Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.09.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2. september 1973' TÍMINN ' Atvinnulýðræði á FÉLAGSMALARAÐHERRA hef- ur 1 dag skipað sjö manna nefnd til þess að semja frumvarp til laga um atvinnulýðræði. I starfi sinu skal nefndin m.a. hafa hliðsjón af ákvæðum mál- efnasamnings stjórnarflokkanna frá 14. júli 1971 og þings- álytkunartillögu um atvinnulýð- ræði, sem visað var til rikis- stjórnarinnar með samþykkt Alþingis 10. april 1973. 1 nefndinni eiga sæti: Baldur óskarsson, fræðslufull- trúi MFA, Jón Snorri Þorleifsson, form. Trésmiðafél. Reykjavikur og óskar Hallgrimsson, ritari stjórnar A.S.I., tilnefndir af A.S.l. Jón H. Bergs, stjórnarformaður Vinnuveitendasambands tslands dagskrá og Ólafur Jónsson, frkvstj. Vinnuveitendasambands íslands, tilnefndir af Vinnuveitendasam- bandi Islands. Skúli Pálmason, stjórnarformaður Vinnumála- sambands samvinnufélaganna, tilnefndur af Vinnumálasam- bandinu og Hallgrimur Dalberg, ráðuneytisstjóri, sem jafnframt er formaður nefndarinnarm LANDNÁMSHÁTÍÐ VESTFIRÐ- INGA VERÐUR VIÐ SÖNGHÓL hyggst vanda til þessarar hátiðar eins og mögulegt er og vonar að sem flestir Vestfirðingar taki. sig upp með fjölskyldur sinar og búi i Vatnsdal þessa tvo hátiðisdaga, minnugir þess, að hér dvaldi Hrafna-Flóki og hér hlaut landið nafn sitt, tsland. Ennfremur er vonazt til að burtfluttir Vestfirð- ingar noti tækifærið og heimsæki æskustöðvarnar. og dvelji með ættingjum og vinum þessa helgi. 0% ^ I VATNSDAL SB-Reykjavík — Framkvæmda- þar bflastæði fyrir rúmlega 2000 nefnd landnámshátiðar bfla og stæði fyrir enn fleiri tjöld. Vestfirðingafjórðungs hefur Þegar er hafinn undirbúningur ákveðið, að hátfðin verði haldin undir hátiðina, svo sem vegagerð, dagana 13. og 14. júni á næsta ári skipulagning hátiðarsvæðisins, við Sönghól f Vatnsdal, fyrir gerð fána, merkja og minjagripa, innan Vatnsdalsvatn. Mjög er uppsetning dagskrár og margt rúmgott f dalnum, til dæmis eru fleira. Framkvæmdanefndin '11 Heimavist nema í City Hótel EINS og fram hefur komið i frétt- um nú að undanförnu hefur Húsnæðismiðlun framhaldsskóla- nema, með fjárhagslegum stuðn- ingi menntamálaráðuneytisins, beitt sér fyrir söfnun upplýsinga um húsnæðislausa nemendur framhaldsskóla á höfuðborgar- svæðinu. Við könnun þessa kom i ljós, að um 250-260 nemendur töldu sig húsnæðislausa á komandi vetri. Könnunin leiddi ennfremur i ljós, að talsverður hluti nemendanna á lögheimili i Reykjavik og i næsta nágrenni skóla. Menntamálaráðuneytið og námsstyrkjanefnd hafa að undanförnu athugað, á hvern hátt unnt sé að leysa það vandamál skólafólks, sem stafar af almenn- um skorti á leiguhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu. Hefur athugun þessi einkum beinzt að þvi annars vegar að útvega húsnæði fyrir nemendur til viðbótar þeim heimavistum, sem fyrir eru, og hinsvegar að skipuleggja ódýrari akstur nemenda, sem búsetu hafa utan næsta nágrennis skóla. Jafnframt hafa samtök nemenda verið styrkt til þess að leita eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Nú standa yfir samningar um leigu á Hótel City til notkunar sem heimavist skólanema næsta vetur. Þá fer fram athugun á þvi að taka upp sérstakan akstur fyr- ir skólafólk frá Suðurnesjum, en á annað hundrað nemendur búsett- ir á þvi svæði stunda framhalds- nám i Reykjavik. SUMAR-ÚTSALAN heldur áfram á morgun! IÆHJARGOTU2 LAUGAVEGI20A 0G LAUGAVEGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.