Tíminn - 02.09.1973, Síða 40

Tíminn - 02.09.1973, Síða 40
r—---------n g::ði fyrir góóan mat ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ------ . —_ Bernskuheimili 15 systkina reist að nýju við Langavatn UPPI við Langavatn skammt frá Reykajvik er að ljúka smiði húss, sem er allfrábrugðið öðrum húsum á þeim slóðum, en þar efra eiga margir Reykvikingar sumarbústaði eins og kunnugt er. Undanfarin tvö ár hefur óskar Sigurðsson frá Bæjum á Snæfjallaströnd varið sumarleyfum sinum og öðrum fristundum til þess að koma upp húsi, sem er eftirliking af bernskuheimili hans á Snæfjallaströndinni, þótt umhverfið sé annað og risminna en vest- firzku fjöllin. — Ég geri þetta i minningu mó&ur minnarsag&i Óskar, þegar Tlmamenn sóttu hann heim. Þeg- ar mér veröur hugsaö til bæjarins heima, kalla ég hann alltaf bæinn hennar mömmu i huga mér, þvi a& þangaö kom hún sjö ára gömul og bjó þar allan sinn búskap að heita mátti og þar ól hún fimmtán börn. Þa& var þribýli á Bæjum i þá daga og við bjuggum i Hærrabæ, sem svo er nefndur. Húsakynnin þættu ekki stór nú á dögum, en þarna ólumst við samt upp fimmtán systkini og oft var reyndar um tuttugu manns i heimili. Viö krakkarnir fórum að vinna um leið og við gátum tekið til hendinni, enda veitti ekki af, þvi að sjaldnast var rikmannlegt um aö litast i búrinu. Sjálfur fór ég beina leið frá fermingarborð- inu fjórtán ára gamall á mina fyrstu vertið og reri þá hjá elz.ta bróður minum. Ekki var búið nú stórt, þetta 3-4 kýr, 4-5 hestar og hálft hundrað fjár, enda byggist afkoman að verulegu leyti á sjónum. Þá var 1- líkafiskur i Djúpinu og það sann- kölluð gullkista, en nú er búið að skrfa þetta með snurvoð, svo að ördeyða er eftir. Það hefur verið metnaður minn að gera þetta einn og hjálparlaust eftir þvi sem hægt hefur verið, enda hef ég aldrei verið hræddur við erfiði. Ég held, að maður þurfi að reyna á skrokkinn á sér, þvi annars krypplast maður og fellur saman og þótt ég sé nokkuð við aldur hef ég unnið 17-18 tima á sólarhring núna i sumarfriinu minu. Maöur var svolitið stirður Þessa mynd málaði einn bræ&ra óskars af æskuheimili þeirra systkina á Snæfellsströndinni og viö hana og minni sitt studdist Óskar, þvi að gamli bærinn er löngu horfinn. Hærribær hinn nýi — Tlmamynd Róbert fyrstu morgnana, en það rjátlað- istaf manni með nokkrum hressi- legum lfkamsæfingum. Auk þess hefur mér legið dálitið á með þetta, af þvi að ég ætlaði að vigja þetta á afmælisdegi móður minn- ar þann 1. september. Þá hefði hún orðið 93 ára, þvi að hún fædd- ist 1880. Ég hef boðið hingaðþeim syst- kina minna sem búa i Reykjavik og nágrenni. Þetta verða um 40 manns, svo að likast til verður þröng á þingi, en það var það lika oft heima, þvi að hvort tveggja var, að við vorum mörg i heimili og svo var móðir min líka gestris- in, þótt efnin væru litil. Ég hef stundum hugsað um það, þegar ég hef heyrt menn segja að þeim þætti einhver matur vondur, hver umskipti hafa orðið á högum þjóðarinnar. t þá daga, þegar ég var að alast upp, heföi okkur ekki dottið slikt i hug — við átum allt sem okkur var boðið og þótti gott. Hún mamma var um nirætt, þegar hún dó og hún lifði það að eignast rúnlega 150 afkomendur og á þeim þremur árum sem liðin eru hefur þeim auðvitað fjölgað að mun. En hún eignaðist lika fimmtán börn sjálf á 24 árum, það hefur