Fréttablaðið - 09.09.2004, Qupperneq 54
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Viktoría.
Þúsund.
2.5 milljarða.
Frægir geimkappar
upplifa lífið um borð
Tvö dönsk varðskip voru í Reykja-
víkurhöfn um helgina. Af því til-
efni var skipulagt fótboltamót þar
sem lið Landhelgisgæslunnar atti
kappi við lið varðskipanna Tritons
og Vædderen.
Mótið fékk heitið Nordic Saga
Cup 2004 og var haldið á Leiknis-
vellinum í Breiðholti. Fyrst
kepptu lið Tritons og Vædderen og
sigraði lið Tritons 3-1. Næst keppti
lið Landhelgisgæslunnar við lið
Tritons og sigraði Landhelgis-
gæslan 4-0. Ekki gekk eins vel
gegn Vædderen en þar tapaði
Landhelgisgæslan 3-2. Dómarinn,
úr liði Tritons, dæmdi víti á Land-
helgisgæsluna á síðustu mínútunni
og var í herbúðum Landhelgisgæsl-
unnar talað um dómarahneyksli, en
allt þó í góðlátlegu gríni.
Er fótboltamótið var yfirstaðið
var farið í reiptog og stóð lið
Tritons uppi sem sigurvegari. Að
keppni lokinni bauð áhöfn Tritons
hinum liðunum og áhangendum
þeirra um borð í Triton þar sem
boðið var upp á léttar veitingar.
Þar fór fram verðlaunaaf-
hending þar sem gestgjafarnir
fengu glæsilegan farandbikar
fyrir góða frammistöðu í reip-
toginu en lið Vædderen fékk
verðlaunaskjöld til eignar fyrir
sigur á mótinu. Lið Landhelgis-
gæslunnar varð að láta sér
nægja að gleðjast yfir góðri
frammistöðu á fótboltamótinu en
það skoraði flest mörk þótt stiga-
talan gæfi það ekki til kynna. ■
Danir sigruðu
Landhelgisgæsluna
42 9. september 2004 FIMMTUDAGUR
Tunglið, Mars og Ísland. Þrír
áfangastaðir sem skarta keimlíku
landslagi og það vita sérfræðing-
arnir hjá Volvo. Þessi gamalkunni
klassabíll úr sænska eðalstálinu
hefur jafnan verið kallaður „bíll
leiðinlega mannsins“, en hvort sú
sé raunin mun áþreifanlega koma
í ljós þegar ný auglýsingamynd
um fólksbílinn S40 kemur fyrir
augu almennings. Það eru snill-
ingarnir í SagaFilm sem höfðu
veg og vanda af gerð auglýsingar-
innar sem tekin var víða í ís-
lenskri náttúru á dögunum.
„Konseptið hjá Volvo er „Lífið
um borð“ en þetta var þriðja
myndin í seríu þar sem tveir ein-
staklingar hittast óvænt um borð í
Volvo og leggjast í ferðalag,“ segir
Finnur Jóhannsson hjá SagaFilm.
Að þessu sinni hittust þeir
George Hull, sem bjó til umhverfi
Matrix- og Star Wars-kvikmynd-
anna, og vísindamaðurinn Pascal
Lee sem er einn af stjórnendum
bandarísku Mars-stofnunarinnar.
Hvorugur vissi af öðrum fyrr en
augnaráð þeirra mættist í bílnum
á íslenskri grundu.
„Ekkert handrit er að myndinni
heldur hittust þessir tveir menn í
bílnum, kynntu sig og spjölluðu
saman á leiðinni. Þannig er öll ferð-
in raunveruleg. Báðir hafa sama
áhugamálið, en Pascal kemur úr
jarðbundnu umhverfi og er með
vísindalegar staðreyndir á hreinu,
meðan George kemur úr óraun-
veruleikaheimi bíómyndanna. Þeir
vildu auðvitað kynnast þessu
landslagi sem minnir á Mars og
voru eltir af myndatökumönnunum
í hvert sinn sem þeir yfirgáfu bíl-
inn til að fá sér að borða eða vildu
skoða áhugavert landslag.“
Að sögn Finns var Volvóinn búinn
tíu myndavélum sem tóku myndir af
þeim George og Pascal frá öllum
hugsanlegum sjónarhornum.
„Þetta var mjög óhefðbundin
auglýsingavinna þar sem mynda-
vélarnar gengu endalaust meðan
á ferðalaginu stóð og mynduðu líf
þeirra Georges og Pascals um
borð. Ég efast um að Íslendingar
eigi von á afrakstrinum í íslensku
sjónvarpi. Þetta er fyrst og fremst
heimildarmynd fyrir Volvo-verk-
smiðjurnar,“ segir Finnur að lok-
um en gefur lesendum stillimynd
til að átta sig á aðstæðunum um
borð í hinum nýja Volvo S40. ■
TÖKUR
AUGLÝSING FYRIR VOLVO S40
■ tekin á Íslandi
BÚNINGUR FYRIR VOLVO? Geimbúningar voru notaðir í ferðalag þessara tveggja ólíku
geimkappa um borð í nýja Volvóinum. Hér eru starfsmenn SagaFilm að athuga hvort bún-
ingurinn sé ekki í alvöru ástandi.
