Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 7. október 1973. Menn 09 m Hinar miklu verð- hækkanir erlendis 1960-1970 Þaö gefur glögga mynd af þeim gifurlegu veröhækkunum, sem hafa orðið undanfariö, ef athuguð er þróun verðlagsmála á árunum 1960 - 70, að báðum árunum með- töldum. Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu, OECD, hefur ný- lega birt itarlega skýrslu um verölagsþróun i þátttökurikjum hennar á umræddum tima. Hér fer á eftir yfirlit OECD um árlega meðalhækkun verðlags neyzlu- vara i þátttökurikjunum á árun- um 1960-’70 bæði árin meðtalin: Austurriki............3,6% Astralia..............2,5% Fyrir ári var stærra borðiö falt fyrir sama verö og þaö litla kost- ar I dag. Bandarikin...............2,8% Belgia....................3,0% Bretland .................4,1% Danmörk...................5,9% Finnland..................5,0% Frakkland.................4,1% Grikkland.................2,1% SYKURINN 66% 2kg TATE Við könnuðum, hvaö strásykur hefur hækkað mikiö siöastliðið ár. I smásölu er algengast, aö sykur sé seldur i 2 kilógramma pokum. Algeng tegund af strásykri, sem kostaði 66 krónur 2 kg poki i september i fyrra. kostar i dag 109 krónur. Hlutfallslega hefur strásykur þvi hækkaö um 66%. Miklar sveiflur hafa verið á sykurverði siöastliðið ár, en þó stöðug hækk- un. — OG 1 dag fáum við aðeins sex tiundu þess magns af sykri, sem hægt var að fá fyrir sömu peningaupphæð i september i fyrra. Sykur- poki, 2kg, kostaði 66 krónur i fyrra. Núna fást aðeins 1200 grömm fyrir sömu upphæð. Visir 22. sept. Holland .................4,2% Japan....................5,7% Irland...................4,8% tsland.............^.... 11,8% Italia...................3,9% Kanada ..................2,7% Luxemburg ...............2,6% Noregur...,............. 4,5% Portúgal.................4,5% Spánn....................6,0% Sviss....................3,3% Sviþjóð..................4,0% Tyrkland.................5,9% V.-Þýzkaland.............2,7% Samkvæmt þessu hefur árleg meðalhækkun verölags neyzlu- vara verið 3,4% á umræddum tima i þátttökurikjum OECD. Sést bezt á þvi, hve verð- hækkanirnar hafa yfirleitt verið miklu minni á þessum tima en nú. tsland er undantekning. Þar hafa verðhækkanir á umræddum tima orðið rúmlega þrisvar sinnum meiri en meðaltalið i rikjum OECD. Þaö er athyglisverður vitnisburður um efnahagsstefnu „viðreisnarstjórnarinnar”. Erfið staða iðnaðarins Eins og áður segir, hefur verð- lagsþróunin verið óhagstæð iðnaðinum. t ræðu, sem Gunnar J. Friðriksson, formaöur Félags ' tsl. iðnrekenda, flutti við opnun Verðhækkanir erlendis A undanförnum 12 mánuðum hafa orðið meiri verðhækkanir erlendis en dæmi eru um siöan siöari heimsstyrjöldinni lauk. Fyrir tslendinga er þetta hag- stætt að þvi leyti, að útflutnings- vörur sjávarútvegsins hafa flest- ar hækkað mikið i verði. Aftur á móti hafa útflutningsvörur iðnaðarins hækkað miklu minna, og er þvi að skapast alvarlegt ástand hjá útflutningsiðnaðinum. Það er svo ekki siður alvarlegt, að margar helztu nauðsynjavör- ur, sem við kaupum frá útlönd- um, hafa stórhækkað i verði og horfur taldar á, að margar þeirra eigi enn eftir að hækka mikið i verði, t.d. olian. Fyrir Islendinga er þetta sérstaklega tilfinnanlegt vegna þess, að íslendingar flytja tiltölulega meira inn af nauð- synjavörum en nokkur önnur þjóð. Blaöið Visir hefur að undan- förnu birt stuttar fréttagreinar, þar sem greint hefur verið frá verðhækkunum á ýmsum vörum siðustu 12 mánuðina. Þrjár af þessum fréttagreinum eru birtar hér á siðunni. Hækkanirnar, sem hafa orðið á umræddum vörum starfa af hækkunum á innkaups- verðinu Umræddar vörur eru teknar af handahófi, en fjölmörg hliðstæö dæmi er hægt að nefna. Þau sýna ljóslega hið mikla flóð verðhækkana, sem nú fer um flest lönd veraldar. Þessar miklu erlendu verð- hækkanir eru meginorsök þeirra verðhækkana, sem hér hafa orðið undanfarið, og leitt hafa til veru- legra kauphækkana. Þær hafa að vonum alveg sett úr skorðum þær áætlanir um þróun verðlags- og kaupgjaldsmála, sem voru t.d. gerðar I sambandi við siðustu kaupsamninga. Þær sýna jafn- framt greinilega, hve fjarstæðu- kenndur sá áróður stjórnarand- stöðublaðanna er, að ætla að skrifa þær verðhækkanir, sem hér hafa orðið 12 siöustu