Fréttablaðið - 16.10.2004, Síða 53
41LAUGARDAGUR 16. október 2004
Kringlunni
Kringlukast í Skífunni
25% afsláttur
Quara
shi
FYLGI
R MEÐ
!*
Quarashi
plötunni Guerilla Disco
*gildir á meðan birgðir endast
af nýju
Áritun kl. 15 í Skífunni Kringlunni
FRÉTTIR AF FÓLKI
Frábær gangur í Affallinu
Veiðiskapurinn hefur gengið vel
núna undir lok veiðitímans. Sjó-
birtingsveiðin hefur gefið vel og
mikið hefur verið að veiðast af
laxi.
„Þetta var frábær endir á
sumrinu, við fengum 39 laxa í
Miðfjarðará, á þremur dögum,
alla á fluguna,“ sagði Guðmundur
Á. Pétursson, en hann endaði sum-
arið í Miðfjarðará með Birni
Leifssyni á stöng.
Fleiri veiðimenn hafa þessa
sögu að segja af veiðinni núna und-
ir lokin, sumar laxveiðiár voru full-
ar af fiski. Í klakveiðinni í Hrúta-
fjarðará, veiddust yfir 20 laxar og
veiðimaður sem var við veiðar
vestar í Hrútafirði fékk á stuttum
tíma 20 laxa, flesta á fluguna.
Það hafa veiðst um 45 þúsund
laxar í sumar en lokatölur strey-
ma úr veiðiánum þessa dagana.
Rangárnar fara vel yfir 6.000 laxa
og veiðimenn hafa verið að gera
góða túra þangað.
„Ég og veiðifélaginn veiddum
13 laxa í Ytri-Rangá og þetta var
meiriháttar, það er mikið af fiski
þarna,“ sagði veiðimaður sem var
á veiðislóðum, fyrir fáum dögum.
„Veiðin hefur verið mjög góð í
Affallinu í sumar, það hafa veiðst
um 400 laxar og hellingur af sjó-
birtingi og bleikju,“ sagði Guð-
mundur Örn Ingólfsson, en hann
var við veiðar þar fyrir fáum dög-
um, á milli austur- og vestur-Land-
eyja.
„Það er mikið af fiski þarna í
Affallinu, bæði af laxi og silungi,
veiðistaðirnir eru skemmtilegir
og fjölbreyttir,“ sagði Guðmundur
í lokin.
Stærsti sjóbirtingurinn var 13
pund og stærsti laxinn var 14
pund, en veitt er í Affallinu fram
á miðvikudag.
Það er Atlantslax sem leigir
veiðisvæðið og veitt er á þrjár
stangir. ■
VEIÐI: GUNNAR BENDER SKRIFAR UM VEIÐI
VIÐ VEIÐIHÚSIÐ Í AFFALLINU Góð veiði hefur verið í Affallinu í sumar og hafa meðal
annars veiðst yfir 400 laxar.
M
YN
D
/G
U
Ð
M
U
N
D
U
R
H
AU
KU
R
Leikkonan Sandra Bullock hefurunnið dómsmál sem hún höfðaði
gegn verktaka sem sá um
að byggja glæsihýsi fyrir
hana í Texas. Fær hún í
sinn hlut um 500 millj-
ónir króna í skaðabæt-
ur. Verktakinn var sak-
aður um að hafa gert
hvert glappaskotið á
fætur öðru við byggingu
hússins. Fyrir vikið hefur
Bullock aldrei séð sér
fært að búa þar.
Beiðni konu sem hefur setið umleikkonuna Catherine Zeta-
Jones um að tryggingargjald hennar
í fangelsi verði lækk-
að hefur verið hafnað.
Gjaldið er um 70
milljónir króna. Konan
var handtekin þann 3.
júní eftir að hafa áreitt
Jones í tvö ár. Konan
þarf því að dúsa
áfram í fangelsi á meðan dómsmálið
stendur yfir.
Fjölskylda fórnarlambs nasista úrsíðari heimsstyrjöldinni hefur
höfðað mál gegn goðsögninni Eliza-
beth Taylor. Hún er
sökuð um að hafa
keypt málverk eftir
Van Gogh sem
hafði verið stolið í
stríðinu frá fórnar-
lambinu, sem var
gyðingur. Nú vill
fjölskyldan fá mál-
verkið aftur enda telur hún að um
þýfi sé að ræða. Verkið kostaði Taylor
rúmar 17 milljónir króna árið 1963.
Leikararnir Paul Newman, RobertDe Niro, Michael Douglas og Matt
Damon eru á meðal þeirra
Hollywood-stjarna
sem hafa ausið pen-
ingum í kosninga-
sjóð Johns Kerry, for-
setaframbjóðanda
Demókrataflokksins.
De Niro hefur til
dæmis gefið Kerry
um tvær milljónir
króna og Douglas hefur gefið um
eina milljón. Kosningarnar fara fram
þann 2. nóvember.
Óvíst er hvort leikarinnJames Caviezel,
sem fór með aðal-
hlutverkið í The
Passion of the
Christ, verði ráðinn í
hlutverk Súperman í
nýrri kvikmynd um
skikkjuklædda ofur-
mennið. Caviezel hef-
ur mikinn áhuga á
hlutverkinu en leik-
stjórinn Bryan Singer
vill helst ráða óþekktan leikara.
Tónlistarmaðurinn EricClapton hefur misst
ökuleyfi sitt í Frakklandi
eftir að hann var tekinn
fyrir að aka á 216 km
hraða á hraðbraut þar
í landi.
C l a p t o n ,
sem er 59 ára,
ók hátt yfir hámarks-
hraða. Þrátt fyrir að
hafa verið gómaður
var hann ekkert að
æsa sig. Eftir að hafa
borgað sekt upp á tæpar
70 þúsund krónur stillti
hann sér upp í mynda-
töku með laganna vörð-
um, sem sáu varla sólina
fyrir stórstjörnunni.