Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 14

Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 14
Í þessum dálkum hefur höfundum að undanförnu orðið nokkuð tíð- rætt um þrískiptingu valdsins; kenningu Montesquieus um að nauðsynlegt sé, lýðræðisins vegna, að höfuðgreinar stjórn- skipunarinnar, framkvæmdar- vald, löggjafarvald og dómsvald, séu fyllilega aðskildar. Við höfum minnt á þau ummæli James Madi- son, eins helsta höfundar stjórn- arskrár Bandaríkjanna og fjórða forseta þeirra (1808-1817): „Safn- ist löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald á sömu hend- ur – þá er það réttnefnd ógnar- stjórn“. Það eru senn tvö hundruð ár síðan Madison skrifaði þessi orð. Þá var enn langt í land að til kæmi fjórða valdið: Fjölmiðlarnir – og þá sérstaklega loftmiðlarnir. Bent hefur verið á að útvarpið og gjallarhornið hafi gert það mögulegt að lyfta lýðskrumurum síðustu aldar til valda. Mússólíni og Hitler hefðu sennilega engum árangri náð án þessara tækja, sem gerðu þeim kleift að fylla heilu leikvangana af tugþúsunda múg, sem lét sefjast af röddum þeirra og einföldum hatursboð- skap, líkt og poppstjörnur í dag fá unglinga til að öskra og ýlfra ein- um rómi og falla í yfirlið yfir söngli átrúnaðargoða sinna. Einræðisherrar fundu fljótt út að útvarpsbylgjur var hægt að trufla. En þegar sjónvarpið kom til sögunnar varð engum vörnum við komið. Sjónvarpið hefur átt stóran þátt í að fella einræðis- stjórnir, því að sjón er sögu ríkari og fólk sem sér velmegun Vestur- landa á skjánum, trúir þeim áróðri ríkisstjórna sinna ekki til lengdar að allt sé þetta sett á svið til að blekkja. Pótemkíntjöld. En innan lýðræðisríkja má líka beita sjónvarpinu til lævíss áróð- urs, sem grefur undan stjórn- skipulaginu. Einn af þeim fyrstu til að uppgötva þetta var Ítalinn Berlusconi. Hann notfærði sér auð sinn til að komast yfir allar helstu sjónvarpsstöðvar Ítalíu í einkaeigu og beitti þeim óspart í eigin þágu. Síðan stofnaði hann stjórnmálaflokk, komst til valda, og réð þá einnig fyrir ítölsku rík- issjónvarpsstöðvunum og hefur óspart beitt þeim í sína þágu síð- an. Hér er að skapast Berlusconi- ástand með öfugum formerkjum. Harðsvíruð lítil klíka, sem lengi hefur verið við völd og hrært saman hinu þrískipta valdi í eina kös, hefur lengi stefnt að því að ná jafnframt fjölmiðlunum í sínar hendur. Þegar tilraun þeirra til að ná tökum á DV, Fréttablaðinu og Stöð 2 misheppnaðist reyndu þeir að kæfa raddir þeirra með fjöl- miðlafrumvarpinu, sem var sprengja sem reyndar sprakk í andlitið á þeim. Það var lærdómsrík grein, sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtu- daginn eftir Guðrúnu Lilju Hólm- fríðardóttur. Hún var þolandinn í „Prófessorsmálinu“. Hún segir: „Fyrir nokkrum árum samþykkti ég að tjá mig um málið í þáttaröð- inni „Sönn íslensk sakamál“ og var viðtal við mig tekið upp. Þeg- ar Jón Steinar Gunnlaugsson frétti af gerð þáttarins var fram- leiðsla hans stöðvuð af ríkissjón- varpinu en útlagður kostnaður við gerð hans greiddur. Ég var látin skrifa undir þagnareið og get því ekki frekar tjáð mig um málið.