Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.10.2004, Qupperneq 6
6 16. október 2004 LAUGARDAGUR Samfylkingin vill fækka ráðuneytum: Eitt ráðuneyti í stað fjögurra STJÓRNMÁL Þingflokkur Samfylk- ingarinnar hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp sem gerir ráð fyrir að stofnað verði nýtt atvinnumála- ráðuneyti sem komi í stað ráðu- neyta fjögurra málaflokka, það er sjávarútvegs-, landbúnaðar-, iðnað- ar- og viðskiptaráðuneyta. Auk þess er lagt til að nýja ráðu- neytið fái nokkra málaflokka sem heyra undir önnur ráðuneyti, svo sem ferðaþjónustu og þekkingar- iðnað. Gert er ráð fyrir að undir- búningi að stofnun hins nýja ráðu- neytis verði lokið fyrir árslok 2006. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, segir að ráðuneytum hafi fjölgað úr hófi fram og löngu sé orðið tímabært að fækka þeim og gera starfsemi þeirra skilvirkari. Þá séu stofnanir íslensku stjórnsýslunnar of marg- ar miðað við verkefni samfélags- ins. Einnig séu þær of smáar til að takast á við æ flóknari verkefni margþætts tæknisamfélags. - ás HEILBRIGÐISMÁL Það verður að út- rýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að við- halda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geð- sjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafn- ræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöl- du á geðdeildum Landspítala - há- skólasjúkrahúss í sumar. Heil- brigðisráðuneytið og Nýsköpun- arsjóður námsmanna studdu þessa vinnu sem og Landspítali – háskólasjúkrahús. Elín Ebba Ás- mundsdóttir og Auður Axelsdótt- ir, iðjuþjálfar á LSH, höfðu yfir- umsjón með framkvæmd verk- efnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Há- skólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gef- ið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardótt- ir, sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún legði til að stofnað yrði eins konar gæðaráð með fólki úr Hug- arafli og af geðsviði. Gengið yrði í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var ein- ungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndu að sjúk- lingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinn- ingar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðju- þjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og lítið væri að gera fyrir karl- menn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum. jss@frettabladid.is Flokksþing repúblikana: Dýrasta þing sögunnar BANDARÍKIN, AP Flokksþing repúblikana í New York í haust er dýrasta útnefningarhátíð í sögu bandarískra stjórnmála og þar með væntanlega heimsins alls. Alls kostaði þingið andvirði tæpra ellefu milljarða króna. Um þriðjungur upphæðarinnar fór í öryggisgæslu, sem var á kostnað ríkissjóðs. Að auki lagði New York-borg til öryggisgæslu, samgöngur og fleira sem kostaði rúmlega hálfan milljarð króna. Megnið af fénu safnaðist þó með framlögum einstaklinga og fyrir- tækja, samtals rúmir sex milljarð- ar króna. Mest gaf Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hálfan milljarð króna. Flokksþing demókrata í júlí kostaði vel innan við helming á við þing repúblikana. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir nýr formaður Starfs-greinasambandsins? 2Hvor bandarísku forsetaframbjóðend-anna er talinn hafa haft betur í kapp- ræðum í sjónvarpi? 3Hvers vegna voru sænskir fjölmiðlargagnrýnir á íslenska fótboltalandslið- ið? Svörin eru á bls. 50 Munch-ránið: Hringurinn þrengist NOREGUR, AP Norska lögreglan telur hringinn vera að þrengjast um þjófana sem stálu málverkum Edvards Munch í ágúst, að því er fram kemur í Verdens Gang og Dagbladet. Þar segir að lögreglan hafi rakið ferðir bíls ræningjanna næstu daga fyrir ránið og komist að því að hann hafði farið um hendur margra þekktra glæpa- manna. Ræningjarnir stálu einni útgáfu Ópsins og Madonnu um miðjan dag. Ránið vakti furðu manna vegna þess hversu bíræfið það var og hversu slappar öryggisráð- stafanirnar voru. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KVIKNAÐI Í REYKOFNI Kjöt í þremur reykklefum skemmdist þegar eldur kviknaði í reykofni í kjötvinnslu Kjarnafæðis á Sval- barðseyri í gærmorgun. Óvíst er um eldsupptök. FÓTBROTNAÐI Í VINNUSLYSI Maður fótbrotnaði illa í vinnu- slysi í nýbyggingu Norðuráls á Grundartanga á ellefta tímanum í gærmorgun. Fjögur til fimm hundruð kíló af járni sem verið var að hífa sporðreistist og lenti á manninum. ÁFANGA FAGNAÐ Hópurinn í Hugarafli afhenti Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra og fleiri velunnurum skýrsluna. Á myndinni, sem er frá afhendingunni, eru f.v., Garðar Jónasson frá Hugarafli, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Elín Ebba Ásmundsdóttir, yfiriðjuþjálfi á LSH, og Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BÍLAFLOTI RÍKISSTJÓRNARINNAR Samfylkingin telur ráðuneytin allt of mörg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Boða byltingu í meðferð geðsjúkra Hópur geðsjúkra í Hugarafli boðar byltingu í meðferð geðsjúkra, eftir að hafa unnið verkefni á Landspítala. Sviðsstjóri á geðsviði leggur til að gengið verði í lagfæringar á atriðum sem bent er á í niðurstöðum. ■ SUÐUR-AMERÍKA MYRTUR ÚT AF 15 KRÓNUM Sextán ára piltur í Gvæjana hefur verið ákærður fyrir morð. Hann lenti í deilum við bekkjar- félaga sinn um hvor þeirra ætti að borga andvirði fimmtán króna fyrir snakk sem þeir voru að kaupa. Hann kastaði grjóti í höfuð félagans, sem lést á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.