Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 16
Harald Ólafsson veðurfræð-ing þekkja flestir lands-menn af sjónvarpsskján-
um en óhætt er að segja að hann
hafi fikrað sig eftir nýjum braut-
um að undanförnu. Þegar verkfall
grunnskólakennara skall á fyrir
tæpum mánuði setti Haraldur á
laggirnar Hávallaskóla en þar
kennir hann börnum sínum og
vinum þeirra ýmsar námsgreinar,
sérstaklega stærðfræði og íslensk
ljóð.
Haraldur er fæddur í
Reykjavík árið 1965, sonur
hjónanna Þóreyjar Kol-
beins og Ólafs Einars
Ólafssonar veður-
fræðings, en þau eru
bæði látin. Harald-
ur ólst upp í höfuð-
borginni í samfél-
agi við systur sín-
ar tvær og var að
sögn kunnugra
skemmtilegt og
forvitið barn.
Eins og títt er um
slíka drengi var
hann nokkuð
uppátækjasam-
ur og hvatvís
en mikill ljúf-
lingur. Harald-
ur gekk í
Menntaskó l -
ann við Hamra-
hlíð og vann fyr-
ir sér á sumrin
við bílasprautun.
Þótti hann svo efni-
legur í faginu að vinnu-
veitendur hans sendu
hann á námskeið í
Englandi til að nema fræð-
in. Það átti hins vegar ekki
eftir að liggja fyrir Haraldi að
vinna á verkstæðum heldur
fetaði hann í fótspor föður
síns og skráði sig til náms í
veðurfræðum í Osló. Þaðan
hélt hann til Toulouse í Frakk-
landi þar sem hann lauk dokt-
orsprófi í faginu árið 1996.
Næstu árin starfaði hann á
Veðurstofu Íslands en frá ár-
inu 1999 hefur hann kennt við
raunvísindadeild Háskóla Ís-
lands þar sem hann gegnir
stöðu prófessors. Haraldur er
kvæntur Eddu Einarsdóttur arki-
tekt og eiga þau fjögur börn.
Engum dylst að Haraldur er af-
burðagreindur maður og hæfi-
leikaríkur á mörgum sviðum. „Ég
held að það séu ekki margir sem
standa honum framar í faginu en
það eru heldur ekki margir sem
slá honum við í tungumálum,“
segir gamall félagi hans á Veður-
stofunni en Haraldur talar
reiprennandi norsku, sænsku,
dönsku, þýsku, frönsku og ensku.
Sami félagi sagðist eitt sinn hafa
verið staddur með Haraldi á al-
þjóðlegri samkomu sjónvarpsveð-
urfræðinga og allt í einu rann það
upp fyrir honum að Haraldur
ræddi við nánast hvern einasta
mann á hans þjóðtungu. „Ég hafði
búið í Svíþjóð í fjögur ár og gat
rétt stautað mig fram úr málinu
en Haraldur sem hafði dvalið í
Noregi talaði sænskuna eins og
innfæddur.“ Við þetta má svo
bæta að maðurinn leikur ágæt-
lega á píanó. Að sögn vinar Har-
aldar er hann helst fyrir klassíska
tónlist en þó fóru þeir saman á
tónleika þýsku þungarokkssveit-
arinnar Rammstein um árið.
Þrátt fyrir kurteislegt yfir-
bragðið á sjónvarpsskjánum hef-
ur Haraldur ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum sem hann
er ófeiminn við að gera kunnar.
Frægt er þegar Haraldur sagði í
veðurfréttum vorið 1999 að vel
viðraði til loftárása en þá stóðu
loftárásir NATO á Belgrad sem
hæst. Eitt af lögum hljómsveitar-
innar Sigurrósar dregur nafn sitt
af þessari athyglisverðu veður-
spá. Samferðamönnum hans ber
saman um að hann sé mikill frið-
arsinni án þess þó að vera sér-
staklega flokkspólitískur. „Það er
svolítil kratalykt af honum en
hann gæti alveg verið týpan í að
mæta á kjörstað og skila auðu,“
segir vinnufélagi hans til margra
ára.
Á sömu spýtu hangir áhugi
Haraldar á mennta- og uppeldis-
málum. Fyrir tæpu ári gagnrýndi
hann stærðfræðikennslu grunn-
skólanema sem hann líkti við
myglað mjöl. Taldi hann að
menn hefðu misst sjónar á
upprunalegum mark-
miðum kennslunn-
ar og varaði við að
haldið yrði áfram
á sömu braut.