“ Málið allt er ljótt, en ég ætla ekki að fara frekar út í þá sálma hér. Hvernig „frétti“ Jón Steinar Gunnlaugsson af gerð þessa þátt- ar? Þótt því verði eflaust neitað, er engin önnur skýring tiltæk en sú, að klíkubróðir hans úr Félagi frjálshyggjumanna, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs og kosinn af Alþingi, hafi látið Jón vita hvað væri á seyði. Hann beitti síðan áhrifum sínum til að koma í veg fyrir gerð þáttarins. Í fyrradag var svo tilkynnt að 99% ríkisfyrirtækið Síminn h/f hefði keypt sér meirihluta í Skjá einum, naumlega náð honum úr klónum á Norðurljósum (fyrir milligöngu Gunnlaugs Sævars). Enn einn klíkubróðirinn úr Félagi frjálshyggjumanna, Brynjólfur Bjarnason, tilkynnti að Síminn hyggði á fullan sjónvarpsrekstur - nú var ekki lengur verið að „kaupa enska boltann“! Útvarps- stjóri ríkisútvarpsins, Markús Örn Antonsson, kom gramur fram í útvarpinu (ekki sjónvarpinu) og botnaði ekkert í því, að fyrirtæk- ið, sem sæi um allt dreifingar- kerfi ríkisútvarpsins, ætlaði að fara í beina samkeppni við sömu stofnun! Ekki dettur mér í hug að hann hafi verið vitorðsmaður um „plottið“, en engu að síður lék hann sitt fyrirfram ákveðna hlut- verk aðdáanlega, lét jafnvel örla á dálítilli hneykslun. Í mínum huga er það ljóst að „litla, ljóta klíkan“ gömlu frjáls- hyggjumannanna er nú að ná því langþráða takmarki sínu eftir 13 ára valdasetu að draga saman í hendi sér alla valdaþræði hins þrískipta valds, framkvæmdar- valds, löggjafarvalds og dóms- valds, og rær að því öllum árum að ná sömu tökum á fjölmiðlum landsins. Engu þeirra orði er að treysta. Þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Eða, eins og Davíð orðaði það við Clintonhjónin: „Ekki skil ég í því að þið skuluð vera að heimsækja mig, hálfhætt- an og hálfdauðan.“ ■ Ó líklegt verður að telja að í nokkru öðru landi en okkarmundi það líðast að allir grunnskólar þjóðarinnar lokuðustí fjórar vikur vegna verkfalls kennara. Sennilegt er að í öðrum löndum væru farnar að heyrast raddir um að ríkisstjórnin færi frá þegar svo væri komið. Breytir engu í því sambandi að rekstur grunnskólans hér á landi og þar með samningar við kenn- ara er eins og víðast hvar annars staðar á verksviði sveitarfélaga. Skóla- og menntamál eru á endanum á ábyrgð ríkisstjórna og þjóð- þinga. Sveitarfélögin hér á landi hafa ekkert miðstjórnarvald sem getur gripið inn í þegar jafn alvarleg kreppa og nú er skellur á. Þegar hefur skapast ófremdarástand í þjóðfélaginu vegna verk- fallsins. Ástandið mun versna ef vinnudeilan leysist ekki á allra næstu dögum. Foreldrar skólabarna hafa sýnt einkennilegt tómlæti í verkfall- inu. Aðeins örfáir hafa tekið þátt í viðleitni foreldrasamtaka og sjálfsprottinna hópa til að hafa uppi þrýsting á deiluaðila með mót- mælaaðgerðum. Enginn vafi er þó á því að foreldrar eru óánægðir og skólabörn ringluð. Aukinn sýnilegur þrýstingur frá foreldrum gæti átt þátt í að koma deilunni úr þeirri sjálfheldu sem hún er í. Það yrði vissulega álitshnekkir fyrir sveitarfélögin ef ríkið neyddist til að grípa inn í deiluna. En það er aukaatriði. Ef ekki verða þáttaskil í byrjun næstu viku stendur ríkisstjórnin frammi fyrir tveimur kostum, að binda enda á verkfallið með lagasetningu eða útvega sveitarfélögunum aukið fé til að þau geti samið við kennara. Báðar leiðirnar eru slæmar. Það er ranglátt að lögbjóða ákveðna samninga. Kjarasamningar eiga að vera frjálsir og á ábyrgð samn- ingsaðila. En ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka hefur áður grip- ið inn í vinnudeilur þegar hún hefur talið þjóðarhag bjóða svo rót- tæka ráðstöfun. Í því sambandi má minna á hvernig sjómenn hafa ítrekað verið sviptir verkfallsrétti í nafni almannahags. Og undan því verður ekki litið að með því að kosta launahækkun kennara úr ríkissjóði er verið að skapa fordæmi sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á vinnumarkaði og stefnt stöðugleika efnahagslífsins í hættu. Fái kennarar launahækkanir