Tíminn - 07.10.1973, Qupperneq 31

Tíminn - 07.10.1973, Qupperneq 31
Sunnudagur 7. október 1973. TÍMINN 31 komið getur fyrir einn karlmann. segir hann — Manni finnst maður vera ungur og hraustur á allt annan hátt en eftir læknis- meðferð. Sumir vina minna likja mér við Charlie Chaplin, sem eignaðist sitt siðasta barn, þegar hann var sjötugur. Það er samliking, sem ég kann að meta. En jafnvel þótt hann tútni út af stolti, hefur Ponti hefðbundnar skoðanir á föðurhlutverkinu. — Það er bara hlægilegt þegar full- orðinn karlmaður skiptir á barni og heldur á pela. Ekki til að tala um. Þangað til að barnið er.það stórt, að hægt er að tala við það, er það hlutverk móðurinnar að sjá um það. —Vegna þessa viðhorfs átti sér stað fyrst fyrir einu ári reglulegt samband milli Cipis og föður hans, — þegar snáðinn byrjaði að tala, segir Sophia. Nú tala þeir mikið saman um Tarsan og likar söguhetjur á þrem málum — itölsku, þýzku og ensku. Hún fékk höll i morgungjöf Það eru engar ýkjur, þegar Sophia segist hafa þurft að berjast áfram i þessum heimi. Sophia Scicolone fæddist fyrir 38 árum i Napoli, og ólst upp i fátækrahverfi. Fjórtán ára fékk hún smáhlutverk i kvikmynd, og vann eftir það fyrir sér sam statisti eða ljósmyndafyrirsæta. Þangað til árið 1962, að hún vann verðlaun fyrir leik sinn i „Tvær konur”, framleidd af Carlo Ponti. Eftir að hún hafði lengibúiðmeð hinum tuttugu ára eldri Ponti, giftist hún honum, þegar hann hafði fengið skilnað frá fyrri konu sinni, i Mexikó. En italskir dómstólar neituðu að viðurkenna skilnaðinn. Tiu árum siðar urðu Sophia og Ponti franskir rikis- borgarar og gátu loksins verið löglega gift. Bæði börnin hafa franskan rikisborgararétt. Morgungjöf Pontis til Sophiu var Villa Ponti, höll frá sextándu öld, sem liggur rétt fyrir utan Róm. Skammt þar frá hefur páfinn sinn sumarhvildarstað. Þegar fyrri sonur Pontis fæddist, sagði hann — þangað til núna hefur þetta fallega hús staðið til einskis gagns. Bara tómir salir. Nú er það fullt af lifi. Það beið bara eftir að verða heimili fyrir barn. Sophia var send til dr. Wattevilla sem er sérfræðingur i erfiðum fæðingum, af vinkonu sinni, sem hafði tvivegis misst fóstur. Þegar hún var viss um.að hún væri með barni, fór Sophia algjörlega eftir ráðum læknisins, „lokaði” sig inni i ibúð á Hótel Intercontinental i Genf. 29. desember 1968 rættist draumur frú Pontis loksins. Hún fæddi heilbrigðan son: Carlo Hubert Leone Ponti junior. Dr. de Watteville var fenginn til að vera guðfaðir. I þakklætisskyni lofaði Ponti að gefa borginni Genf stofu fyrir erfiðar fæðingar að verð- mæti 30 milljónir. Af þessu varð þó ekki vegna ganrýni samstarfs- fólks.de Watteville, sem fannst hann hafa notfært sér aðstæður til auglýsinga, sem hann hafði ekki unniðtil. Aðlokum varð Ponti svo leiður á þessari gagnrýni og þeim hindrunum,sem urðu á vegi hans, að hann dró tilboð sitt til baka. Fjórum árum seinna fæddi Sophia annan soninn i sama her- bergi og á sama sjúkrahúsi, umkringd sama hjúkrunarfólki undir stjórn dr. de Watteville. — Eftir að ■ Cipi fæddist fékk ég hundruð bréfa frá konum, sem óskuðu mér til hamingju og báðu um ráð segir Sophia — og ég upp- götvaði, að margar konur áttu við sömu erfiðleika að striða og ég hafði haft. Þess vegna glöddust þær með mér, þegar ég fékk ósk mina uppfyllta. Þær skrifuðu til min, eins og ég væri þeirra vitra, stóra systir. Mér fannst það skylda min að svara hverju einasta bréfi. Eins og með flestar mæður finnst Sophiu hún hafa gert margt rangt i uppeldi sins fyrsta barns og vill ekki að það endurtaki sig með næsta barn. — Að minnsta kosti vona ég að ég hafi vanið mig af þvi að vera afbrýðisöm móðir, segir hún — Ég hélt Cipi frá öðru fólki, eins og hann væri min einkaeign.Og alltaf var ég hrædd um.að honum yrði rænt, eða hann yrði veikur. Nú hefur mér lærzt það að börn þurfa að sjá annað fólk. Annars munu þau liða fyrir Fæðing Cipis var eins vel undirbúin og Apollo geimskot, segir Sophia hlæjandi. — Ég var alveg eins varkár með mig i þetta skipti, en núna vissi ég líka hvað ég átti eftir aö ganga i gegnum. þaö seinna. Cipi er svo vanur að vera umkringdur af fullorðnu fólki, að hann á i erfiðleikum með að aðlagast á barnaheimilinu. Ég var svo upptekin af honum, að ég hugsaði ekki um annað.Talaði ég við annað