Fréttablaðið - 09.09.2004, Síða 21

Fréttablaðið - 09.09.2004, Síða 21
21FIMMTUDAGUR 9. september 2004 UMHVERFISMÁL Svokölluð PFS þrá- virk efnasambönd sem teljast hættuleg lífverum finnast hér við land í sýnum úr fiski, hrefnu, seti og í vatnssýnum samkvæmt nor- rænni rannsókn. PFS er samnefn- ari fyrir hóp efna sem berast úr neysluvörum í umhverfið og sýnir könnunin að mengun hérlendis er litlu minni en hjá norrænum ná- grannaþjóðum okkar. Könnunin var gerð haustið 2003 og voru sýni héðan tekin í skólp- hreinsistöðvum í Reykjavík og vatnssýni úr sjónum utan við Gufu- nes. Fundust PFS-efni í nánast öll- um sýnum sem tekin voru en slík efni berast einna helst í umhverfið frá neysluvörum á borð við eld- varnarefni, gólfbóni og rafmagns- vörum. Er talið víst að efnin berist í umhverfið með skólpi, útblæstri og úrgangi. Styrkur efnanna reyndist einna mestur í sjávarspendýrum við Danmörku og Færeyjar og telja vísindamenn að styrkur efn- anna þar nálgist hættumörk. Í hrefnu sem veiddist hér við land var styrkurinn mun minni enda hrefna neðar í fæðukeðjunni en grindhvalir í Færeyjum sem sýni voru tekin úr. Fyrir tveimur árum fór fram sambærileg könnun á svokölluð- um musk-efnasamböndum sem finnast helst í hreingerningar- og snyrtivörum en niðurstöðurnar voru ekki afgerandi og magnið langt undir hættumörkum. ■ Hættuleg þrávirk efni finnast í íslenskum sýnum: Lítt betra en í nágrannalöndum RÓMVERJI Í SJANGHÆ Ítalskir dagar standa nú yfir í Sjanghæ í Kína. Þar á að sannfæra heimamenn um ágæti ítalskrar menningar, tísku og matar. Til að vekja athygli á þessu má sjá menn klædda í búning rómverskra hermanna eins og þeir litu út fyrir 2.000 árum. Qureia um loftárásir: Réttmætt að hefna sín VESTURBAKKINN, AP Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, sagði að Hamasliðar hafi fullan rétt til að hefna sín fyrir loftárás Ísraelsmanna í fyrradag sem kostaði fjórtán Hamasliða líf- ið. Qureia hef- ur verið ó v e n j u g a g n - rýninn á Ísra- ela fyrir árás- ina og þykir yf- irlýsing hans um rétt Hamas til hefnda athyglis- verð, ekki síst fyrir að hann hefur hingað til haldið vissri fjarlægð frá samtökunum sem staðið hafa að sjálfsmorðsárásum í Ísrael. Qureia deilir enn við Jasser Arafat, forseta Palestínu, um völd sín. Fregnir herma að hann hafi hótað Arafat afsögn á fundi þeirra í fyrradag. Hann hefur áður hótað afsögn en ávallt hætt við eftir við- ræður við Arafat. ■ Bobby Fischer: Lögbann á framsalið JAPAN, AP Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák, hefur fengið samþykkt lögbann á áform jap- anskra stjórnvalda um að framselja hann til Bandaríkjanna. Japanskur dómstóll úrskurðaði að hann skyldi ekki framseldur fyrr en dómur hefði fallið í málsókn hans gegn stjórnvöldum til að fá framsalsúr- skurðinn felldan úr gildi. Lögmenn Fischers fögnuðu úr- skurðinum mjög og sögðu hann sig- ur fyrir skjólstæðing sinn. Þau hvöttu japanska innflytjendaeftir- litið til að áfrýja úrskurðinum ekki. „Ef þeir gera það er ómögulegt annað en að skilja meðferð þeirra á þessum einstaklingi öðruvísi en í pólitísku ljósi,“ sögðu þeir. ■ ÞÚSUND HERMENN FALLNIR Yfir þúsund bandarískir hermenn eru nú fallnir í Írak frá því innrásin í landið hófst fyrir um einu og hálfu ári. Donald Rums- feld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði af því til- efni að árangur hefði víða náðst í Írak og varaði andstæðinga Bandaríkjanna við að vanmeta þol þeirra gagnvart mannfalli. SEX FARAST Í LOFTÁRÁSUM Í það minnsta tveir Írakar létust þegar bandarískar herþotur skutu flug- skeytum á borgina Falluja í fyrri- nótt og gærmorgun. Daginn áður létust fjórir og ellefu særðust í loftárásum Bandaríkjahers. ÚTFÖR HAMASLIÐA Loftárás Ísraela sem kostaði fjórtán Ham- asliða lífið hefur vakið mikla ólgu meðal Palestínumanna. ■ ÍRAK SÉÐ YFIR GUFUNES Hættuleg þrávirk efnasambönd finnast í vatnssýnum teknum úr sjónum við nesið. 20-21 8.9.2004 15:41 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.