Fréttablaðið - 16.10.2004, Qupperneq 50
38 16. október 2004 LAUGARDAGUR
Við óskum...
FH-ingum hjartanlega til hamingju með 75 ára afmælið sem félagið heldur upp á í dag. Árið er búið að vera glæsi-
legt hjá félaginu, knattspyrnuliðið landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli og frjálsíþróttakonan Þórey Edda
Elísdóttir margbætti Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki og hafnaði í fimmta sæti á Ólympíuleikunum í
Aþenu. Til hamingju með daginn!
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
13 14 15 16 17 18 19
Laugardagur
OKTÓBER
HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka
í handknattleik mættu franska
liðinu Créteil í öðrum leik sínum í
Meistaradeildinni í gærkvöld en
leikið var í Frakklandi. Hið unga
lið Hauka bar enga virðingu fyrir
franska liðinu og veitti því harða
keppni allt til loka. Það vantaði
aftur á móti herslumuninn hjá
Haukunum og þeir hófu enda-
sprettinn of seint og töpuðu leikn-
um, 34-31. Engu að síður ágæt
frammistaða hjá Hafnfirðingum
gegn sterku frönsku liði en þeir
geta mun betur en þeir sýndu í
gær.
Haukarnir mættu gríðarlega
vel stemmdir til leiks og skoruðu
tvö fyrstu mörkin. Leikurinn jafn-
aðist fljótlega í kjölfarið en
Frakkarnir tóku forystuna í leikn-
um um miðbik hálfleiksins. Það
gátu þeir að stóru leyti þakkað
ísraelskum dómurum leiksins
sem drógu taum heimamanna
lengi vel. Þeir hættu þó fljótlega
heimadómgæslunni og þá komust
Haukarnir í gang á nýjan leik.
Með geysilegri baráttu,
grimmd og vel skipulögðum sókn-
arleik tóku þeir leikinn í sínar
hendur á nýjan leik og leiddu með
einu marki, 14-15, þegar skammt
var eftir af fyrri hálfleik. Þá kom
slæmur kafli hjá Haukum í anda
handboltalandsliðsins og síðustu
mínútur hálfleiksins voru eign
Frakkanna. Þeir skoruðu fjögur
síðustu mörkin og gengu til bún-
ingsherbergja með þriggja marka
forystu, 18-15.
Haukarnir voru meira og
minna í eltingarleik í síðari hálf-
leik. Frakkarnir litu út fyrir að
stinga af í stöðunni 27-21 en Hauk-
arnir neituðu að gefast upp. Þeir
áttu fínan endasprett í leiknum og
voru ekki fjarri því að jafna leik-
inn og leikurinn var galopinn er
Haukarnir minnkuðu muninn í 32-
30. Þá stigu Frakkarnir á bensínið
á ný og með hjálp ísraelsku dóm-
aranna kláruðu þeir leikinn, 34-31.
Það var sómi að sóknarleik
Haukanna en varnarleikurinn
felldi þá. Tæknifeilar í sókninni
gáfu Frökkunum líka nokkur ódýr
hraðaupphlaupsmörk sem reynd-
ust dýr þegar upp var staðið.
Andri Stefan átti stórleik hjá
Haukunum og skoraði mörk í öll-
um regnbogans litum. Svo sannar-
lega efnilegur strákur þar á ferð
sem hefur tekið stórstígum fram-
förum og verður fljótlega horfinn
í atvinnumennsku ef hann heldur
uppteknum hætti. Þórir Ólafsson
skoraði einnig falleg mörk og
Birkir Ívar varði vel en tók fáa
bolta þegar mest á reyndi undir
lokin.
Senuþjófur kvöldsins var þó
Halldór Ingólfsson sem átti frá-
bæra innkomu í síðari hálfleik.
Hann skoraði góð mörk og lék fé-
laga sína uppi hvað eftir annað og
það skilaði nánast ítrekaði marki
eða vítakasti. Það var reyndar
svolítið skrítið að sjá hversu
klaufskur Halldór var í vítaköst-
unum en hann er venjulega örygg-
ið uppmálað á punktinum. Þrjú
vítaköst fóru í súginn og það
reyndist einnig dýrt þegar upp
var staðið.
Mikið munaði um það hjá
Haukunum að Ásgeir Örn Hall-
grímsson var heillum horfinn í
leiknum og skoraði ekki fyrr en
tæpar þrjár mínútur voru eftir af
leiknum. Það segir okkur að mikið
vantaði upp á hjá Haukunum að
þessu sinni og árangur liðsins í
leiknum er enn betri þegar horft
er til þess að þeirra besti maður
var nánast ekki með allan leikinn.
