Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2004, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 23.10.2004, Qupperneq 16
23. október 2004 LAUGARDAGUR BRETLAND, AP Sjö þúsund manns hafa lýst sig reiðubúna til að greiða andvirði fimmtán milljónir króna fyrir að fljúga út í geiminn með Virgin að sögn aðaleigandans, Richards Branson. „Við erum afar ánægð því þetta þýðir að sú áhætta sem við tókum virðist ætla að borga sig,“ sagði hann. Branson segist hafa varið nær átta milljörðum króna í undirbún- ing fyrir geimferðir og kvaðst ein- nig ætla að greiða tæpa tvo millj- arða fyrir réttinn á tækninni að baki SpaceShipOne, fyrsta geim- farinu sem var smíðað alfarið af einkaaðilum og hefur tvívegis ver- ið flogið út í geiminn í skamma stund. Meðal þeirra sem hafa lýst áhuga á að fljúga út í geiminn er bandaríski leikarinn William Shatner sem er frægastur fyrir að hafa leikið Kirk kaptein í Star Trek myndunum. ■ Segja ofbeldi hand- rukkara orðum aukið Lögreglan og bráðamóttakan segja að meint ofbeldi handrukkara í íslenskum samtíma sé orðum aukið. Dæmi séu um hótanir og ógnanir en sem betur fer lítið um efndir. Sögusögnum sé komið á kreik og viðhaldið til að skapa ótta. „Það heyrir til undantekninga að hótunum og ógnunum sé fylgt eftir með ofbeldi,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík. „Lögreglan heyrir alltaf af og til sögur og sagn- ir um ógnir og hótanir handrukk- ara. Sögur og sagnir okkar Íslend- inga hafa þjónað ákveðnum til- gangi í gegnum aldirnar og gera það enn þann dag í dag. Ætlunin með þeim er að hræða. Hins vegar hættir fólk að taka mark á sögunum ef þeim er aldrei fylgt eftir,“ segir Ómar Smári. Hann segir að slík tilvik séu sem betur fer fá. Brynjólfur Mogesen, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, tekur undir orð Ómars. Hann segist ekki telja að aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum sem tengja mætti við handrukkara. „Starfsfólk hér á Bráðamóttökunni er mjög næmt fyrir öllum breyt- ingum. Ég hef ekkert heyrt talað um það að einhver bylgja ofbeldis sem tengst gæti handrukkurum sé í gangi,“ segir Brynjólfur. Íslendingar kveða sterkt að orði Ómar Smári segir að ofbeldið sé alls ekki á þeim nótunum sem um- ræðan í þjóðfélaginu hefur gefið til kynna. „Íslendingar eru vanir að kveða sterkt að orði svo heyrist í gegnum eldgosadrunurnar og jarðskjálftagnýinn eins og Jón Hreggviðssson sagði. Menn vilja kannski gera viðkomandi skýr- lega grein fyrir því, með því að mála sterkum orðum, að honum beri að greiða skuld sína,“ segir Ómar Smári. Brynjólfur segir að sögusagnir um ofbeldi handrukkara séu sterkar og lifi lengi. „Ef hand- rukkari brýtur hnéskel á manni verður það að sögu sem lifað getur ef til vill í fimm ár. Sagan kemst á kreik og henni er viðhald- ið. Ég hef enga trú á því að hné- skeljar séu brotnar annan hvorn dag. Ég er alls ekki að halda því fram að það komi ekki fyrir, en það er alls ekki algengt,“ segir Brynjólfur. Flestar kærur vegna hótana Aðeins eru kærð til lögreglunnar nokkur tilvik á ári sem tengjast handrukkurum. „Kærurnar eru í langflestum tilfellum vegna hót- ana um ofbeldi. Fólki er ógnað með hótunum um ofbeldi sem það verði fyrir standi það ekki í skil- um. Það er engin spurning í okkar huga að slíkt á að kæra til lög- reglu. Það skiptir miklu máli að lögreglan hafi vitneskju um þá sem beita hótunum eða ofbeldi svo hægt sé að grípa til aðgerða gegn þeim, „ segir Ómar Smári. Aðspurður segir Ómar Smári að innheimta vegna skulda sem ekki eru greiddar fari oftast þan- nig fram að handrukkarar sæki verðmæti í hendurnar á fólki. Flestar skuldir vegna fíkniefna “Í langflestum tilfellum eru skuldir sem handrukkarar eru fengnir til að innheimta tilkomnar vegna fíkni- efna. Fólk hefur keypt fíkniefni um- fram getu. Fíkniefnin hafa verið lánuð gegn loforði um greiðslu síðar en ekki hefur verið hægt að standa í skilum þegar á hólminn er komið,“ segir Ómar Smári. „Ein ástæðan fyrir því að fólk veigrar sér við því að leita aðstoð- ar lögreglu er sú að skuldin er til- komin vegna einhvers ólöglegs at- hæfis, sem sagt kaupa á fíkniefn- um. Til að komast hjá því að lenda í slíkri stöðu er besta ráðið að neyta ekki fíkniefna,“ segir hann. Tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir Aðspurður segir Brynjólfur að ekki sé hægt að taka saman tölu- legar upplýsingar um þau tilvik sem fólk hafi leitað á bráða- vaktina vegna ofbeldis af höndum handrukkara. „Skráningarkerfið tekur ekki sér- taklega á of- beldi vegna handrukkara