með öðrum orðum liðið hálft annað ár á milli barnsfæð- Óskar Sigurðsson frá Bæjum á Snæfjallaströnd. inganna að meðaltali. Hérna upp frá uni ég mér vel, þvi að hér er svo kyrrlátt og frið- sælt og hérna get ég dundað við garðyrkju. Ég er gamall Hvann- eyringur og ætlaði einu sinni að verða bóndi, þótt það færi á annan veg, og hef alltaf haft gaman af moldarverkunum. Maður getur vel orðið hundrað ára bara maður striti og erfiði nóg, það er allur galdurinn, held ég. HHJ Brezkursjónvarpsþátt ur um landhelgismál hefur verið endanlega gengið frá öðrum þátttakendum nema hvað Yorkshire Tclevision hefur boðið Jónasi Arnasyni að tnæta, og hann hefur samþykkt þaö. Samtökin Friends of Iceland hafa ákveðið að halda fund um landhelgismálið I Grimsby á laugardaginn kemur. Sjónvarpsstöðin Yorkshire Television verður meö k umræðuþátt á mánudaginn kl. 6. Þar verða til viðræðu bæði full- trúar brezkra togarasjómanna og útgerðarmanna, Austin Laing frá útgerðarmönnum og Dick Taylor fulltrúi togarasjómanna og siðan veröur James Johnson þingmað- ur frá Hull, þar ennfremur. Ekki Hlöðubruni í Húnavatnssýslu Klp-Reykjavik, laugardag. — 1 gærkvöldi tók heimilisfólkiö á bænum Múla i VesturHúnavatns- sýslu eftir þvi, að farið var að rjúka úr hlöðunni, sem er skammt frá bæjarhúsunum, og nokkru slöar, aö eldur var laus i heyinu. Þegar var kallað á slökkviliðið á Hvammstanga, en einnig bar að fjölda fólks frá næstu bæjum og frá Hvamms- tanga. Með aðstoð þessa fólks tókst að verja bæði fjós og fjárhús og rifa heyið út úr hlöðunni. Var unnið alla nóttina, og enn verið aö, er við höfðum samband við Múla rétt um hádegi i dag. Okkur var þá sagt, að i hlöðunni hefðu verið nokkur hundruð hestar af heyi, og væri þaö allt meira og minna skemmt. Mesti bruni eftirstríðsdranna í Kaupmannahöfn: A.m.k. 24 létust er Hótel Hafnía brann NTB-Kaupmannahöfn. — Samtals 24 menn létu lifið i mesta bruna eftirstriðsáranna I Danmörku þegar hótelið Hafnia, sem er i aðeins um 100 metra fjarlægð frá Ráðhús- torginu i Kaupmannahöfn, gjöreyðilagðist af eldi aöfara- nótt laugardagsins. A.m.k. 17 manns slösuðust, eöa fengu alvarlega reykeitrun, en enn er 20 manns saknað. Eldurinn kviknaði um kl. 2.40 að staðartima um nóttina. Þegar fyrstu slökkviliðsbil- arnir komu að hótelinu stóðu logarnir út um glugga á þriðju hæð. Jafnt þar sem annars staðar i hótelinu var mikill ótti meðal gestanna. Fjöldi manns reyndi að bjarga sér út um glugga með þvi aö binda saman lök og teppi og láta sig siðan siga niður. Var þeim bjargað i slökkviliðsbila með háum stigum. Sömuleiðis þeim, sem farið höfðu út um glugga og á sillur utan á hótelinu. Hins vegar var ekk- ert hægt að gera fyrir þá, sem voru i afturenda hótelsins, þar sem þröngur lokaður garður er umhverfis þá hlið hótelsins. Aðeins einni klukkustund eftir að eldsins varö vart höfðu þrjár efstu hæðir hússins brunnið, og gólf tveggja hæða höfðu hrunið. Flestir þeirra, sem létust, munu hafa dáið úr reykeitrun, en nokkrir létu þó lifið er þeir stukku út um glugga. • Eftir mikla leit fannst gestabók hótelsins, og sam- kvæmt henni er 20 manns enn saknað. Talið er sennilegast, að þetta fólk hafi fles t komiö sér út á eigin spýtur, en þó er ekki talið útilokað, að ein- hverjir þeirra, sem saknað er, hafi einnig látist.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.