Þetta franska lið er síst betra en
Haukar og þeir eiga vafalítið eftir
að hefna tapsins á heimavelli –
þeir hafa svo sannarlega getuna
til þess.
Mörk Hauka: Andri Stefan 9,
Þórir Ólafsson 6, Halldór Ingólfs-
son 6/4, Vignir Svavarsson 4, Gísli
Jón Þórisson 3, Ásgeir Örn Hall-
grímsson 2 og Jón Karl Björnsson
1. Birkir Ívar Guðmundsson varði
17 skot og Jónas Stefánsson 2.
henry@frettabladid.is
Vörnin felldi Hauka
Haukar veittu franska liðinu Créteil ágæta keppni í Meistaradeildinni.
Slakur varnarleikur varð þeim þó að falli á endanum. Þeir eru því stiga-
lausir eftir fyrstu tvo leikina í keppninni.
■ ■ LEIKIR
14.00 Stjarnan og ÍBV mætast í
Ásgarði í 1. deild kvenna í hand-
bolta.
16.15 Grótta/KR og ÍR mætast á
Seltjarnarnesi í suðurriðli 1. deild-
ar karla í handbolta.
16.15 Víkingur og FH mætast í
Víkinni í 1. deild kvenna í hand-
bolta.
■ ■ SJÓNVARP
11.10 Upphitun á Skjá einum.
Hitað upp fyrir enska boltann.
11.40 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Birming-
ham og Manchester United í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
13.05 K-1 á Sýn.
13.40 Á vellinum með Snorra Má
á Skjá einum.
14.00 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Arsenal
og Aston Villa í ensku úrvals-
deildinni í fótbolta.
14.00 Íslandsmótið í handbolta á
RÚV. Bein útsending frá leik
Stjörnunnar og ÍBV í 1. deild
kvenna í handbolta.
15.30 Handboltakvöld á RÚV.
16.00 Íslenski handboltinn á
RÚV. Bein útsending frá leik
Gróttu/KR og ÍR í 1. deild karla í
handbolta.
16.10 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik
Manchester City og Chelsea í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
16.20 Mótorsport 2004 á Sýn.
Sýnt frá torfærukeppni í Noregi.
16.50 Meistaradeildin í handbol-
ta á Sýn. Bein útsending frá leik
Creteil og Hauka í meistaradeild
Evrópu í handbolta.
18.20 Ítalski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Juventus og
Messina í ítölsku A-deildinni í fót-
bolta.
20.25 Spænski boltinn á Sýn.
Útsending frá leik Español og
Barcelona í spænsku úrvals-
deildinni í fótbolta.
22.05 K-1 á Sýn.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóriManchester United, hefur ákveð-
ið að hvíla Wayne Rooney í leiknum
í dag gegn
B i r m i n g h a m .
Ástæðan er álagið
sem hefur verið á
Rooney sökum
landsleikja Eng-
lendinga í und-
ankeppni HM.
Ferguson vill hafa
Rooney í topp-
formi gegn Sparta
Prag í Meistaradeild Evrópu á þriðju-
daginn. Þá er Louis Saha stiginn upp
úr hnémeiðslum sínum og verður í
fullu fjöri gegn Birmingham. Eru það
gleðitíðindi fyrir United-aðdáendur.
Tölverð meiðsli eru í herbúðumBarcelona um þessar mundir.
Ludovic Giuly, Gerard Lopez og Sil-
vinho eru allir meiddir
og er það áhyggjuefni
fyrir Frank Rijkaard,
þjálfara liðsins.
Barcelona er í efsta sæti
spænsku deildarinnar
og hefur unnið fimm af
sex leikjum tímabilsins.
Einhverjar vangaveltur eru um aðbreyta þriggja stiga reglunni í
NBA-körfuboltanum í Bandaríkjun-
um. Stu Jackson,
varaforseti NBA,
segir að reglunum
verði ekki breytt
eins og hendi sé
veifað en fullyrðir
að forráðamenn
deildarinnar séu
ávallt tilbúnir að
gera breytingar,
séu þær íþróttinni
til góðs. „Þriggja stiga körfur eru
orðnar stór hluti af sóknaraðgerðum
liða í dag og við viljum skoða hvaða
áhrif það hefði á leikinn í heild ef
þriggja stiga karfan yrði afnumin,“
sagði Jackson.
Að sögn Davids O’Leary, knatt-spyrnustjóra Aston Villa, er hann í
þann mund að gera nýjan fjögurra
ára samning við
félagið. Vonast
menn þar á bæ til
að málið verði frá-
gengið í næstu
viku. Sjálfur er
O’Leary spenntur
fyrir að framlengja
dvöl sína. „Mig
langar að vera
maðurinn sem
kemur félaginu á þann stað þar sem
það á heima,“ sagði O’Leary.