mánuð- ina, fyrst og fremst á reikning rikisstjórnarinnar. Verðlagsþróunin Vísir 4. okt. Verðhœkkanirnar: Helmings- hœkkun á timbri Hækkunar á vöruverði gætir ekki sizt á bygg- ingávörum. Við könnuð- um verðbreytingar á al- gengustu tegund móta- timburs og kom i Ijós, að smásöluverð með sölu- skatti hefur hækkað um helming á siðustu 12 mán- uðum. Hver meter af 25mm x 150 mm kostaði 33,60 í október i fyrra, kostar nú 67,20. Samkvæmt upplýsing- um kunnugra hefur timb- ur hækkað mun meira á heimsmarkaði en ofan- greind hækkun gefur til kynna. Mikið magn af timbri var flutt til lands- inssnemma á þessu ári og þá varhækkana ekki farið að gæta eins og nú Ekki er talið ólíklegt, að verð á timbri verði i byrjun næsta árs orðið -200% hærra en í október 1972. —ÓG 67.20 kr. 100% hækkun á 12 mán. é 33.60 kr. Október Október 1972 1973 kaupstefnunnar Islenzkur fatnað- ur, vakti hann athygli á þvf, að á árinu 1972 hækkuðu landbúnaðar- vörur um meira en 18%, fiskur og fiskafuröir um nærri 18%, hús- næði og þjónusta um 14%, inn- fluttar neyzluvörur um 12,4%, en innlendar neyzluvörur, þ.e. al- mennar iðnaöarvörur, um aöeins 10,4%. Á þessum tima varð iðnaðurinn að taka á sig yfir 25% kauphækkanir og miklar hráefna hækkanir. Gunnari fórust enn- fremur orö á þessa leið: „Þróunin 1973 hefur orðið hraö- ari, og má sem dæmi nefna, að fyrir 2 árum var verð á áli og frystum fiskblokkum það sama, eða 21 centfyrirhvertenskt pund, en i dag hefur verð á áli mjakazt upp i 27 cent á sama tima og verð á fiskblokk er komið i 72 cent. Þetta dæmi sýnir mjög glögglega, þó ef til vill nokkuð ýkt, mismun- inn á verðlagsþróun iðnaðarvara og fiskafuröa. Þegar svo innlent verðlag eltir verðlag fiskafurða, má ljóst vera i hvern vanda iönaðurinn er kominn. Af gamalli reynslu eigum viö að geta ráðið, að ekki sé á það treystandi, að mjög hátt verðlag á matvælum haldist til frambúð- ar, þar eð hátt verðlag hvetur til aukinnar framleiðslu, sem siðar veldur verðlækkun vegna aukins framboðs. Það væri þvi miður, ef hið mikla góðæri i fiskveiðum og fiskiðnaði, yrði til þess að áform um eflingu iðnaðar og aukningu á útflutningi iðnaðarvara yrðu lögð á hilluna. Það er þvi knýjandi nauðsyn, að stjórnvöld auðveldi iðnaðinum að bregðast við núverandi að- stæðum, svo að hann geti gegnt þvi hlutverki að hleypa fleiri stoðum undir islenzkt efnahagslif og gera það þannig óháðara verð- og aflasveiflum”. Þessi ummæli Gunnars sýna glöggt, hve alvarleg staða iðnaðarins er vegna verðhækkan- anna. Hallormsstaðar- fundurinn Það orkar ekki tvimælis, að áfangi sá, sem náðst hefur i land- helgisdeilunni með brottkvaðn- ingu brezku herskipanna og dráttarbátanna, er fyrst og fremst árangur þeirrar djarflegu ákvörðunar rikisstjórnarinnar að tilkynna brezku stjórninni, að stjórnmálasambandið yrði rofið, ef brezku herskipin færu ekki út fyrir 50 milna mörkin. Sú stefna, að setja Bretum slik skilyrði, var fyrst mörkuð á fundi þingmanna og framkvæmda- stjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var að Hallormsstað ibyrjun september. Þar var sam- þykkt að ráði' forsætisráðherra, að Bretum yrði tiikynnt, að stjórnmálasambandið yrði rofið, ef þeir hættu ekki ásiglingum á is- lenzk varðskip. Jafnframt var lýst yfir þvi, að áframhaldandi ofbeldi Breta gæti breytt afstöð- unni til Nato. Þessi ályktun hafði mikil áhrif á vettvangi Nato. Framkvæmdastjóri þess kom til fslands og hóf siðan kappsamlega að vinna að brottkvaðningu her- skipanna. Bretar létu sér hins vegar ekki segjast og héldu áfram ásiglingum. Ákvörðun, sem bar órangur Þegar hér var komið sögu, stóðu rikisstjórn og utanrikis- málanefnd frammi fyrir þeirri ákvörðun, hvort tilkynna ætti stjórnmálaslit eða ekki. 1 utan- rikismálanefnd voru fulltrúar stjórnarflokkanna og Alþýðu- Framhald á bls. 39. Verðhœkkanir HVEITIÐ 36% Verðhækkanir dynja yfir. Við könnuðum hvað hveiti hefur hækkað mikið siðastliðið ár. Al- gengasta smásöiupakkningin er 5 punda pokar. Algeng tegund af hveiti, sem kostaði 65 krónur I september f fyrra kostar þessa dagana 87 krónur. Hefur hveiti þvi hækkað um 36%. Litiö mun vera um hveiti I verzlunum um þessar mundir en næsta sending, sem kemur, verð- ur mun dýrari. — ÓG. 3G% Vísir 21. sept.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.