Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 47

Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 47
samfélaginu og fjöldi þeirra sem álítur sig eiga mikla samleið með kirkjunni hefur vaxið á undan- förnum árum. Karli finnst sjálf- um að kirkjan sé að mörgu leyti sterk, sérstaklega í hinu ytra til- liti. Stærstur hluti þjóðarinnar telur sig tilheyra henni og níutíu prósent barna eru skírð á fyrsta ári. „Á hinn bóginn sér maður ým- islegt sem maður upplifir sem mikla veikleika,“ segir Karl. „Kirkjan er veik í hinu opinbera lífi þar sem hún hefur á vissan hátt færst út á jaðarinn í skoðana- mótun, sem áhrifavaldur á menn- ingu okkar og samfélag.“ Aðskilnaður ekki í sjónmáli Margir eru þeirrar skoðunar að kirkjunni væri akkur í því skera alfarið á tengslin við ríkið. Könn- unin frá því í síðustu viku sýndi enn einu sinni að meirihluti þjóð- arinnar er fylgjandi slíku fyrir- komulagi. Karl bendir á að hér- lendis sé samband ríkis og kirkju ekki eins náið og fólk almennt heldur en þó viðurkennir hann að þrýstingur í þessa átt sé vissulega til staðar. „Fyrir nokkrum árum taldi ég nokkuð ljóst að þetta væri alveg handan við hornið. Ég er ekki eins viss núna. Mér finnst þróunin í Evrópu ekki eins ein- dregin í þessa átt eins og var. Lykilspurningin í þessum efnum hlýtur að vera hvernig menn sjái aðskilnaðinn fyrir sér.“ Karl nefnir að í ýmsum löndum þar sem löggjafinn hefur skorið á þessi tengsl sé sambandið engu að síður náið. „Í Frakklandi má segja að hið veraldlega samfélag sé rík- istrúin eins og umræðan um blæjunotkun múslima ber með sér. Samt sem áður á franska ríkið og rekur flestar kirkjubyggingar í landinu og forsetinn skipar erki- biskupa landsins. Í Svíþjóð hefur sömleiðis verið höggvið á þetta samband en þar er engu að síður áskilið að konungsfjölskyldan sé í sænsku kirkjunni.“ Talið berst að Bandaríkjunum þar sem samband ríkis og kirkju er nánast ekkert en samt er stjórn- málaumræðan lituð af trúarbrögð- um. Karl segir það athyglisverða þverstæðu að í löndum þar sem þjóðkirkjur eru, eins og á Norður- löndunum, heyrir trúarleg orð- ræða í pólitík til undantekninga á meðan hún er nánast regla í Bandaríkjunum þar sem aðgrein- ingin á milli ríkis og kirkju er alger. „En ég veit ekki hvort það segir svo mikið um kristin áhrif í sjálfu sér. Það er ekki sjálfgefið að þeir séu alltaf trúaðastir sem flagga mest Guðs nafni,“ bætir hann við, íbygginn á svip. Kirkjan kefluð? Tæpur helmingur þjóðarinnar telur að kirkjan eigi að taka ríkari þátt í þjóðfélagsumræðunni á meðan fjörtíu prósent segja að það sé ekki hennar hlutverk. Það er auðheyrt að biskupi finnst ekki létt að svara þessari spurningu með einföldum hætti. Hann játar að predikunin hljóti að hafa pólit- ísk áhrif í þeim skilningi að fjalla á gagnrýninn hátt um málefni samfélagsins en hins vegar má hún ekki vera flokkspólitísk. „Á hinn bóginn hefur presturinn full- an rétt til að tjá sig um sínar skoð- anir, hefur auðvitað málfrelsi og skoðanafrelsi eins og aðrir. Hann verður aftur á móti að gæta þess á hvaða vettvangi hann talar,“ segir Karl og undirstrikar þar með muninn á því að tjá sig úr predik- unarstól og við önnur tækifæri. Kirkjan hefur látið sig varða hag þeirra sem minna mega sín og Karl viðurkennir að slíka gagn- rýni megi hæglega afgreiða sem flokkapólitík. „Það er auðvelt að vera dreginn í dilka og maður hefur lent í því að vera stimplað- ur. Kirkjunni ber hins vegar skylda til að tala máli þeirra sem troðið er á,“ segir biskup og neitar því ekki að kirkjan fái oft bágt fyrir að blanda sér inn í þjóð- félagsumræðuna með þessum hætti. „Þetta er bara eitt einkenni okkar samtíðar. Það hefur þrengst um hina opnu samræðu og mikil skoðanastýring viðgengst í sam- félaginu. Hér ríkir pólitískur rétt- trúnaður sem veitir afskaplega lítið svigrúm og þeir sem stíga út fyrir þá línu eru umsvifalaust gerðir ómarktækir.