Fréttablaðið - 09.09.2004, Síða 40

Fréttablaðið - 09.09.2004, Síða 40
■ ■ LEIKIR  19.15 KR og Fjölnir mætast í DHL- Höllinni í Reykjavíkurmóti í körfu.  19.15 ÍR og Valur mætast í Selja- skóla í Reykjavíkurmóti í körfu. ■ ■ SJÓNVARP  17.55 Olíssport á Sýn.  19.05 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn. Fréttaþáttur þar sem fjallað er um bandarísku mótaröðina í golfi.  19.35 European PGA Tour 2003 (Omega European Masters) á Sýn.  20.30 All Strength Fitness Challenge (2:13) á Sýn. Íslenskar fitness-konur kepptu á alþjóðlegu móti á Aruba í Karíbahafi.  21.00 Playmakers (2:11) á Sýn. Leikmenn í NFL-deildinni eru sveipaðir dýrðarljóma. Í þessari leiknu þáttaröð er kastljósinu beint að einu liðanna í ameríska fótboltanum.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Evrópuboltinn frá ýmsum hliðum. 36 9. september 2004 FIMMTUDAGUR Við mælum með... ... að landsliðsþjálfararnir, Ásgeir og Logi, fari að endurskoða það alvarlega að stilla upp þriggja manna vörn í næstu landsleikjum. Miðað við mörkin sem landsliðið hefur fengið á sig í síðustu tveim leikjum væri ekki óskynsamlegt að stilla að minnsta kosti upp í 4-5-1 í næsta leik þá eflaust væri öruggara að stilla upp í hið sívinsæla kerfi 6-3-1. Það hentar okkur betur eins og staðan er í dag. „Fótboltinn er þannig að þegar maður fær ekki eitthvað með sér þá blæs yfirleitt á móti.“ Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári hittir naglann á höfuðið annan leikinn í röð. sport@frettabladid.is 0–1 Eiður Smári Guðjohnsen 39. 1–1 Zoltan Gera 62. 2–1 Sandor Torghelle 76. 2–2 Indriði Sigurðsson 78. 3–2 Imre Szabics 80. DÓMARINN Tom Ovrebo, Noregi Slakur BESTUR HJÁ ÍSLENSKA LIÐINU Eiður Smári Guðjohnsen TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–7 (6–4) Horn 2–4 Aukaspyrnur fengnar 13–24 Rangstöður 4–1 MJÖG GÓÐIR Eiður Smári Guðjohnsen GÓÐIR Arnar Þór Viðarsson Þórður Guðjónsson Kristján Örn Sigurðsson UNGVERJALAND 3–2 ÍSLAND HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Laugardagur SEPTEMBER FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knatt- spyrnu er í frekar vondum málum eftir fyrstu tvo leikina í und- ankeppni HM. Það var reyndar allt annað að sjá til íslenska liðs- ins í Búdapest í gær en á Laugar- dalsvelli um síðustu helgi er við töpuðum fyrir Búlgörum. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu fór liðið tómhent heim og er stigalaust eftir tvo leiki. Það var viðbúið að íslenska lið- ið lægi aftarlega í leiknum og sækti hratt. Það gerði liðið og gerði vel framan af. Vörnin virk- aði örugg og nokkuð líf var í sókn- inni þar sem fyrirliðinn, Eiður Smári, var ákaflega duglegur að sækja boltann og leita félaga sína uppi. Ungverjar voru daufir og ís- lenska liðið fékk einu færi fyrri hálfleiks. Markvörður Ungverja, Gabor Kiraly, varði vel frá Eiði Smára á 36. mínútu en hann kom engum vörnum við þrem mínút- um síðar þegar Eiður stangaði sendingu Þórðar Guðjónssonar af miklu afli í netið. 1-0 fyrir Ísland í hálfleik og fátt sem benti til ann- ars en að íslenska liðið myndi ná hagstæðum úrslitum. Þórður Guðjónsson var klaufi að koma Íslandi ekki í 2-0 á 49. mínútu er hann komst í dauða- færi. Því miður fór skot hans rétt fram hjá. Ungverjar tóku síðan öll völd í kjölfarið og þeir jöfnuðu metin á 63. mínútu er Zoltan Gera skoraði. Þetta mark var upphafið að æsilegum kafla því Sandor Torghelle kom Ungverjum yfir á 76. mínútu en Indriði Sigurðsson jafnaði um hæl með laglegu marki á 78. mínútu. Það mark reyndist skammgóður vermir því Imre Szabics tryggði Ungverjum sigur á 80. mínútu eftir varnarmistök íslenska liðsins. Landsliðsþjálfararnir þurfa margt að laga ef ekki á hreinlega illa að fara í þessum riðli. Varnar- leikurinn virkar alls ekki sann- færandi og Árni Gautur virðist vera í mikilli krísu í markinu. Miðjuspilið hefur ekki verið til staðar í fyrstu tveim leikjunum og spurning hvort landsliðsþjálfar- arnir séu hreinlega að veðja á rétta hesta í þessum stöðum. Frammi virkar Eiður Smári frekar einmana og ekki hjálpar til að Heiðar Helguson er fjarri sínu besta. Fram undan er botnslagur á Möltu og miðað við frammistöð- una í fyrstu tveim leikjunum er ljóst að íslenska liðið getur ekki leyft sér að vanmeta Möltumenn- ina. henry@frettabladid.is BROTIÐ Á HEIÐARI HELGUSYNI Ungversku varnarmennirnir beittu öllum brögðum til að stoppa íslensku sóknarmennina í gær. Hér reyna þeir að stoppa Heiðar Helguson sem er kominn á fleygiferð innfyrir vörnina. AP Drukknuðum í súpunni Íslenska landsliðið er stigalaust í undankeppni HM eftir 2–3 tap í Ung- verjalandi í gær. Liðið hefur fengið á sig sex mörk í tveimur leikjum. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Óhætt er að segjaað íslenski landsliðsmaðurinn, Jón Arnór Stefáns- son, fari vel af stað með nýja félaginu sínu, Dynamo St. Petersburg frá Rúss- landi. Hann hefur nú leikið tvo æfingaleiki á Ítalíu og þetta hefur hann gert í þeim; Í fyrri leiknum, gegn Montcatini skoraði Jón Arnór 11 stig, gaf 7 stoðsending- ar, tók 5 fráköst og stal 3 boltum í 84-76 sigri. Hann gerði enn betur í hinum leiknum en þá skoraði hann 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 3 boltum í 91-81 sigri Dynamo á B.C. Kiev frá Úkraínu. Og þá fréttir af Ís-lendingunum í danska handboltan- um. Skjern, sem fyrrverandi lands- liðsmaðurinn, Aron Kristjánsson þjálfar og Ragnar Óskars- son og Jón Jó- hannsson, leika með, komst í fyrra- dag í 8-liða úrslit dönsku bikar- keppninnar, þegar liðið burstaði Fredericia HK með 25 mörkum gegn 15. Það gekk hins vegar ekki eins vel hjá Århus GF, liði Róberts Gunnars- sonar og Sturlu Ásgeirssonar, en það féll úr keppni þegar liðið tapaði fyrir Álaborg með 34 mörkum gegn 35. Argentínski lands-l i ð s m a ð u r i n n Gabriel Heinze er loksins kominn til Manchester-borgar, þremur mánuðum eftir að hann var keyptur til Manchester United frá Paris St. Germain fyrir sjö milljónir punda. Heinze hefur leikið með argentínska landsliðinu bæði á Suð- ur-Ameríkumótinu og á Ólympíuleik- unum í sumar, þar sem liðið hamp- aði gullverðlaunum. Nokkur pirringur hefur verið í Sir Alex Ferguson vegna þessa en Heinze efast ekki um þátt- töku sína með argentínska landslið- inu. „Ég mun aldrei segja nei við Argentínu en á hinn bóginn vísa ég því alfarið á bug að samband mitt við Manchester United sé slæmt. Nú er kominn tími á að hætta að tala um þessi mál og kominn tími á að ein- beita sér að tímabilinu. Ég get ekki beðið eftir að spila fyrir Manchester United,“ sagði Gabriel Heinze. Og meira umM a n c h e s t e r United. Carlos Queiroz, aðstoðar- maður Sir Alex Ferguson, og fyrrum þjálfari Real Madrid, segir í viðtali við spænska blaðið Marca að það sé engin ástæða fyrir Manchester United að öfundast eitt- hvað út í Real Madrid þegar að fram- herjamálum kemur. „Með kaupun- um á Wayne Rooney, sem við erum virkilega spenntir yfir, höfum við nú fjóra heimsklassa framherja í okkar röðum og þeir eru ekkert síðri en þeir sem Real Madrid hefur innan sinna raða. Það eru spennandi tímar framundan hjá Manchester United og markmiðið er einfalt – við viljum verða besta lið í heimi.“ ÓDÝRAR GÆÐA ÞAK- SKRÚFUR Ál Ryðfríar Galvaniseraðar Heitgalvaniseraðar Söðulskinnur í úrvali Stórhöfða 33 Sími: 577 4100 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska liðsins: Sérlega svekkjandi FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var besti maður íslenska liðsins, skoraði fyrra markið og lagði upp seinna markið. „Þetta var sérstaklega svekkj- andi því mér fannst við spila vel. Í fyrri hálfleik vorum við þéttir baka til og skoruðum gott mark. Hefðum við verið aðeins ákveðn- ari þegar við vorum með boltann og haft aðeins meira sjálfstraust hefðum við getað skorað fleiri mörk því þeir voru veikir í vörn- inni,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen en hann lenti í umdeildu atviki rétt áður en sigurmarkið var skorað. Þá virtist vera brotið á Eiði, ekkert var dæmt, Ungverjar brunuðu upp og skoruðu. En var þetta brot? „Já, þetta var pottþétt brot. Ég var ekki að biðja um gult eða rautt. Bara aukaspyrnu. Við fengum á okkur mark í staðinn og fótboltinn er þannig að þegar maður fær ekki eitthvað með sér þá blæs yfirleitt á móti. Það sýndi sig þarna því þeir voru ekki lengi að refsa okkur.“ Afleitir Norðmenn „Við erum verulega svekktir yfir þessum úrslitum og hvernig við töpuðum leiknum,“ sagði land- sliðsþjálfarinn Ásgeir Sigurvinsson. „Við vorum síst verri aðilinn á vellinum og jafn vel betri ef eitth- vað var. Ég er ekki vanur að gagn- rýna dómara en þessir Norðmenn sem dæmdu hér í dag voru afleitir. Við vissum að við myn- dum þurf að verjast framan af áður en við gátum byrjað að sækja í síðari hálfleik en því miður fáum við á okkur mark þegar við áttum að fá aukaspyrnu. Við erum óánægðir með það.“ SÓTT AÐ HERMANNI Hermann Hreið- arsson sést hér í baráttunni við Ungverjan Peter Simek í leiknum í gær. AP – 40-41 (28-29) sport 8.9.2004 22:34 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.