Rússar geta verið sáttir við tennis-konuna Elena Bovina en hún sló
Venus Williams út úr keppni á
Kreml-bik-
armótinu í
M o s k v u .
Bovina er
komin í
undanúrslit
á mótinu
en Willi-
ams situr
eftir með
sárt ennið. „Uppgjafir mínar voru
mér ekki að skapi í dag,“ sagði Willi-
ams, sem keppti síðast á Opna
bandaríska meistaramótinu. Bovina
sagðist alltaf hafa ætlað að halda
stjórninni á viðureigninni við Willi-
ams. „Það var ekki auðvelt en það
tókst. Hún komst aldrei inn í leikinn,“
sagði Bovina.
Niðurstöðu er að vænta í dag umhvaða lið í Formúlu 1 kappakstr-
inum hreppir Jenson Button. Button
hóf ferilinn hjá
liði Williams fyrir
fjórum árum síð-
an en skipti yfir í
BAR árið 2002.
Það kom mörg-
um á óvart í
haust þegar
Button tilkynnti
að hann væri á
förum frá félag-
inu en honum
hefur gengið
ágætlega og er í þriðja sæti öku-
manna á tímabilinu. Svo virðist sem
slagurinn um kappann verði milli
Williams og BAR og er útlit fyrir lang-
an fund milli forráðamanna liðanna
og lögfræðinga Buttons.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Hildur Sigurðardóttir er hjá sænska liðinu Jämtland Basket:
Fyrsti deildarleikurinn er í dag
KÖRFUBOLTI Hildur Sigurðardóttir er
eina íslenska körfuboltakonan sem
spilar í atvinnumennsku í vetur en
hún samdi við sænska liðið
Jämtland Basket fyrir þetta tímabil.
Hildur og félagar hennar spila sinn
fyrsta deildarleik í dag en hafa unn-
ið tvo góða sigra á Sundsvall í síð-
ustu æfingaleikjum fyrir mótið.
Hildur skoraði 21 stig í fyrsta leik
sínum í höllinni Östersund og hefur
fengið mjög góða dóma fyrir byrjun
sína hjá liðinu. Hildur skoraði 12
stig í seinni leiknum þrátt fyrir að
leika meidd á læri en auk þess hefur
hún verið dugleg að skapa færi
fyrir félaga sína í liðinu. Þjálfarinn
Hasse Widell hrósar Hildi á heima-
síðu félagsins. „Hún spilaði í 30
mínútur og gerði það vel. Bara ef
aðrir gerðu sér grein fyrir því
hversu góð hún er því þá gætum við
orðið sterkt lið,“ sagði Widell. Hild-
ur er önnur af tveimur erlendum
leikmönnum liðsins, hin er banda-
ríski miðherjinn Dionne Brown.
Jämtland Basket spilar tvo fyrstu
leiki sína á heimavelli, þann fyrri
gegn nýliðum Växjö Queens á
morgun en svo gegn Visby Ladies
um næstu helgi, það lið komst í úr-
slitakeppnina í fyrra. Jämtland
Basket endaði í 9. sæti sænsku
deildarinnar í fyrra og var einu sæti
frá því að komast í úrslitakeppnina
þangað sem stefnan hefur verið sett
í ár. Hildur hefur verið valin besti
leikmaður íslensku kvennadeildar-
innar síðustu tvö tímabil og það
verður spennandi að fylgjast með
því hvernig henni gengur að fóta sig
í sterkri sænskri deild. ■
EM U19 kvenna:
Tilvalið á
afmælisári
sambandsins
FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Ís-
lands hefur lagt inn umsókn til
UEFA um að halda lokakeppni
Evrópumóts U19-landsliða kven-
na árið 2007 en KSÍ á einmitt 60
ára afmæli sama ár. Að mörgu er
að hyggja varðandi umsókn um
lokakeppni af þessu tagi og liggur
mikil vinna á bak við umsókn KSÍ.
Síðar í mánuðinum er von á full-
trúum UEFA hingað til að lands til
að líta á aðstæður, skoða hótel,
knattspyrnuvelli og fleira.
Ákvörðun UEFA um staðsetningu
lokakeppninnar liggur væntan-
lega fyrir í byrjun næsta árs en
úrslitakeppnin 2005 fer fram í
Ungverjalandi. Úrslitakeppnin er
skipuð átta liðum sem verður
skipt í tvo riðla. ■
HILDUR BYRJAR VEL Hildur Sigurðar-
dóttir hefur staðið sig vel í æfingaleikjum
með Jämtland Basket.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
AL
LI
ANDRI STEFAN Átti stórleik í Frakklandi í gær og skoraði níu mörk í öllum regn-
bogans litum.