Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 23.10.2004, Qupperneq 6
6 23. október 2004 LAUGARDAGUR Margaret Hassan sagðist óttast um líf sitt í myndbandi sem al-Jazeera birti: Ég vil ekki deyja eins og Bigley ÍRAK, AP „Hjálpið mér, hjálpið mér. Þetta gætu verið síðustu klukkustundirnar mínar. Vin- samlegast hjálpið mér,“ sagði Margaret Hassan grátandi á myndbandi sem komið var til al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinn- ar. Hassan er stjórnandi CARE hjálparsamtakanna og var hneppt í gíslingu á dögunum. Hassan bað breskan almenn- ing um að fara þess á leit við Tony Blair forsætisráðherra að kalla breskar hersveitir heim frá Írak og að flytja þær alls ekki til Bagdad. Hún sagði það veru hersveitanna að kenna að fólk eins og hún og Kenneth Bigley væru tekin í gíslingu. „Ég vil ekki deyja eins og Bigley,“ sagði hún. Bigley var hnepptur í gísl- ingu ásamt tveimur Bandaríkja- mönnum. Þegar Bretar urðu ekki við kröfum gíslatökumanna um að fara frá Írak myrtu þeir Bigley og sendu myndband af aftöku hans til sjónvarpsstöðva. Margaret Hassan hefur sinnt hjálparstarfi í Írak um þriggja áratuga skeið. Eftir birtingu myndanna í gær hvöttu breskir og írskir ráðamenn gíslatöku- mennina til að sleppa henni. ■ Byssumaður var sagður hættulaus Ungur maður sem strauk úr fangelsinu við Skólavörðustíg á mánudag var sagður hættulaus þegar lýst var eftir honum. Hann er nú ákærður fyrir vopnað rán með skammbyssu og fyrir að leggja haglabyssu að andliti manns. DÓMSMÁL Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir vopnað rán í Hring- brautarapóteki, en hann var með skammbyssu. Hann er líka ákærð- ur fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilt- urinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenjumikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með hann og tveir lögreglu- menn aðstoðuðu við gæslu við þingfestingu málanna í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrj- un september síðastliðins. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gas- skammbyssu. Hann segist ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið rítalín. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófust á milli lyfsalans og piltsins. Við það hljóp skot úr byssunni. Einnig játar pilt- urinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af rítalíni. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað að hleypa af. Í annarri á- kæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyss- una en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er hann sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann og tók hálstaki, á veitingastað í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skóla- vörðustíg fyrr um daginn því hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann. hrs@frettabladid.is Ólafsfjörður: Húsleit og handtökur LÖGREGLA Þrír menn voru hand- teknir eftir húsleit í Ólafsfirði í gær. Tveir mannanna eru grun- aðir um innbrot í leikskóla bæjar- ins en þeim þriðja var sleppt fljót- lega eftir handtökuna. Í innbrotinu var stolið fjórum dvd-drifum úr tölvum, nýrri staf- rænni myndavél auk annarra tölvuhluta. Lögreglan fékk í gær- morgun dómsúrskurð til húsleitar hjá mönnum sem áður hafa kom- ist í kast við lögin. Í húsleitinni fannst hluti þýfisins. Mönnunum tveimur var sleppt að loknum yfirheyrslum hjá lögreglu í gær- kvöld. ■ Aldarafmæli: Móttaka í Bjarkarhlíð LANDVERND Í tilefni af því að í mánuðinum er heil öld liðin frá fæðingu Hákonar Guðmundsson- ar, fyrsta formanns Landvernd- ar, bjóða dætur hans, Skógrækt- arfélag Íslands og Landvernd til samkomu í Bjarkarhlíð við Bú- staðaveg á morgun klukkan tvö, að því er fram kemur á Vef Land- verndar. Hákon var yfirborgardómari og hæstaréttarritari, fæddist á Hvoli í Mýrdal árið 1904 og lést í ársbyrjun árið 1980. Hann var mikill áhugamaður um skógrækt og landgræðslu og varð fyrsti formaður Landverndar árið 1969. Hákon og kona hans Ólöf Árnadóttir bjuggu og ræktuðu í liðlega 30 ár við Bjarkarhlíð í Reykjavík. ■ ,,Hann viðurkennir að hafa hótað lyf- salanum líf- láti fengi hann ekki lyfið VEISTU SVARIÐ? 