Tíminn - 02.09.1973, Qupperneq 17

Tíminn - 02.09.1973, Qupperneq 17
Sunnudagur 2. september 1973 TÍMINN 17 Texti: Ómar Valdimarsson Myndir : Gunnar V. Andrésson A skattholi við einn vegginn i stofunni var bókastafli: enskar bibliuskýringar af ýmsu tagi og orðabækur, þar á meðal ensk-is- lenzk eftir Zöega. Peysur og treyjur lágu til þurrkunar á hand- klæðum á gólfinu og þegar Gunn- ar V. Andrésson, ljósmyndari blaðsins, tók upp myndavélar sin- ar og fór að handfjatla þær, ráku þeir Valour og Thomas upp mik- inn hlátur og fjarlægðu nýþvegin undirföt af miðstöðvarofni. Skyndilega var bankað og inn kom sú islenzk-ameriska ásamt hressilegri stúlku, sem greinilega kom á óvartað sjá gestina. 1 fylgd með henni var ungur maður, utan af landi. Heidi kynnti stúlkuna sem ,,nýja systur”, hún heitir Sera, og er islenzk, sagði hún Pilturinn með henni kynnti sig og sagðist heita Guðmundur Björns- son og vera frá Löngumýri i Skagafirði. Jesúbyltingin austur i hreppa Hvaðan kom Sera? Jú, hún hét áður Guðbjörg Sig- urðardóttir og er frá Hvitárholti i Hrunamannahreppi. Hún kynnt- ist Heidi fyrst fyrir nokkrum ár- um, á meðan hún var hér i höfuð- borginni við kennaranám, en nú var hún búin að biðja Jesús að En Guðmundur? Hvað var hann að gera þarna? — Ég kom nú bara til að hitta Guðbjörgu, sagði hann. — Við hittumst þegar ég var að bi'ða eft- ir strætó og hún bauð mér að koma hingað i heimsókn. Stúlkurnar þrjá voru hljóðar og þegar við spurðum, hvort þær ætluðu að slást i hópinn með Guðsbörnunum, svaraði ein þeirra: ,,Ja, okkur langar til þess.” Tvær þeirra eru systur, Villa og Maria ölveig ölvers, og fluttust til Reykjavikur frá Eskifirði fyrir tæpu ári. Sú þriðja, Snjólaug Jó- hannesdóttir, er vinkona þeirra úr Reykjavik. Baráttan gegn Guðsbörnunum Eins og að framan segir, þá eru Guðsbörnin — The Children of God — stærsti og þekktasti hópur Jesúfólks i heiminum. Kommún- ur þeirra eru mjög viða og stöð- ugt spretta upp nýjar, nú siðast á tslandi. — Okkur langar að fara um landið áður en vetrar, sagði Valour, — og breiða út orðið. Guð hefur sent okkur hingað til þess og við vitum, að hér er okkur ætl- að að gera mikið, hér á Islandi þurfum við að vinna mikið og þarft verk. Systurnar Villa og Maria ölvers ásamt vinkonunni Snjólaugu Jóhannesdóttur hlusta á Heiftu Krafta verk (t.h.) segja frá. ‘THE SACRIFICIAL LANBTON-on the altar WATERGATE? Sífta úr einum af bæklingum Moses Davids. 1 þessari grein ákærir hann þjófthöfftingja heimsins um samsæri gegn æsku og heiftar- leika og fléttar saman ýmis mál, eins og teikningin ber meft sér. koma inn i hjarta sitt og hafði hafið nýtt líf. — Jesús Kristur hef- ur gjörbreytt lifi minu, sagði hún og brosti breitt. Hún lýsti fyrir okkur, hvernig hún hafði i mörg ár átt i mikilli baráttu við sjálfa sig um hvort hún ætti að slást i hópinn eða ekki, þangað til nýlega að hún hrópaði á Drottin sinn og bað hann að koma til sin. Danirnir hlustuðu með athygli og Heidi, hin eina úr fjölskyld- unni, sem skildi nýju systirina, kinkaði stöðugt kolli og sagði: ,,Já, Jesús. Það er satt...” Þegar Sera Guðbjörg hafði lokið máli sinu sagði Thomas: ,,Ég skildi ekki eitt einasta orð, en ég fann á mér, að það sem hún sagði var fallegt. Praise the Lord!” Það verk, sem Guðsbörnin vinna, er að fara um og segja fólki frá þeim sannleika, sem þau telja sig hafa öðlazt. — Þetta