Tíminn - 02.09.1973, Síða 32

Tíminn - 02.09.1973, Síða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 2. september 1973 Drengurinn og asninn ÞESSI saga gerðist í Danmörku fyrir mörg- um árum, þegar bilar voru ekki til, en þá voru hestar látnir draga vagna, bæði til fólks- flutninga og eins vagna með margs konar varning. í sumum löndum voru asnar einnig mikið notaðir fyrir vagna. Þeir þóttu ekki eins fallegir og hestarnir, en voru út- haldsgóðir og þolinmóð- ir og þeir þurftu ekki eins mikið fóður eða um- hirðu, eins og hestar. Stundum voru asnar taldir staðir og skap- stirðir, en það mátti oft reka til þess, að illa hafði verið farið með þá i uppvexti, en flestir eig- endur þeirra höfðu aðra sögu að segja af ösnun- um sinum. Þeir sögðu þá duglega og góða — og alls ekki heimska, og það væri ekki viðeigandi að nota heiti þeirra sem skammaryrði i tali manna. Einu sinni var ofur- litill drengur, sem ég man nú ekki hvað hét, en það gerir hvorki til né frá. Hann var ljós- hærður og ljúfur snáði, kátur og kvikur á fæti og augasteinninn og eftirlætið hans pabba sins. Á tiunda afmælis- daginn hans gaf pabbi hans honum litinn, ljóm- andi fallegan léttivagn og vel taminn ösnufola til að beita fyrir vagninn. Drengurinn var frá sér numinn af fögnuði yfir vagninum og skoðaði hann i krók og kring, en heldur fannst honum minna varið i asna-greyið. Drengurinn gaut horn- auga til stóru eyrnanna á honum, — svo var halinn á honum alveg eins og kýrhali, með skúf á endanum. Og það lá við að hann kviði fyrir þvi, að láta félaga sina sjá sig koma ak- andi i fallega vagninum, og með asnann fyrir. Hann vissi, að þeir mundu sáröfunda hann af vagninum, að var nú ekkert vafamál, þvi að enginn þeirra átti annað eins þing, —- en gremju- legt var það, ef þeir skyldu svo hlægja að asnanum, og við þvi mátti búast. Ekki lét hann samt á þvi bera, að hann væri ó- ánægður með gjöfina, þvi að hann vildi ekki hryggja hann pabba sinn, en hljóp upp um hálsinn á honum og kyssti hann fyrir. Pabbi hans kenndi honum nú að halda á taumunum og ók dreng- urinn siðan einn af stað i nýja vagninum sinum, heldur en ekki hreykinn, og fór um aðalgötuna i þorpinu. Söfnuðust félagar hans að honum hvaðanæva að og fór þá alveg eins og hann hafði grunað. Þeir dáðust allir að vagninum, og auðvitað sáröfunduðu þeir hann af honum. En svo sem til þess að gera minna úr þessari ný- fengnu eign, gerðu þeir gysaðhonum fyrir það, að beita asna fyrir vagninn. Það væri hreinasta minnkun að þvi, að aka i vagni með asna fyrir. Honum sár- gramdist bæði við drengina og asnann, — en einkum þó við asn- ann. Samt reyndi hann, það, sem hann gat, að bera blak af asnanum, — sjálfs sins vegna. Hann sagði að það væri miklu þægilegra að mörgu leyti að hafa asna fyrir vagni en hest. Það væri til dæmis engin hætta á þvi að asninn VH DAN BARRV Þeir myndu gera það,r Þetta eru eins1 ef ekki væru' A konar sjávar-^ höfrungarnir kúrek ar.. sem reka þá saman. >egar ég gef merki^ Sleppa ekki' mun stjórnandinn opna loftlúguna ' Ofveiði hefur evtt vJK öllu i höfum jarbarinnar. 2 Nú verðum við Venusbúar að sjá móðu^jör^-^^^B fyrir mat.«^^y" Við lærum! alltaf , of seint Hákarlar. Þeir ^ Nú, Didda, færðuj) ± gætu eytt að sjá höfrungana 10 vöðunni. V—' > V^vinna vel. x

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.