Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 16. október 2004 29 Hera Huld Hákonardóttir er ein af yngstu prinsessum Íslands. Sjálf- skipuð auðvitað, en örugglega mesta prinsessan í hjörtum þeirra sem þekkja hana. Í skápum prins- essulegs herbergis hennar hanga á herðatrjám litríkir prinsessu- kjólar, drottningaskór, perlur, fjaðrir og kórónur. Herbergið hæfir höll sannrar konungsfjöl- skyldu og við einn vegginn er stórt snyrtiborð með gylltum spegli. Þar situr Hera Huld drjúgum stundum og veltir fyrir sér heims- málunum meðan hún bíður þess að verða alvöru prinsessa. „Ég ætla einn góðan veðurdag að verða alvöru prinsessa því það er örugglega svo skemmtilegt. Þá ræður maður yfir konungsríkinu, á fallegustu föt í heimi og kórónu úr skíra gulli með eðalsteinum og alls konar skrauti. Ég vil samt eng- an kóng eða prins; bara son. Hann verður þá prinsinn og ég drottn- ingin. Mér finnst synir svo sætir. Ég vil heldur engan pabba í höll- inni fyrir soninn. Þess þarf ekki alltaf. Ég vil bara eiga hann ein.“ Greinilega sjálfstæð prinsessa sem bætir við að prinsinn muni verða hjálplegur í höllinni og gera margt og mikið sem synir gera fyrir mæður sínar. Á meðan geti hún verið góð, fín og falleg. „Ef ég verð ekki prinsessa langar mig að verða heimsfræg leikhúskona sem leikur prinsess- ur í bíómyndunum eða sirkus- stjarna sem gengur á línu og stendur uppi á hesti. Þær eru í flottustu sirkusbúningunum og fallegastar.“ Frá fæðingu hefur afi Heru Huldar kallað hana drottningu og pabbi hennar kallað hana rós. „Það er vegna þess að þeim þykir vænt um mig, en líka af því að ég er oftast prinsessan á heimilinu. Ég fer mikið í prinsessuleik með Barbídúkkurnar mínar en leik mér aldrei með kallinn nema ef ég er ein og þá er hann prinsinn. Ég er of feimin að leika prinsa eða kónga fyrir framan aðra.“ Hún segist viss um að vera prinsessa í hjarta sínu því alvöru prinsessur þurfi að vera góðar við dýr og alla, kurteisar og ekki of heimtufrekar og stjórnsamar. „Amma spurði mig hver væri langbest í heiminum og ég sagði henni að það væri ég sjálf. Prinsessan í fjölskyldunni.“ „Ég var kannski níu ára gömul þeg- ar ég stóð í biðröð hjá tveimur drátthögum stúlkum í bekknum og bað þær að teikna fyrir mig prinsessur því mínar voru ekki jafn flottar. Og þær teiknuðu handa mér himneskar prinsessur með kórónur í bleikum kjólum og með mikið og sítt hár,“ rifjar Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélagsins og ein af sterkustu kvenréttindakonum lýðveldisins, upp. „Hollywood-myndirnar voru ekki lítill áhrifavaldur. Ég var í hópi smástelpna sem vildu verða leikkonur, söngkonur, dansmeyjar eða sunddrottningar, eins og kvik- myndastjörnurnar, en þegar ég stálpaðist las ég bækur um stúlkur sem voru hetjur. Þar var ekki minnst á fegurð þeirra heldur hve þær voru hugprúðar og duglegar að berjast fyrir minni máttar, sigra óvini og bjarga fjölda manns. Þess- ar stúlkur urðu mínar hetjur þótt mér yrði líka alltaf starsýnt á fallegu konurnar í bíómyndunum.“ Prinsessudraum stúlkna telur Guðrún vera daumsýn um að verða eftirsóknarverður, elskaður og hamingjusamur. „En hver kemur þessu inn hjá okkur geri ég mér ekki grein fyrir, þótt kynslóð eftir kynslóð sjái mað- ur þetta gerast. Ég sá dóttur mína ganga í gegnum prinsessuskeiðið og nú ömmustelpurnar mínar sog- ast inn í eitthvert bleikt tímabil. Það sem ég óttast nú mjög er hvernig prinsessur nútímans eru meira og minna afklæddar og gerð- ar að kynverum. Það sem litlar stúlkur dá og reyna að herma eftir hefur mjög sterkt kynlífsyfirbragð á sér. Þær eru hvorki búnar að taka fullorðinstennur né kunna stafróf- ið þegar þær eru komnar í kynæsandi klæðnað sem engan veginn klæðir börn. Innrætingin er svo miklu sterkari núna með nú- tímafjölmiðlum en þegar við hinar eldri dáðumst að prinsessum ævin- týranna. Nú dilla sér hálfnaktar söngkonur kynferðislega fyrir framan börnin því þau eru aðal- áhorfendurnir og aðdáendurnir. Börn eru þannig notuð sem neyt- endur í hagnaðarskyni og það er ekki bara óviðunandi heldur bein- línis ámælisvert og hættulegt.“ Guðrún segir sannar prinsessur vera hugprúðar, góðviljaðar, hjartahreinar og með sterka rétt- lætiskennd. Þær eru líka snjallar og liðsinna þeim sem minna mega sín, um leið og þær berjist fyrir rétti sínum og annarra. En skyldi þá prinsessudraumurinn vera ástæða þess að hún fór í forseta- framboð 1996? „Nei, alls ekki. Sú ákvörðun var frekar framhald á reynslu minni í störfum fyrir Kvennalistann. Ég vissi að hægt væri að standa upp og gerast málsvari ákveðinna hug- sjóna. Vildi verða verkfæri þeirra. Mér líður vel þegar ég held ég sé að gera gagn. Þá er miklu meiri til- gangur með lífinu.“ Prinsessur nútímans hálfnaktar kynverur Vill son en engan kóng HERA HULD HÁKONARDÓTTIR 7 ÁRA PRINSESSA GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR LÆKNIR OG FORSTJÓRI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.