er hinn eini sannleiki, segja þau. — Það, sem ekki kemur frá Guði, er ekki sá sannleikur, er skiptir máli. Þó eru þessu ekki allir sam- mála. I Bandarikjunum, þar sem The Children of God, eru mjög fjölmenn, hafa samtök foreldra barna, er hafa orðið hreyfingunni ,,að bráð” (eins og það er orðað þar vestra), höfðað mái á hendur hreyfingunni og forsprökkum hennar fyrir að beita börnin brögðum og að halda þeim nauð- ugum ikommúnunum. Samtökin, sem nefnast ,,Free Our Sons and Flytjendúr einkennilegrar hreyfingar eru komnir hingað til lands. Þeir kalla sig börn guðs, en sumt af þvi,sem þeir halda fram, er vægast sagt viðsjárvert, þar sem þeir telja sig sumir hafa komizt i samband við guð með notkun eiturlyfja, sem allir vita að valda var- anlegu heilsutjóni og hafa kostað marga lifið. Daughters From the Children of God" (frelsið syni okkar og dætur frá Guðsbörnunum), hafa ráðið til sin harðskeyttan einkaspæj- ara, sem rænir börnunum úr kommúnunum og heilaþvær þau aftur með tveggja sólahringa ein- angrun og yfirlestri eins konar andlegum „tortúr” Samtökin hafa höfðað mál á móti og svona gengur það, — hálfgert skæru- strið. ,,Nixon er nýr Hitler” Þegar ég minntist á þetta við þá Valour og Thomas, þá brostu þeir og sögðu: — Það getur enginn stöðvað Guð. — Þaðer hægt að stöðva ykkur, sagði ég. — Hvernig er hægt að stöðva sannleikann? spurðu þeir á móti. Eins og aðrar hreyfingar eiga Guðsbörnin sér sérstakan spá- mann. Heitir sá Moses David og helgar sig nú ritstörfum. Bækl- ingarnir, sem Guðsbörnin segja hafa að geyma allt, sem um þau sé vert að vita. Moses David er pennaglaður maður og má eiga það, að hann er ekki með neitt hálfkak. Gaddafi hálfkóngur i Libýu er i miklum metum hjá honum og sömuleiðis Makarios erkibiskup a Kýpur. Nixon kallar hann aftur á moti „nýjan Hitler” og telur leiðtoga heimsins vera samseka i samsæri gegn æsku þessa heims og hugsjónum henn- ar. Guðsbörnin segja alrangar þær ásakanir óvina Moses Davids, að hann lifi i miklum iburði og sigli á lystisnekkju fram og aftur um Miðjarðarhafið fyrir þá peninga, sem Guðsbörnin sjálf safna inn. Sjálfur er Moses David ekki óáþekkur Yasser Arafat i útliti. Fann Guð undir áhrifum LSD! En hvernig fólk eru svo þessi Guðsbörn, sem nú eru komin hingað til að plægja og sá i akur- inn? Ef til vill lýsa þau sér bezt sjálf: llcidi Miracle: Ég er 21 árs gömul og búin að vera i fjölskyld- unni i u.þ.b. hálft þriðja ár. Ég kynntist hreyfingunni þegar ég var á kal'i i „dópi” og var eigin- lega til i að láta ofan i mig hvað sem var. Það eina, sem ég hugsaði um, var að ná mér i dóp og vera i kringum þannig fólk. Svo var það einhvern tima, aö ég sá Jonas, manninn minn, þar sem hann ók um götur Dallas á mótor- hjóli með Bibliu i hendi sér og hrópaði: — Iðrizt! Jesús er að koma! Ég fór og talaði við hann, mig langaði að vita hvaða vitleysing- ur þetta var, en þá sá ég að i aug- um hans var eitthvað, sem ég ekki skildi. Nú veit ég það. Þaö var sannleikurinn, sem ég á núna lika. Valour: Ég er frá Kaupmanna- höfn, þar sem ég varð trésmiöur, fór i tækniskóla og ætlaði siöan að verða arkitekt. Það hafði ég Framhald á bls. 36 Sera, sem áftur hét Guftbjörg Sigurftardóttir og er frá Hvitárholti I Hrunamannahreppi, en er nú systir”, ásamt gesti sínum, Guömundi Björns á Löngumýri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.