■ FÓTBOLTAMÓT
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
í dag
Einar Oddur
Kristjánsson Adrei
stóð til að greiða
öryrkjum hálfa
milljarðinn
Breytingar Strætó
Börnin þurfa að
ganga kílómetra
Menntaskólanemi
Lenti í Nissan-þjófi
í Borgarnesi
Í KRÖPPUM DANSI Óskar Á. Skúlason, háseti, sést hér í kröppum dansi að hreinsa frá
markinu. Hann skoraði eitt af sex mörkum sinna manna á mótinu.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Lárétt: 1nóta, 5art, 6ka, 7ua, 8urr, 9
snið, 10læ, 12ský, 13eva, 15að, 16
gikk, 18táli.
Lóðrétt: 1naumlega, 2óra, 3tt, 4harð-
ýðgi, 6krika, 8uns, 11ævi, 14akt, 17
ka.
Lárétt: 1 reikningur, 5 gott eðli, 6
íþróttafélag, 7 tveir sérhljóðar, 8 reiði-
hljóð, 9 lögun, 10 svik, 12 á himni, 13
fyrsta konan, 15 til, 16 oflátung, 18
blekkingu.
Lóðrétt:
1 tæplega, 2 gruna, 3 tveir eins, 4 mis-
kunnarleysi, 6 skot, 8 þar til, 11 tíma-
skeið, 14 virðing, 17 stafur.
Lausn:
Nú er að koma í ljós hvaða tveirblaðamenn verða í Sunnudags-
þættinum sem hefst á
Skjá einum í næsta
mánuði. Þátturinn
verður í umsjón vinstri-
konunnar Katrínar
Jakobsdóttur og hægri-
mannsins Illuga
Gunnarssonar .
Þegar er búið að
lýsa þeirri stefnu
þáttarans að
hann eigi ekki að stjórnast af „hlut-
leysi“ og því er spurningin hvort það
sama muni gilda um blaðamennina.
Að öllum líkindum verður Ólafur
Teitur Guðnason, blaðamaður á
Viðskiptablaðinu, annar þeirra sem
mun fara yfir fréttir liðinnar viku.
Hver hinn blaðamaðurinn verður er
enn óráðið og ræðst líklega ekki fyrr
en í næstu viku. Nafn Kristjáns Guy
Burgess á DV hefur verið nefnt í því
samhengi en af þeirri ráðningu mun
líklega ekki verða. Leitin að skelegg-
um blaðamanni sem á roð í Óla Teit
heldur því áfram.
Einn er sá listi sem kynna ætti áhverju hausti og það er hvaða
bækur voru væntanlegar
en koma ekki út.
Heyrst hefur að Illugi
Jakobsson, ritstjóri
DV, hafi verið að
skrásetja ævisögu
Gunnars Eyjólfssonar.
Sú bók mun þó ekki
koma út fyrir þessi
jól sökum anna
hjá Illuga. Hvort
bókin kemur út
að ári ræðst þá væntalega af því
hvort jafnmikið verður að gera hjá
Illuga á DV. ■
AÐ MÍNU SKAPI
BRYNDÍS JAKOBSDÓTTIR, NEMI Í MH OG LEIKKONA Í DÍS
Bátaleiga á Reykjavíkurtjörn
TÓNLISTIN Nýjasta platan hans Prince,
MUSICOLOGY, er mikið í geislaspilaran-
um þessa dagana enda frábærlega
heppnuð blanda af fönki og mjúkum
ballöðum. Þessi plata markar glæsilega
endurkomu eins af mestu snillingum
poppsins.
BÓKIN SKINNY DIP er geðveik saga af
geðveikum vísindamanni. Höfundurinn
Carl Hiaasen er bersýnilega með
húmorinn í lagi, og skrifar í sérlega
háðskum og skemmtilegum stíl.
BÍÓMYNDIN Kvikmyndin CROUCHING
TIGER, HIDDEN DRAGON er ein af mín-
um uppáhaldsmyndum, enda mjög list-
ræn og metnaðarfull í alla staði. Meira
að segja meistari Tarantino hefur aug-
ljóslega orðið fyrir áhrifum frá þessari
mynd við gerð KILL BILL. Aksjón og
rómantík fara þarna vel saman.
BORGIN Það er erfitt að gera upp á milli
næturlífsborgarinnar LONDON, útilífs-
borgarinnar LOS ANGELES og menningar-
borgarinnar REYKJAVÍKUR. Mér þykir þó
örugglega vænst um þá síðastnefndu.
BÚÐIN Skóverslunin KRON á Laugaveg-
inum er svona öðruvísi búð og með
frekar lágstemmdan prófíl. Hún er ein-
faldlega „dead cool“.
VERKEFNIÐ Ef mér tækist að fá tilskilin
leyfi þá væri það alls ekki galin hugmynd
ad gera út bátaleigu á Reykjavíkurtjörn
yfir sumartímann. Best að slá á þráðinn til
Bastíans bæjarfógeta....hm.
54-55 (42-43) Fólk 8.9.2004 21:31 Page 2