fólk var það aðeins um Cipi. Ég reyni að angra annað fólk ekki eins mikið með Edoardo og ég gerði með Cipi. Ég leita ráða i læknisbók, þegar um er að ræða kvef eða eitthvað slikt. Annars vil ég helzt gera það sem mér finnst réttast. Móður minni likar ekki minar uppeldis- aðferðir, — það gera nú lika fæstar ömmur. Þegar Cipi var minni, grét hann mikiö.og erfitt var að fá hann til að borða. Mamma var vön að segja, að uppeldið á börnum yngri systur minnar væri miklu betra. Börnin hennar hefðu alltaf sofið á næturnar og borðað á máltiðum..Og ástæðan var auðvitað sú, að mamma sá u:'’ þau. En ég man það, að fyrsta barn systur minnar borðaði varla nokkuð. Og næsta barn hélt vöku fyrir allri fjölskyldunni á hverri nóttu. En mamma er varla sú eina, sem ekki man það, sem hún vill helzt gleyma. En jafnvel þó þær mægður séu ekki ásáttur um barna- uppeldi ber Sophia mikla virðingu fyrir móður sinni. — Ég væri litið hrædd við ellina ef ég væri örugg með að lita eins vel út og hún getr. Hún hefur skýran glampa i augunum.fallegan vöxt, — grönn og spengileg. Og fyrst og fremst, hún er „lifandi” Ef ég gæti litið eins vel út og hún á sama aldri væri ég ánægð með lifið.... Draumurinn um hið ókunna En er Sophia ekki ánægð núna — með tvo heilbrigða og laglega syni, samhentan eiginmann og frábæra hæfileika sem leikkona? (á næstunni á hún að leika titil- hlutverkið i myndinni Anna Karenina) Finnst henni ekki, að hún hafi náð sinu takmarki i lfinu nú þegar? — Jú ég hef náð þvi, sem ég hef alltaf óskað mér — að vera — kona, sem hefur fætt þeim manni, sem hún elskar, heilbrigð börn. Mér finnst ég miklu heilbrigðari og öruggari en ég var. 1 dag hef ég fengið allt, sem ég get óskað mér: er leikkona, er gift Carlo, hef fætt honum börn og lifi rikmannlega. Samt finnst mér mig vanta eitt- hvað. — Eitthvað sem ég get ekki útskýrt. Einhver litill afkimi i lifi minu er ekki alveg fylltur, eins og hann ætti að vera. Það er draumurinn um hið ókunna, eitthvað, sem ekki verður náð eitthvað, sem fær okkur til að fara á fætur á morgnana og vakna til nýs dags. Á hverjum degi vakna ég með sömu tilfinninguna, að nú muni ég upplifa eitthvað nýtt, eitthvað gleðilegt og fallegt. (Kris lauslega þýtt og endursagt) Námskeið á vegum Iðnþróunarstofnunar ísland Áætlað er að halda á næstunni nokkur námskeið um rekstrartækni, rekstrarhag- fræði og vöruþróun. Námskeið þessi eru einkum ætluð stjórn- endum iðnfyrirtækja og þeim, er starfa við framleiðslustjórn og — skipulagningu, svo og kennurum og ráðunautum á þess- um sviðum. Námskeiðin eru þessi: Nýjar framleiðsluhugmyndir 11. okt. kl. 13:00-17:00. Hönnun og framleiðslutækni 5.-9. nóv. Fjárhagseftirlit 12.-15 nóv. Vöruþróun og -hönnun 12.-15. nóv. Verðmætisgreining (6x1/2 d.) 14.-16. og 21.-24. nóv. Framleiðsluskipulagning og -eftirlit 26.-29. nóv. Gæðaskipulagning og -eftirlit 3.-6. des. Þátttaka tilkynnist til Iðnþróunarstofnun- ar íslands, Skipholti 37 simi 81533, i siðasta lagi 15. október. Frestur til að tilkynna þátttöku i fyrsta námskeiðinu er þó til 8. október. Nánari upplýsingar er að fá i bæklingi, sem Iðnþróunarstofnunin hefur gefið út, og i stofnuninni i sima 81533. (Geymið auglýsinguna) K.F.U.K. — VINDÁSHLÍÐ HLÍÐARKAFFI verður selt i húsi K.F.U.M. og K. Amtmannsstig 2B i dag, sunnudaginn 7. október, til ágóða fyrir starfið i Vindás- hlið. Kaffisalan hefst kl. 3. e.h. Einnig verður kaffi á boðstólum eftir samkomuna um kvöldið. Komið og drekkið siðdegis- og kvöldkaffið hjá okkur. Stjórnin Stór-hlutavelta Kvennadeilar Slysavarnafélags íslands i Reykjavik verður i dag kl. 2. e.h. i Iðnskól- anum — gengið inn frá Vitastig og Berg- þórugötu Aðeins góðir munir — enginn núll — ekkert happdrætti Fjölmennið á hlutaveltuna og styrkið kvennadeildina i starfi Kvennadeild SVFÍ i Reykjavik. Tímínn er peningar Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa i umferðar- óhöppum: Volvo 144, árgerð 1972 Volvo 544, árgerð 1963 Opel Kekord, árgerð 1966 Skoda 110 L, árgerð 1972 Saah 96, árgerð 1966 Ford Cortina, árgerð 1964. Bifreiðarnar verða til sýnis að Smiðshöfða 17, Reykjavik, á morgun (mánudag) frá kl. 15 til 18. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Tjónadeild, fyrir hádegi á þriðjudag 9. október 1973.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.