Fréttablaðið - 16.10.2004, Síða 24

Fréttablaðið - 16.10.2004, Síða 24
Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, er 5 ára nú í október og fagnar afmælinu með göngu kl. 14 í dag undir yfirskrift- inni „Göngum sólarmegin“, þar sem gengið verður frá Hallgríms- kirkju niður að Ingólfstorgi og 1.000 blöðrum verður þar sleppt. „Athöfnin er táknræn fyrir þá við- leitni okkar að sleppa taki af ótt- anum sem við og ættingjar okkar fyllumst þegar við greinumst,“ segir Daníel Reynisson, formaður Krafts, sem sjálfur greindist með krabbamein fyrir um fimm árum en hefur sigrast á meininu. „Með- an við erum lifandi eigum við að lifa lífinu og láta ekki óttann stjórna því hvernig við lifum eftir að við greinumst,“ segir Daníel brosandi. Eftir gönguna verður fólki boðið í kaffi og kleinur í ráð- húsinu þar sem meðal annars verður dregið í happdrætti en happdrættismiðum verður dreift við Hallgrímskirkju fyrir göng- una á meðan birgðir endast. Eitt af markmiðum Krafts segir Daníel vera að aðstoða ungt fólk sem greinist með krabba- mein og aðstandendur með allar þær grunnupplýsingar sem eru þeim nauðsynlegar. „Við erum ekki mikið að veita þær upplýs- ingar sem fólk fær frá læknum og hjúkrunarfólki heldur hvernig fólk á að bera sig að í kerfinu þeg- ar lífið tekur óvænta stefnu. Það getur tekið mikinn tíma og orku frá manni að þeytast á milli staða í leit að upplýsingum og vildum við því koma þeim öllum á einn stað,“ segir Daníel en félagið gaf út bókina Lífskraftur þar sem all- ar þessar upplýsingar eru teknar saman. Bókina er hægt að nálgast á uppflettanlegu formi á heima- síðu Krafts á slóðinni kraftur.org. „Afurðin af okkar grunnvinnu er í þessari bók en með því að hafa hana á netinu getum við sífellt uppfært upplýsingarnar,“ segir Daníel og bendir á að félagið veiti einnig sálfélagslegan stuðning sem ekki er síður mikilvægur. „Fólk getur hringt til okkar eða sent okkur tölvupóst og bjóðum við fólki að hitta annan einstak- ling sem hefur þurft að kljást við krabbamein, og leitumst jafnvel við að finna einhvern sem greind- ist á svipuðum aldri við svipaðar aðstæður,“ segir Daníel, sem sjálfur fékk að hitta slíkan ein- stakling. „Hann stóð þarna fyrir framan mig brosandi með lítið barn og konuna sína og ég sá að lífið sem beið hans var frábært. Þetta gerði mikið fyrir mig og sýndi mér að reynslan skiptir svo miklu máli,“ segir Daníel. Kraftur er með hjálparsíma 866 9600. kristineva@frettabladid.is 24 16. október 2004 LAUGARDAGUR Taki sleppt af óttanum KRAFTUR: SLEPPIR BLÖÐRUM Á 5 ÁRA AFMÆLINU timamot@frettabladid.is TIM ROBBINS Þessi eðalleikari er 46 ára í dag. „Allir menn deyja en þeir lifa hins vegar ekki allir.“ - Tim Robbins veit sínu viti og vill að fólk lifi lífinu lifandi. DANÍEL REYNISSON Davíð er formaður Krafts sem fagnar 5 ára afmæli sínu, en sjálfur greindist hann með krabbamein fyrir um 5 árum. Hann sigraðist á meininu og nýtir nú krafta sína til aðstoðar ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum þess.                                       !"#   $ !  #%& ' #!      !  "  !    " # #   !    $ " # #   !    % " # # ) "  ! !  #   %% !  ' # $     !     "  %*      !         $  !'  !   '$  % +!  "       '         ,         &  '( )&!!*(    Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfólki og Rósu djákna á gjör- gæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrir alla þeirra aðstoð og nærgætni. Einnig viljum við þakka Séra Pálma Matthíassyni fyrir einstaka athöfn og tón- listarfólki fyrir yndislegan og einlægan flutning. Guð blessi ykkur öll og fylgi. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur stuðning, samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, dóttur, systur, mágkonu og ömmu Helgu Leifsdóttur Trönuhjalla 19, Kópavogi Ingibergur Sigurðsson, Íris Kristjánsdóttir, Steinunn Gísladóttir, Hulda Leifsdóttir, Bjarni Pálsson, Hafdís Leifsdóttir, Sigurbjörn Sigurðsson, Anton G. Ingibergsson, Kristján A. Írisarson, Valgerður Ýr Ásgeirsdóttir og aðrir ástvinir. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur stuðning, samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför Halldóru Ingu Ingólfsdóttur Lyngbrekku 1, Kópavogi Sigurður K. Ragnarsson, Ásta Salný Sigurðardóttir, Viðar Snær Sigurðsson, Sonja Erna Sigurðardóttir, Tómas Guðmundsson, barnabörn og fjölskyldur. sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 13. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. október kl. 11.00. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Jóhannsdóttir Huldugili 56, Akureyri, Snæborg Stefánsdóttir, Bragi Stefánsson, Jónas Stefánsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Valur Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Íslandsbanki, Skákfélagið Hrók- urinn og Húsdýragarðurinn standa í vetur fyrir mótaröð fyrir krakka í 1. til 10. bekk. Teflt verð- ur í einum opnum flokki en verð- launað í eftirtöldum þremur flokkum: 1.-3. bekkur, 4.-6. bekkur og 7.-10. bekkur. Fyrsta mótið hefst á morgun í veitingatjaldinu í Húsdýragarðin- um. Mótið hefst klukkan 13 á sunnudaginn en mæting er á milli 12 og 12.40. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrst fara fram þrjú stiga- mót, eitt í mánuði og munu 6 krakkar úr hverjum flokki tryggja sér rétt til að tefla á úrslitamóti þar sem fyrstu verðlaun eru ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Eftir áramót hefst svo önnur syrpa með sama fyrirkomulagi. Íslandsbanki og Hrókurinn verðlauna einnig þau sem lenda í 1., 2. eða 3. sæti á öllum stigamót- um sem haldin verða í Húsdýra- garðinum í vetur. Einnig verða viðurkenningar fyrir mætingu og framfarir, og á hverju móti verð- ur happdrætti. Keppendur fá ókeypis í Hús- dýragarðinn en foreldrar og for- ráðamenn greiða aðgangseyri. Tekið er við skráningum á net- fanginu hrokurinn@hrokurinn.is eða í síma 844 1295. Vinningar fyrir verðlaunahafa og í happ- drætti á mótinu á sunnudaginn koma frá Eddu, Hróknum og Húsdýragarðinum. ■ KRAKKASKÁK Það verður teflt í Húsdýra- garðinum í allan vetur. Skák í Húsdýragarðinum AFMÆLIPétur Pétursson, fyrrverandi þulur, er 86 ára. Guðbergur Bergsson rithöfundur er 72 ára. Ólafur Mixa læknir er 65 ára. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir al- þingiskona er 55 ára. ANDLÁT Bergþóra Benediktsdóttir, Hlíðarhús- um 3-5, Reykjavík, lést 13. október. Sigurbjörg M. Benediktsdóttir, Hraun- bæ 103, Reykjavík, lést 13. október. JARÐARFARIR 11.00 Guðmundur Sveinbjörnsson, frá Sölvanesi, verður jarðsunginn frá Goðdalakirkju. 14.00 Ármannía Kristjánsdóttir, Aðalgötu 56, Ólafsfirði, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju. 14.00 Friðrik Stefánsson, Hvanneyrar- braut 2, Siglufirði, verður jarð- sunginn frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Klara E. Hansen, Bókhlöðustíg 17, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju. 14.00 Sigurður Jónsson, Reynistað, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Reynistaðarkirkju. 14.00 Sigurgeir Bóasson, Heiðmörk 16, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju. Á þessum degi árið 1793, níu mánuðum eftir að Loðvík XVI Frakklandskonungur var líflátinn, fylgdi drottning hans, Marie Antoinette, honum í fallöxina. Loðvík og Marie Antoinette gengu í hjónaband árið 1770 en ráðhagnum var ætlað að strykja samband Frakklands og Austurríkis. Þegar kreppti veru- lega að í efnahag Frakklands og almenningur svalt heilu hungri lifði Marie Antoinette hátt og hvatti eiginmann sinn ein- dregið til þess að sporna við umbótum í ríkinu. Hún hafði litla samúð með alþýðunni og ummæli hennar um að lýðurinn gæti bara étið kökur fyrst hann ætti ekki brauð eru alræmd. 16. OKTÓBER 1793 Byltingar- menn tóku Marie Antoinette af lífi. ÞETTA GERÐIST Drottningin í fallöxina Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.