1Hvað hefur ríkisskattstjóri gert JóniÓlafssyni að greiða mikið til viðbótar í skatt? 2Hvar eru lendurnar sem Hæstirétturskar úr um í svokölluðu þjóðlendu- máli á fimmtudaginn? 3Hvað kostar krufning? Svörin eru á bls. 50 Akureyrarbær: Skilaboð á strætó FORVARNIR Nýir auglýsingaborðar eru komnir á strætisvagna Akur- eyrar með áletrunum „Mamma er mín fyrirmynd! Foreldrar eru bestir í forvörnum“ og „Pabbi er mín fyrirmynd! Foreldrar eru bestir í forvörnum“. Með þessu vill áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar vekja foreldra til umhugsunar um að þeir eru fyrirmynd barna sinna, að því er fram kemur í tilkynningu bæjar- ins. „Það að vera góð fyrirmynd þýðir það að þú þarft að sýna þá hegðun sem þú villt að barn þitt og unglingur temji sér,“ segir í tilkynningu nefndarinnar og áréttað að það sem foreldrar gerir vegi þyngra en það sem þeir segja. - óká Umboðsmaður Alþingis: Óvönduð stjórnsýsla hjá Háskóla Íslands STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Al- þingis segir Háskóla Íslands hafa brotið gegn góðum stjórnsýslu- háttum þegar hann síðasta vetur ákvað að stytta tímabilið sem nemendur hafa til að greiða skrá- setningargjald við skólann. Þá átaldi Umboðsmaður skólann fyrir seinagang í svörum við fyr- irspurnum sínum vegna málsins. Hætta átti að veita nemendum frest fram á sumar til að greiða gjöldin, líkt og gert hafði verið undanfarin ár. Stúdentar áttu að greiða gjaldið á tímabilinu 22. til 26. mars, en eftir mótmæli Stúd- entaráðs var frestur til greiðslu framlengdur til 4. júní. Um leið skaut Stúdentaráð málinu til Um- boðsmanns Alþingis. Jarþrúður Ásmundsdóttir, for- maður Stúdentaráðs, segist vænta þess að Háskólinn taki mark á úr- skurði Umboðsmanns Alþingis. „Svo kynntum við stúdentar okkar sjónarmið mjög rækilega í vor og förum áfram fram á að greiðslufrestur verði veittur fram á sumar. Ótækt er að ætlast til að fólk greiði skrásetningargjöld í mars, þegar fólk er komið í botn í yfirdráttarheimild, námslán uppurin og langt í að tekjur vegna sumarvinnu skili sér.“ - óká ESB og Darfur: Leggja fé í friðargæslu BRUSSEL, AP Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja friðar- gæslustarf Afríkuríkja í Darfur með fjárframlagi að andvirði rúmra átta milljarða króna. Framlagið nemur um helmingi þeirrar upphæðar sem talið er að það kosti að fjölga friðargæslu- liðum í Darfur í Súdan úr 390 í rúmlega þrjú þúsund. Stjórnir Afríkuríkja höfðu bent á að til þess að hægt væri að binda enda á átök og árásir í héraðinu þyrftu Vesturlönd að leggja til fjármuni og aðstoð við að flytja hermenn. Stjórnir Bandaríkjanna, Kanada og Ástr- alíu hafa sagst reiðubúnar að sjá um flutning friðargæsluliða. ■ VEGGJAKROT Á HÆSTARÉTT Dómvörður í Hæstarétti kallaði til lögreglu vegna veggjakrots á húsi réttarins sem hann varð var við þegar hann mætti til vinnu í gærmorgun. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu stóð „Hæstiréttur fyrir karla“ og „Hún reitti hann til reiði“. Lög- reglan í Reykjavík rannsakar málið. ÚR HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Piltur sem strauk úr fangelsinu við Skólavörðustíg í vikunni mætti í Héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Hann strauk því hann vildi ekki í fangelsið á Litla-Hrauni en þangað átti að flytja hann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI MARGARET HASSAN Augljóst var af myndbandinu sem birtist í gær að Margaret Hassan óttaðist mjög um líf sitt. JARÞRÚÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir ótækt að ætlast til að stúdentar við Háskóla Íslands greiði skrásetningargjöld næsta árs í mars þegar þeir eru hvað blank- astir og langt í tekjur vegna sumarvinnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 06-07 22.10.2004 21:26 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.