sem eru meiri en þær sem samið hefur verið um á almennum markaði munu önn- ur stéttarfélög krefjast hins sama. Það segir reynslan okkur og því nauðsynlegt að horfast í augu við þá staðreynd. Hitt er síður um- deilt að kennarar búa við kjör sem eru ekki nægilega góð miðað við menntun þeirra og krefjandi ábyrgðarstörf. Kjarni málsins er sá að staðan í kennaradeilunni er orðin algjör- lega óviðunandi. Lausn verður að finnast. Þjóðfélag með sjálfsvirð- ingu getur ekki horft upp á það ástand að fjörutíu og fimm þúsund börn séu í hálfgerðu reiðileysi dag eftir dag. Nú þurfa stjórn- málaforingjarnir að sýna hvað í þeim býr. ■ 16. október 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Ríkisstjórnin verður að grípa inn í ef kennaradeilan leysist ekki í byrjun næstu viku Algjörlega óviðunandi FRÁ DEGI TIL DAGS Ef ekki verða þáttaskil í byrjun næstu viku stendur ríkisstjórnin frammi fyrir tveimur kostum, að binda enda á verkfallið með lagasetningu eða útvega sveitarfé- lögunum aukið fé til að þau geti samið við kennara. ,, Í DAG ENN UM FJÖLMIÐLA ÓLAFUR HANNIBALSSON Harðsvíruð lítil klíka, sem lengi hefur ver- ið við völd ... hefur lengi stefnt að því að ná jafnframt fjölmiðlunum í sínar hendur. ,, +FYRIR ÁSKRIFENDUR Glaðningur fyrir áskrifendur DV Ti lb oð g ild ir út o kt ób er 2 00 4 eð a m eð an b irg ði r e nd as t 25% AFSLÁT TUR Fullt ver ð er 8.90 0,- m.vs k Sértilbo ð aðein s fyrir á skrifend ur DV gegn fra mvísun miðans CBRA Z 3 03 Þráðlaus sími DV ve rð 6.675 ,- t æ kn i Síðumúl a 37 // 10 8 Reykjav ík // 5106 000 Tryggir áskrifendur gerast sjálfkrafa meðlimir í DV+ og fá ný tilboð mánaðarlega. ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Öfugur Berlusconi Rússagrýlan „Þjónar engum tilgangi að vekja upp Rússagrýluna“ segir í fyrirsögn með stríðsletri á einni af fréttasíðum DV í gær. Tilefnið er skrif í DV og Fréttablað- inu um dularfulla rússneska herskipa- flotann fyrir austan land. Í Fréttablaðs- grein í fyrradag var talað um að ástæða væri til að tortryggja rússnesk stjórnvöld þar sem þau hefðu ekki reynst trausts verð þegar eitthvað hefur út af borið. Það er þó ekki hin óbeina traustsyfirlýs- ing viðmælanda DV við Pútín forseta og menn hans sem vekur athygli heldur hitt hver mælir. Þarna talar nefnilega Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem er sérfræðingur þjóðarinnar í Rússagrýlunni. Ef hann er rólegur með- an þetta ástand varir fyrir austan er lík- lega ástæðulaust fyrir minni spámenn að eiga svefnlausar nætur. Mannréttindi í Kína Fleiri fornir fjandmenn dómsmálaráð- herra en Rússar njóta nú álits hans og viðurkenningar. Margir veittu því eftir- tekt í sumar þegar ráðherrann var í Kína að hann skrifaði mikið lof um þær breytingar sem væru að verða í þessu stærsta alræðisríki heims. Eitt af því sem hann hafði til marks um það var að hann gat sent pistla á heimasíðu sína á netinu frá hóteli þar í landi. En gallinn er bara sá að þetta gildir bara um forrétt- indahópa, „góða gesti“ stjórnvalda. Tug- ir þúsunda embættismanna vinna hjá skoðanalögreglu landsins við það eitt að fylgjast með óæskilegri netnotkun almennings. Er fylgst með heimasíðum og tölvupósti og þeir sem „misnota“ netið eru handteknir og eiga þunga refsingu yfir höfði sér. Þetta ætti dóms- málaráðherra að geta fengið staðfest hjá Mannréttinda- skrifstofu Íslands – nema búið sé að loka skrifstofunni vegna skorts á fjár- veitingum frá sama ráðuneyti? Skoðanir og umræður eru einnig á visir.is gm@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.