurinn? Sólbakssamningur fyrir félagsdóm: Vilja heimild til verkfalls KJARAMÁL Framkvæmdastjórn Sjó- mannasambands Íslands ákvað á fundi í gær að fara með Sólbaks- samninginn svokallaða fyrir Félagsdóm. Sjómannasambandið telur að samningurinn brjóti í bága við gildandi kjarasamning milli Sjó- mannasambandsins og Landssam- bands íslenskra útvegsmanna og freistar þess að fá hann dæmdan ógildan. Jafnframt ákvað stjórnin að kalla samninganefnd sam- bandsins saman eins fljótt og unnt er til að fara yfir stöðuna í kjara- viðræðunum við Landssamband íslenskra útvegsmanna og fá heimild til að undirbúa atkvæða- greiðslu um verkfall til að knýja á um lausn deilunnar. ■ Klerkar í Falluja hvetja til friðsamlegrar andspyrnu gegn Bandaríkjaher: Hvöttu til friðsamlegrar andstöðu ÍRAK, AP Klerkar í Falluja hvöttu landsmenn í gær til friðsamlegrar andstöðu gegn Bandaríkjamönnum um allt Írak ef þeir reyndu að brjóta andspyrnu gegn þeim á bak aftur. Yfirlýsing klerkanna var les- in upp í moskum víða í Írak. Bandarískar herflugvélar vörp- uðu sprengjum á Falluja í gær, degi eftir að ráðamenn í bænum drógu sig út úr friðarviðræðum við írösku bráðabirgðastjórnina. Þær viðræð- ur strönduðu á kröfu stjórnvalda um að bæjarbúar handsömuðu jórd- anska hryðjuverkamanninn Abu Musab al-Zarqawi og framseldu hann í hendur stjórnvöldum. Að sögn vitna í Falluja handtóku bandarískir hermenn helsta samn- ingamann bæjarbúa, íslamska klerkinn Khaled al-Jumeili, þegar hann yfirgaf mosku í nágrenni Falluja eftir bænahald. Hinn helgi mánuður múslima, Ramadan, hófst í gær. Í fyrra hófu íraskir uppreisnarmenn miklar árásir um það leyti en undanfarið hafa íraskar og bandarískar her- sveitir ráðist í herferð gegn upp- reisnarmönnum til að minnka líkur á slíkum árásum. Tíu manns létust þegar bíl- sprengja sprakk nærri lögreglu- stöð í Bagdad. ■ STJÓRNIN HÉLT VELLI Pólska rík- isstjórnin stóð af sér vantrausts- ályktun sem borin var fram í þinginu í gær. 234 þingmenn lýstu trausti á stjórnina en 218 vantrausti. Ríkisstjórnin er innan við hálfs árs gömul en mikið at- vinnuleysi og deilur um veru her- manna í Írak hafa leitt til óvin- sælda hennar. DETTIFOSS Ein sendingin á að hafa komið með Detti- fossi en hinar tvær með Norrænu og Goðafossi. HERFERÐINNI MÓTMÆLT Fjöldi Bagdadbúa mótmælti herferð Bandaríkjahers og íraskra öryggissveita gegn uppreisnarmönnum. OLÍUFÉLÖGIN ERU SÖKUÐ UM ÓLÖGLEGT VERÐSAMRÁÐ Olíufélögin halda því fram að meintar sakir Samkeppnisstofnunar um verðsamráð þeirra á milli séu fyrndar. ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR ÁTÖK Á HAFNARBAKKA Forystumenn sjómanna börðust gegn sérsamningi Brims við áhöfn Sólbaks í síðustu viku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.