þó svo að sér- stakt skrán- ingarkerfi sé vegna ofbeldis- verknaða. Til þess að taka saman tölur um ofbeldi vegna handrukkara þyrfti því að fara í gegn- um allar sjúkra- skrár,“ segir Brynjólfur. „Auk þess þarf hinn slasaði að tilkynna að hann hafi verið meiddur af hand- rukkara. Þetta er hins vegar líkt og með heimilis- ofbeldi og of- beldi gegn börn- um, að fólk seg- ir ekki frá. Ef við fáum ekki réttar upplýsingar frá hinum meidda er erfitt fyrir okkur að fylgjast með þessu,“ segir Brynjólfur. Innheimta í takt við tímann “Þetta er bara í raun og veru einn máti innheimtu,“ segir Ómar Smári. Til eru aðrar aðferðir, svo sem að senda innheimtubréf, hringja í fólk, koma í heimsóknir þar sem fólk er hvatt til að greiða skuldir sínar. Þetta hefur viðhafst síðan Skálholt fór að innheimta skuldir af bændum fyrr á öld- um. Þetta hefur síðan þróast í takt við breytta tíma,“ segir hann. Ómar Smári segir að flestar kærur vegna ofbeldis handrukk- ara sem koma upp á borð lögreglu varði frelsissviptingu. „Það eru fyrst og fremst tilfelli þar sem einstaklingar eru sviptir frel- si sínu í smá tíma. Farið er með þá á afvikinn stað þar sem þeim er hótað og síðan sleppt án þess að hljóta skaða af. Sem betur fer fylgja menn ekki eftir þess- um hótunum sínum í þeim mæli sem fólk virðist hafa á tilfinn- i n g - unni,“ segir hann. „Íslendingar horfa mikið á kvikmyndir og mega ekki heim- færa veruleikann sem þar fer fram á íslenskan veru- leika,“ segir Ómar Smári. ■ ■ OFBELDI 16 MIKIL UMRÆÐA HEFUR SKAPAST Í ÞJÓÐFÉLAGINU UM OFBELDI HANDRUKKARA Lögreglan segir að flestar kærur vegna ofbeldis handrukkara sem koma upp á borð lögreglu varði skammtíma frelsissvipt- ingu. Farið er með þá á afvikinn stað þar sem þeim er hótað og síðan sleppt án þess að hljóta skaða af. Lögreglan segir að sem betur fer sé hótunum sjaldnast fylgt eftir. Myndin er sviðsett. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING EFNDIR HÓTANA HANDRUKKARA FYRIRMYNDIN Branson vill kaupa tæknina á bak við SpaceShipOne sem varð fyrsta flaugin, smíðuð af einkafyrirtækjum, sem gat flogið út í geim. Branson segir viðtökur við geimflugi jákvæðar: Þúsundir vilja út í geim Bresku Bootskeðjurnar: Eggjandi apótek BRETLAND Breski lyfjaverslanaris- inn Boots hefur ákveðið að bregð- ast við minnkandi hagnaði með því að selja kynlífsleikföng í verslun- um sínum sem eru yfir 1.400. Að sögn breska blaðsins Guardian er framtakið í samvinnu við smokka- framleiðandann Durex. Gert er ráð fyrir að snemma á næsta ári verði hægt að kaupa titrara, erótískar nuddolíur og aðrar unaðsvörur um leið og tannkrem og verkjalyf. Seg- ir Boots að með þjónustunni sé einkum reynt að höfða til kvenna. Gengi hlutabréfa í Boots hækk- aði lítillega í kauphöllum í gær eft- ir að tíðindin spurðust út. ■ ÞRIGGJA ÁRA FANGELSI Stefán Logi Sívarsson var í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær dæmd- ur í þriggja ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann framdi á tveimur dögum í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjög- urra ára fangelsi. Ein líkams- árásanna var sérstaklega hættuleg, þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á hon- um þar sem hann lá í gólfinu. Stefán játaði tvö högg af þrem- ur. BEITTI SAMBÝLISKONU OF- BELDI Maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa beitt sambýlis- konu sína miklu ofbeldi í þrem- ur líkamsárásum en hún hlaut varanlega áverka vegna einnar árásarinnar. Málflutningur var í málinu í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Maðurinn er sagður hafa ráðist hvað eftir annað á sambýlis- konu sína á heimili þeirra í hálfan sólarhring. Í ákæru er því meðal annars lýst að hann hafi margoft gengið í skrokk á konunni, barið og sparkað í hana, snúið upp á handleggi hennar og dregið hana á hönd- um og fótum upp og niður stiga á milli hæða í húsinu. BARÐI SLASAÐAN MANN MEÐ KYLFU Málflutningur átti að vera í máli gegn þekktum of- beldismanni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en var frestað vegna þess að fórnar- lambið mætti ekki. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa, í félagi við annan mann, ráðist á mann sem lá mjaðmargrindarbrotinn eftir bílslys. Ákærði er sagður hafa slegið hann nokkrum sinn- um með kylfu í líkamann. Fórn- arlambið handleggsbrotnaði, marðist á fótlegg og tognaði á ökkla. MIKIL GÆSLA VEGNA BYSSU- MANNS Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. 16-17(360gráður) LAGA 22.10.2004 19:05 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.