Fréttablaðið - 09.09.2004, Side 42

Fréttablaðið - 09.09.2004, Side 42
Alan Shearersegist fagna komu Skotans Gra- eme Souness til Newcastle. Hann segir að Souness sé einmitt fram- kvæmdastjórinn sem Newcastle þurfi á að halda. Hann segir Skotann koma með það til félagsins sem Það þurfi einna mest á að halda - aga, innan vallar sem utan. „Hann er framkvæmdastjóri í fremstu röð og ég efast ekki um að góðir tímar séu framundan hjá Newcastle. Ég mun þurfa að berjast fyrir sæti mínu í byrj- unarliðinu eins og allir aðrir leik- menn og mun leggja allt í sölurnar,“ sagði Shearer. Mark Hughes,þjálfari velska knattspyrnulands- liðsins, er nú orð- aður við fram- kvæmdastjórastöð- una hjá Blackburn eftir brotthvarf Graeme Souness. Sjálfur slær Hughes á þessar vanga- veltur breskra fjölmiðla og segir aðal- ástæðuna fyrir þeim vera þá að hann lék á sínum tíma með félaginu. Hann útilokar þó ekkert í þessum máli. Aðrir sem helst eru orðaðir við stöð- una eru Gordon Strachan og Glenn Hoddle. Gríðarlega stórt skarð hefur veriðhöggvið í þýska handknattleiks- landsliðið en á dögunum tilkynntu þeir Stefan Kretzschmar og Cristian Schwarzer að þeir hefðu lokið keppni endanlega með landsliðinu. Þýska landsliðið, sem er núverandi Evrópumeistari, varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum eftir tap gegn Heimsmeisturum Króata. Þrátt fyrir mikla breidd þar á bæ má þýska liðið illa við að missa tvo svona rosalega öfl- uga leikmenn á einu bretti en Heiner Brand, þjálfari liðs- ins, lumar þó eflaust á einhverjum tromp- um uppi í erminni. 30 9. september 2004 FIMMTUDAGUR ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Bikarinn í áskrift 3. flokks lið Breiðabliks í kvennaflokki varð meistari þriðja árið í röð og í fjórða sinn á fimm árum. María Erla Kjartansdóttir skoraði í úrslitaleiknum annað árið í röð. FÓTBOLTI Breiðablik varð Íslands- meistari í 3. flokki kvenna þriðja árið í röð og í fjórða sinn á fimm árum þegar liðið Blikastelpurnar unnu 3-1 sigur á KA í úrslitaleik á dögunum. Breiðablik hefur lengi staðið frábærlega að baki unglingastarfi sínuí kvennafótboltanum og Blikar geta gert sér miklar vonir með að sá sterki kjarni sem hefur fært þeim Íslandsbikarinn í 3. flokki síðustu þrjú árin skili sér í gríðarsterku meistaraflokksliði innna skamms. Það gekk ekki vel í meistaraflokknum í sumar og því ætti að vera pláss fyrir þessar efnilegur stelpur í liðinu. María Erla Kjartansdóttir skoraði tvö mörk á fyrstu 16 mín- útunum í úrslitaleiknum en hún skoraði einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Það var síðan Anna Birna Þorvarðardóttir sem skoraði þriðja mark Breiðabliksliðsins í leiknum skömmu eftir leikhlé. Blikastúlkur létu það ekkert á sig fá að KA komst yfir strax á 4. mín- útu leiksins. Anna Birna og María voru á skotskónum í úrslitakeppn- inni þar sem þær skoruðu báðar fimm mörk í leikjunum þremur þar af gerði Anna Birna fernu í fyrsta leiknum við Keflavík. Erna Þorleifsdóttir þjálfaði Blikastelpurnar annað árið í röð og hefur skilað Íslandsmeist- aratitlinum bæði árin. Erna gerði ÍBV einnig að meisturum fyrir þremur árum og hennar lið hafa því unnið 3. flokk kvenna þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. ooj@frettabladid.is ÍSLANDSMEISTARAR BREIÐABLIKS Í 3. FLOKKI KVENNA 2004 Efri röð frá vinstri: Sandra Dís Kristjánsdóttir, Rósa Hugosdóttir, María Erla Kjartansdóttir, Íris Benediktsdóttir, Anna Birna Þorvarðardóttir, Birna Harðardóttir, Magna Ýr Johansson, Eva Fanney Ólafs- dóttir, Harpa Björt Guðbjartsdóttir, Erna Þorleifsdóttir, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Vigdís Bjarnadóttir, Ólöf Jara Valgeirsdóttir, Jóna Hauksdóttir, Elín Dröfn Jónsdóttir, Hlín Gunn- laugsdóttir, fyrirliði, Eydís Sigurðardóttir, Ásdís Ósk Heimisdóttir, Kristjana Arnarsdóttir, Hrefna Ósk Harðardóttir. Fréttablaðið/E.Ól. HLÍN LYFTIR BIKARNUM Hlín Gunn- laugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks lyftir hér Ís- landsbikarnum og er hún þriðji Blikinn í röð sem gerir það. Fréttablaðið/E.Ól. Miklar breytingar framundan hjá sundlandsliðinu: Steindór lætur af störfum SUND Steindór Gunnarsson er hættur sem landsliðsþjálfari í sundi en hann hefur undanfarin fjögur ár sinnt starfi landsliðs- þjálfara hjá SSÍ, fyrst sem ung- lingalandsliðsþjálfari en um mitt ár 2002 tók hann við A-landslið- inu. Steindór hefur sinnt störfum fyrir SSÍ samhliða starfi sínu sem þjálfari hjá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar og sem kennari í Grunnskóla Njarðvíkur. Í bréfi til stjórnar SSÍ segir Steindór meðal annars: „Ég vil þakka fyrir þann heiður að hafa fengið að gegna þessu starfi sem hefur fært mér ómetanlega reynslu, ásamt einstakri ánægju og upplifun sem á eftir að nýtast mér um ókomin ár.“ Á næstu vikum mun stjórn SSÍ, í samvinnu við landsliðsnefnd, vinna að því af öllu afli að skapa fjárhagslegan grundvöll fyrir ráðningu landsliðsþjálfara sem einnig gæti sinnt n.k. verkefnis- stjórn landsliða í fullu starfi. SSÍ hefur ekki haft landsliðsþjálfara í föstu starfi í fjölda ára og er það eitt af forgangsverkefnum stjórn- ar sambandsins nú á haustmánuð- um að slíkt starf verði fest í sessi til frambúðar. Í samræmi við stefnumörkun SSÍ mun verða lögð áhersla á að landsliðsþjálfari verði ekki jafnframt að sinna þjálfun einstakra félagsliða. HÆTTUR Steindór Gunnarsson er hættur sem landsliðsþjálfari íslands í sundi. 42-43 (30-31) sport 2 8.9.2004 20:35 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.