Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 2. september 1973
FlUGFflfcG ÍSLANpS
r ■ 1 í 'i^i 1
í » — <9
Kátur flokkur. Starfsmenn Karnabæjar i ofsastuði.
© KARNABÆR
☆ KARNABÆR
☆ BJÖRN PÉTURSSON & CO.
☆ BÍLALEIGAN GEYSIR
ER STORFYRIRTÆKI
SEAA VELTIR
MILLJÓNATUGUM
Næst á eftir skuttogurum liafa
menn mesta trú á búðum fyrir
unglinga, ef á að raka saman fé.
Einn af öðrum sigla skutararnir
heim frá Japan, Spáni og Frakk-
landi og ein eftir aðra opna tizku-
verzlanirnar fyrir ungiingana og
poppið flæðir yfir gangstéttirnar
og strætið frá voldugum hljóm-
tækjum — og æskumaðurinn og
konan koma háfætt eins og ungir
guðir eftir götunni, svo mjó um
lifið að sætir undrun.
Karnabær frægasta
búö hinna ungu.
Yfir búðum hinna ungu er sér-
stakur hávaðasamur still, rökkrið
er djúpt og voldugir orgeltónar
fylla loftið, eins og i miðalda-
kirkju, og dauf brosin i andlitun-
um og augunum ljóma til þin úr
myrkrinu, og þú finnur, að þau
eru full af meðaukmkun með
gamla fólkinu, sem hugsar i tvö-
földu gleri og gengisfellingum.
Karnabær er stærsta og fræg-
asta búð þeirra ungu. Karnabær
selur ekki aðeins mest, heldur
hefur haft hvað drýgst áhrif á stil
hinna háfættu, og ef til vill litum
við orðið á hann sem eins konar
félagsmálastofnun fremur en
tizkuvörubúð. Allar hinar búöirn-
ar, sem komu á eftir, minna á
hálfkirkjur og hjáleigur hjá popp-
risanum mikla. Þær eru færðar i
sama snið.
Karnabær stórfyrir-
tæki i iðnaði
En Karnabær er samt margt
fleira. Hann er ekki aðeins vel
rekið stórfyrirtæki, eða stórverzl-
un. Hann er einnig umfangsmikið
iðnfyrirtæki i fatagerð og öllu,
sem þvi fylgir, tizkuhönnun,
hraðgengum iðnaðarvélum,
pressum, verkfræðingum og
tæknifræðingum. Sérfræðingar
hafa fyrir lifandislöngu leyst
saumakonurnar af hólmi i öllu
frumkvæði, og flikurnar streyma
úr einni vélinni i aðra — með
miklum hraða og gný, og að lok-
um gleypa pressurnar allt og éta
hver úr annarri, unz fullunnin
tizkuvara er hengd á slá og send i
búð, þar sem hún verður að mun-
aði hinna háfættu guða.
Karnabær er sniðinn að er-
lendri fyrirmynd. Eða öllu heldur
að alþjóðlegri fyrirmvnd. Ungt
fólk um allan heim bókstaflega
neitar að ganga i fötum eins og
skólastjórar, eða prófastar not-
uðu fram á siðustu ár. Það vill
vera ungt og fallegt og þægilega
klætt, en fyrst og fremst vill það
vera „töff”, og það er naumast
neinn sýnilegur munur á klæðnaði
karls og konu, og á meðan það
svifur yfir strætunum dregst
gamla fólkið áfram i sólinni i
dapurlegum 20 únsu sifjottsfötum
og svitnar i handarkrikanum.
Timinn kynnir að þessu sinni
Karnabæ og fyrirtæki hans i við-
tali við framkvæmdastjórana tvo,
þá Björn Pétursson og Guðlaug
Bergmann, en þeir stofnuðu
þessa makalausu stórverzlun
æskunnar.
Viðtal við
Björn Pétursson
framkvæmdastjóra
Fyrst hittum við að máli Björn
Pétursson framkvæmdastjóra i
skrifstofu hans að Laugavegi 66,
og sagðist honum frá sem hér
greinir um reksturinn og þau
fyrirtæki, er mynda Karnabæ hf:
Karnabær
stofnaður 1966
— Eins og fram hefur komið,
varð Karnábær til fyrir samstarf
okkar Guðlaugs Bergmanns.
Þetta samstarf er þó nokkuð
eldra en Karnabær, þvi við höfð-
um áður rekið fyrirtækið G.Berg-
mann hf., sem var innflutnings-
verzlun. Um þetta leyti vann ég
við lögfræðiskrifstofu og fast-
eignasölu hér i borg, en Guð-
laugur rak fyrirtækið. Árið 1966 i
mai stofnuðum við svo tvö fyrir-
tæki, Karnabæ hf. og heildverzlun
Björns Péturssonar hf., en til-
#_____________________
Hafa skipulagt
nýtízku fatagerð í
700 fermetra
húsnæði. Byrjuðu
með klæðskera og
fimm stúlkur.
•___________________________________
Rætt við Björn Pétursson framkvæmda
stjóra í Karnabæ um stórfyrirtæki, sem
byggzt hefur ó örfdum órum.
Björn Pétursson, framkvæmdastjóri i Karnabæ. Þegar fyrsti Karna-
bærinn var opnaður, töldu vinir Björns það óðs manns æði að leggja fé I
svona fyrirtæki.