Fréttablaðið - 23.10.2004, Page 10

Fréttablaðið - 23.10.2004, Page 10
23. október 2004 LAUGARDAGUR Áheit vegna kajakleiðangursins: Á þriðju milljón króna safnaðist BLINDRALEIÐANGUR Áætlað er að á þriðju milljón króna hafi safnast í áheitum fólks vegna kajakleið- angurs á vegum Blindrafélagsins, sem farinn var með austurströnd Grænlands í sumar og haust. Þetta segir Baldvin Kristjáns- son leiðangursstjóri, en undir- strikar jafnframt að hluti áheit- anna eigi eftir að skila sér, þannig að ekki sé um endanlega tölu að ræða. „Við erum mjög ánægðir með þessar undirtektir,“ sagði Baldvin og bætti við að loforð hefðu borist bæði frá Bandaríkjunum og Bret- landi, auk Íslands að sjálfsögðu. Búnaður leiðangursmanna verður sendur hingað til lands frá Grænlandi á næstu dögum. Bald- vin sagði nú ljóst að megnið hefði bjargast, þar á meðal myndir leið- angursmanna. „Við getum því staðið við áætl- anir okkar um að fara með myndasýningar og frásagnir af leiðangrinum um landið,“ sagði hann. „Svo ætlum við að gefa út bók með myndum og frásögnum. Þetta verður nú að veruleika þrátt fyrir hrakningana sem búnaður- inn lenti í.“ -jss Slökkviliðið á Bifröst: Nemendur slökkva elda BRUNAVARNIR Slökkvilið Viðskipta- háskólans á Bifröst er eingöngu skipað nemendum við skólann. Aldurshópur nemendanna er dreifður og vinna konur jafnt sem karlar margvísleg verk slökkvi- liðsins. Á dögunum var haldin fyrsta æfing vetrarins og tóku um fimmtán nemendur þátt. Helgi Harrysson, nemandi við skólann, stjórnaði æfingunni en hann starfaði áður sem slökkviliðsmað- ur í Hafnarfirði. Viðskiptaháskólinn hefur til umráða slökkviliðsbíl og öll tæki og tól til að sinna útköllum á skólasvæðinu. Ef upp kemur eldur kemur það í hlut nemenda að halda hon- um í skefjum þar til slökkviliðið í Borgarnesi mætir á staðinn. Kristján Pétur Kristjánsson, nemandi í skólanum, var á sinni fyrstu slökkviliðsæfingu þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Mig langaði að prufa þetta og eftir fyrstu æfinguna ákvað ég að vera í slökkviliðinu,“ sagði Kristján Pétur. Hann hefur áður farið á æfingu með slökkviliði en það var hluti af slysavarna- námskeiði sjómanna. ■ HÓTEL ÖRK sími 483 4700 20. 26. og 27. nóvember - 3. 4. 10. og 11 desember - www.hotel-ork.is DAGBLAÐIÐ VÍSIR 240. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2004] VERÐ KR. 295 Una Kristinsdóttir horfði á eftir dóttur sinni, Thelmu Kristjánsdóttur, í gröfina. Hún var þriggja barna móðir. Ofsótt af hand-rukkurum vegna skuldar sambýlismanns. Hannsvipti sig lífi og hún fylgdi á eftir til að losna undan hótunum og ofbeldi. Bls. 10-12 Ofsótt af handrukkurum Þeir drápu dóttur mína Ekkja Rabba Lifir í skugga erfðasjúkdóms Dorrit stór- glæsileg í auglýsingu i - l il í l i Thelma dó vegna ofsókna handrukkara LEIÐANGURSSTJÓRINN Baldur segir loforð hafa borist bæði frá Bandaríkjunum og Bretlandi. OLÍUFÉLÖGIN „Aðferðafræði Sam- keppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints sam- ráðs,“ segir Tryggvi Þór Her- bertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnis- stofnunar er því haldið fram að ol- íufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 millj- arða króna vegna samráðs á árun- um 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofn- unar séu órökstuddir og að skýr- ingar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geti haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Sam- kvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtæk- in hafi hagnast um vegna sam- keppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undr- andi á því að útreikningar Sam- keppnisstofnunar í frumskýrsl- unni væru ekki betur rökstuddir. „Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heims- markaðsverð, gengisþróun, hag- sveiflu og fleira, „ segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úr- skurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. „ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem sam- ráðið hefur valdið og því eru sekt- ir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægi- lega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það,“ segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hag- fræðistofnunar. „Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnis- ráðs,“ segir Guðmundur. sda@frettabladid.is TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON, FORSTÖÐUMAÐUR HAGFRÆÐISTOFNUNAR Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja. Hafnar útreikningum Samkeppnisstofnunar Hagfræðistofnun Háskólans segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna vegna samráðs hafi ekki við rök að styðjast. Hann segist undrandi á skorti á rökstuðningi Samkeppnisstofnunar. ESSÓ, OLÍS OG SKELJUNGUR SÆTA RANNSÓKN Samkeppnisstofnun telur að olíufélögin þrjú hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. 10-11 22.10.2004 21:31 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.