Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 26

Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 26
26 16. október 2004 LAUGARDAGUR Það eru liðin tvö ár frá því aðÞórunn Antónía Magnúsdótt-ir flutti til Bretlands eftir að hafa undirritað plötusamning við BMG-útgáfuna. Hún ákvað að freista gæfunnar og fór út með tvær hendur tómar. Það var svo í gegnum upptökustjórana The Away Team sem hún komst í sam- band við lagahöfundinn Wayne Murray. Saman mynda þau dúett- inn The Honeymoon í dag. Fyrsta breiðskífa þeirra, Dialogue, kom svo út í Bretlandi fyrir skemmstu, og svo loks á Íslandi í vikunni. „Ég hitti The Away Team þegar þeir voru að vinna að fyrstu plötu Leaves á Íslandi. Við urðum góðir vinir og vorum að grínast með það að vinna saman, Svo fékk ég sím- tal frá þeim og ég kom hingað. Þeir stungu upp á því að ég og Wayne færum í hljóðver saman í viku og sjá hvað myndi gerast,“ segir Þórunn. Þetta var ást við fyrstu laga- smíð, og dúettinn The Lovers varð til. Undir því nafni spiluðu þau sína fyrstu tónleika saman á Airwaves-hátíðinni í fyrra. Önnur sveit átti tilkall til nafnsins og þau neyddust til þess að skipta yfir í The Honeymoon, og undir því nafni spila þau á Listasafni Reykjavíkur á hátíðinni, á laugar- daginn í næstu viku. Tónlist dúettsins er mjög minimalísk, oftast samansett af einföldu gítarspili og lítillátum töktum. Raddir þeirra beggja eru hárfínar og sykursætar. Nafn sveitarinnar The Honeymoon gef- ur þannig ágætismynd af tónlist- inni. Í Bretlandi eru þau markaðs- sett sem undarlegt par, sem örlög- in leiddu saman. Jafnvel kynning- armynd sem gerð var um sveitina sýnir þetta, hvernig Þórunn fer frá snævi þöktu Íslandi yfir til Bretlands. Útkoman er eins og blanda af pólskri kvikmynd, úr smiðju Kieslowski, og danskri sjónvarpsmynd. Tvöfalt líf Þór- unnar? „Þórunn er alveg bókað mál hrifin af mér,“ segir Wayne og þau hlæja bæði. „Þetta varð bara að brandara á milli okkar. Við höfum þekkst lengi núna, en það hafa aldrei verið neistar á milli okkar. Við erum ekki alveg eins og systkini. Við erum nánari en vinir, en við erum ekki elskend- ur.“ Í þessari fyrstu samstarfsviku þeirra sömdu þau meðal annars nokkur af þeim lögum sem svo enduðu á plötunni. Þar á meðal fyrstu smáskífuna Passive Agressive sem verður gefin út snemma á næsta ári. Það voru tískublöðin sem kveiktu fyrst á The Honeymoon í Bretlandi. Eftir að platan kom út hafa þau fengið mjög blíðar við- tökur í blöðum á borð við Arena og The Face. Verstu dómanna fengu þau hins vegar í NME, sem er þekkt fyrir harðneskju. Það er svolítið erfitt að stað- setja The Honeymoon á tónlistar- kortinu. Þau búa bæði yfir sykur- sætum poppmelódíum sem hefur gefið þeim færi á að hita upp fyr- ir tónlistarmenn á borð við Nelly Furtado og Darren Hayes. En samt er eitthvað svalt við tónlist- ina líka, eins og hún sé smíðuð fyrir kvikmyndir. „Það getur oft verið stærsti Akkilesarhæll tónlistarmanna hér í Bretlandi ef pressan á erfitt með að skilgreina tónlistina. Þá verða sjálfstæðu blöðin varari um sig og vilja síður skrifa um sveitirnar. Popppressan verður svo vör um sig af því að þeir halda kannski að við séum of mikið út á kantinum,“ segir Wayne að lokum, greinilega búinn undir alla möguleika. Brúðkaupsferðin er þó bara rétt að byrja og líklega verða þau á tónleikaferðalagi út árið. Snemma á næsta ári ætti svo lag- ið þeirra Passive Agressive að poppa upp í sjónvarpi og útvarpi víðs vegar um heim. ■ ÞÓRUNN ANTÓNÍA OG WAYNE MURRAY Mynda saman dúettinn The Honeymoon, eftir að þau urðu að skilja við nafnið The Lovers. Hveitibrauðsdagarnir eru rétt að byrja Mazda3 T 5HB 1,6 l kostar a›eins 1.795.000 kr. Aukahlutir á mynd: álfelgur og flokuljós Mazda3 – margver›launa›ur bíll á ótrúlegu ver›i H im in n o g h a f - 9 0 4 0 4 7 0 Fyrsta breiðskífa Þórunnar Antóníu Magnúsdóttur og Wayne Murray, Dialogue, kom út í Bretlandi fyrir skemmstu. Þau segjast vera nánari en vinir, en samt ekki elskhugar. Birgir Örn Steinarsson hitti þau í London og ræddi um ástina og líf tónlistarmanna í Bretlandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.