Spunnust heit-
ar umræður
um málið í
samfélaginu
og þótti ýms-
um Haraldur
ganga hart
fram. Heim-
i l d a m e n n
Fréttablaðs-
ins voru
s a m m á l a
um að þetta
sé helsti
galli Har-
aldar, að
hann geti
verið „upp-
tjúnaður“ og
ágengur við þá
sem ekki eru hon-
um sammála.
Að öðru leyti ber
þeim sem þekkja
Harald Ólafsson sam-
an um að hann sé
skemmtilegur maður
sem gaman sé að vera
samvistum við. „Hann
er reyndar nörd, en það
má segja um flesta í
þessu fagi,“ segir góður
félagi hans. Starfsorka
hans virðist óþrjótandi
og hann kemur miklu í
verk á skömmum tíma,
„en ekki er hann stimpil-
klukkuhestur,“ segir sam-
starfsmaður á Veðurstof-
unni. Svo hefur hann líka
kímnigáfuna í lagi þó að hún
sé í lúmskari kantinum. Þótt
enginn efist um áhuga hans á
uppeldismálum telja sumir að Há-
vallaskóli sé öðrum þræði stofn-
aður í hálfgerðri kerksni eða til að
ögra. Ljóðakennslan í Hávalla-
skóla (sem samkvæmt Haraldi
„má vallakallaskóla“) virðist í það
minnsta vera skemmtileg eins og
eftirfarandi erindi úr Baráttu-
söng kennara ber með sér, en ljóð-
ið, sem má syngja við „Það er leik-
ur að læra“ sömdu starfsmenn og
nemendur skólans.
Upp með framtíðar-fána,
fylgjum Eiríki glöð.
syngum „Öxar við ána“
allir fram nú í röð!
FRÁ RITSTJÓRN
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
16. október 2004 LAUGARDAGUR
HÓTEL ÖRK sími 483 4700 20. 26. og 27. nóvember - 3. 4. 10. og 11 desember - www.hotel-ork.is
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 234. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004] VERÐ KR. 295
D
V
-M
Y
N
D
H
A
R
I
Fyrrum
Inga Sólveig Friðjónsdóttirgiftist Bubba Morthens ungþrátt fyrir mikla andstöðusinna nánustu. Árin
með Bubba voru eng-inn dans á rósum ogþau slitu samvistum
þegar Bubbi var á hátindineyslu sinnar. Inga er virt-ur ljósmyndari sem hefurþurft að berjast á mörgumvígstöðvum. Bls. 10-12
Forræðisdeilan,kókaínið og krabbameinið
kona
Bubba
Stjörnurnar lifa ekki af poppinuSelja pylsur og auglýsingar Bls. 24
Forræðisdeilan,
kókaínið
og krabba-
meinið MAÐUR VIKUNNAR
Fjöltyngdur friðarsinni
HARALDUR ÓLAFSSON
VEÐURFRÆÐINGUR
Um aðsendar greinar til blaðsins
Frá og með deginum í dag tekur Fréttablaðið eingöngu við að-
sendu efni til birtingar á skoðanasíðum blaðsins ef það berst
rafrænt um netmiðil okkar Vísi. Veffangið er visir.is. Á for-
síðu Vísis er smellt á „Skoðanir“ efst í vinstra horni síðunnar
og þegar komið er inn á „Skoðanir“ er smellt á borða ofarlega
á síðunni sem merktur er „Senda inn efni til Fréttablaðsins og
Vísis: Lesendabréf – Greinar“. Birtast þá nánari leiðbeiningar.
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð
í belg um málefni líðandi stundar og efni Fréttablaðsins og
netmiðilsins Vísis þar sem lífleg þjóðfélagsumræða fer fram.
Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð enda segir
reynslan okkur að þannig nái efni mestri athygli. Við það er
miðað að bréf séu ekki lengri en 1.000 slög með bilum og
greinar ekki lengri en 3.000 slög með bilum. Ljósmynd af höf-
undi þarf að fylgja öllum greinum. Ritstjórn ákveður hvort
aðsent efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðl-
unum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til nauðsynlegra
leiðréttinga og til að stytta efni áður en að birtingu kemur.
Slíkt er aðeins gert í undantekningartilvikum og þá jafnan í
samráði við höfunda. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
KN
: H
EL
G
I S
IG
-
H
U
G
VE
R
K
A.
IS