Fréttablaðið - 16.10.2004, Síða 46

Fréttablaðið - 16.10.2004, Síða 46
34 16. október 2004 LAUGARDAGUR Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kirkjan eigi að taka þátt í þjóðfélags- umræðunni en óttast að sá pólitíski rétt- trúnaður sem ríkjandi er í samfélaginu geti sett henni skorður. Sveinn Guðmarsson ræddi við Karl um líkurnar á aðskilnaði ríkis og kirkju, kirkjuþing og veikindi í fjölskyldunni. NAFN: Karl Sigurbjörnsson. FÆDDUR: Í Reykjavík 5. febrúar 1947. MENNTUN OG STÖRF: Guðfræð- ingur frá Háskóla Íslands 1973. Sóknarprestur í Vestmannaeyjum 1973-74. Sóknarprestur í Hallgríms- kirkju frá 1975-98. Biskup Íslands frá 1998. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Krist- ínu Þórdísi Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn. BÓKIN Á NÁTTBORÐINU: Faðir Arseny en þar er sagt frá rússnesk- um presti í gúlaginu. MORGUNMATUR: Jógúrt og kaffi. SÍÐASTA KVIKMYND SEM BISK- UPINN SÁ: Shrek 2 (frábær mynd, segir biskup). FJÖLSKYLDUBÚGREININ: Faðir hans, Sigurbjörn Einarsson, var biskup í hartnær aldarfjórðung en auk þess hafa þrír af bræðrum hans skrýðst prestshempunni. Tengda- sonur Karls, Sigurður Arnarsson, er sömuleiðis prestur. GUÐSMAÐUR Í HÚÐ OG HÁR Örugglega umdeildur Það er eflaust ekki á allravaldi að gegna embættibiskups Íslands. Til fárra eru gerðar jafn strangar kröfur um rétta breytni og þýða lund en jafnframt er til þess ætlast að biskupinn sé hvort tveggja í senn íhaldssamur og framsækinn. Svo þarf hann að ganga í fjólublárri skyrtu. Það er reyndar ekki að sjá að þessi atriði valdi Karli Sigur- björnssyni miklu hugarangri því hann er léttur í lund á skrifstofu sinni þar sem hann undirbýr sig fyrir kirkjuþing sem hefst í dag. Það er líka eitt og annað til að gleðjast yfir. Tvíbent staða kirkjunnar Staða kirkjunnar er býsna sterk ef marka má niðurstöður skoðana- könnunar sem birtar voru í vik- unni. Þar kom fram að ríflega helmingur landsmanna telur Þjóð- kirkjuna standa styrkum fótum í  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.