“ Þegar biskup er spurður hvort hann hafi kynnst þessu persónulega svarar hann ekki beint en segist verða var við þetta í umræðunni, bæði innan- lands og utan, og bendir á mál frambjóðanda ítölsku ríkisstjórn- arinnar sem í síðustu viku var hafnað í framkvæmdastjórn ESB vegna kaþólskra skoðana sinna. Vona að ég meiði ekki marga Sem æðsti embættismaður Þjóð- kirkjunnar hlýtur Karl Sigur- björnsson stundum að velta því sér hvaða augum landsmenn líti sig. Karl er tregur til að leggja mat á eigin stöðu en telur þó að vel megi vera að hann sé umdeild- ur. „Þegar Árna prófasti Þórarins- syni var sagt að allir elskuðu hann á hann að hafa sagt að slíkur endemis aumingi væri hann nú ekki. Ég held að engum biskupi eða presti takist að gera öllum til geðs. Ég geri mér vel grein fyrir því að ég er langt í frá óskeikull maður og hef alls konar galla. Ég vona bara að ég meiði ekki mjög marga því það vil ég ekki.“ Á hinn bóginn segist biskup meðvitaður um styrk embættis- ins. „Vegna hefðarinnar og sögunnar held ég að biskups- embættið hafi alltaf haft mjög sterka stöðu í okkar menningu og samfélagi, hver svo sem hefur gegnt því, og ég er ábyggilega þeirra lélegastur,“ segir hann af mikilli hógværð. Í takt við tíðarandann? Karl er þeirrar skoðunar að kirkj- unni hafi heppnast afar vel að bregðast við samtíð sinni og bend- ir á grósku í safnaðarstarfi og fjölbreytni í helgihaldi máli sínu til stuðnings. „Kirkjan hefur sýnt meiri sveigjanleika í sínum starfsháttum en maður hefði getað ímyndað sér.“ Samt telja margir að kirkjan hafi ekki lagað sig að væntingum nútímasam- félags og nefna menn gjarnan málefni samkynhneigðra í því sambandi. Karl vill greinilega stíga varlega til jarðar í þessum efnum. „Við horfum upp á mjög róttæk viðmiðahvörf í vestrænni menningu. Kynlífshegðun, hvatir, sambúðarform og samlífs- mynstur sem áður voru talin óhugsandi, jafnvel óeðli, eru nú talin sjálfsögð og eðlileg og þarna hlýtur að verða að doka við og spyrja hvort við séum á réttri leið.“ Þegar Karl er spurður hreint út hvort hann telji að gefa eigi samkynhneigða saman í kirkjum landsins segir hann ein- faldlega að sín persónulega skoð- un skipti ekki öllu heldur að málið sé hugleitt af virðingu fyrir öllum sjónarmiðum. Máttur bænarinnar Fyrr á árinu bárust fregnir af því að dóttir Karls hefði fengið alvar- lega heilablæðingu en til allrar hamingju hefur hún náð sér ótrú- lega vel á strik. Karl segir að fjöl- skyldunni allri hafi verið sýndur ómetanlegur stuðningur þegar veikindin fréttust. Hann neitar því ekki að við slíkar aðstæður reyni á trúna. „Hins vegar finnur maður líka styrk við að vita sig borinn á bænarinnar örmum. Jafnvel þótt manns eigin trú og bæn bresti þá er alveg ómetanlegt að finna fyrir því að aðrir biðja fyrir manni. Það er manni ein áminning um að trú- in er samfélag sem styður mann þegar eigið þrek er á þrotum. Þá er maður samt borinn uppi af fyrirbæn og kærleika.“ ■ LAUGARDAGUR 16. október 2004 Kynlífshegðun, hvatir, sambúðar- form og samlífsmynstur sem áður voru talin óhugsandi, jafnvel óeðli, eru nú talin sjálfsögð og eðlileg og þarna hlýtur að verða að doka við og spyrja hvort við séum á réttri leið. ,,                                         !           "    #                                   $%   &      '   (   ) !   "#   $  "    %    &        &      $   % &     ' &           $    (     )  **+ ,#,*-     .#&." /    0    .1&.2  /  )  *1# *2##-     ..&.2 /  .1&.2 0    .1&.2 *      (     + (   ,' , 

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.