Fréttablaðið - 23.10.2004, Qupperneq 18
Það er algengur misskilningur að
stjórnmálaflokkar í lýðræðisríki
hljóti að bera lýðræði fyrir
brjósti, ekki aðeins í orði heldur
og á borði. Ekkert gæti verið fjær
lagi. Stjórnmálaflokkar eru í eðli
sínu maskínur til að vinna kosn-
ingar og ná völdum með hverjum
þeim ráðum sem hægt er að kom-
ast upp með. Það var t.d. Fram-
sóknarflokknum á sínum tíma
mikið fagnaðarefni þegar hann
náði hreinum þingmeirihluta út á
þriðjung atkvæða. Og í kosning-
unum 1956 var það yfirlýst mark-
mið kosningabandalags Fram-
sóknar- og Alþýðuflokks að ná
völdum með ríflega þriðjungi at-
kvæða. Eftir margvíslegar breyt-
ingar á kosningafyrirkomulagi og
kjördæmaskipun sættum við okk-
ur enn í dag við verulegt misvægi
atkvæða eftir búsetu og flokkum.
Fyrir nokkru lýsti ég því hér í
þessum dálki hvernig aðeins er
kosið um örfá sæti í hinum al-
mennu, lögbundnu kosningum; úr-
slit þeirra gefa aðeins til kynna
hlutföllin milli flokkanna, sem
þeir geta notfært sér til hrossa-
kaupa um aðild að stjórn landsins
eftir kosningar. Hinar raunveru-
legu kosningar fara fram með
prófkjörum eða ákvörðunum full-
trúaráða, þar sem fáar reglur
gilda, og þessar fáu eru mjög
sveigjanlegar, og þeir sem telja
sig órétti beitta hafa fá úrræði til
að fá leiðréttingu sinna mála.
Þarna er úthlutað í hin „öruggu
sæti“. Sennilega eru þau þingsæti
sem ráðast í kosningum ekki fleiri
en 6-7, oftast færri.
Það sama hefur verið uppi á
teningnum í kosningum til full-
trúadeildar þingsins í Bandaríkj-
unum, samkvæmt grein nýlega í
tímaritinu Economist.
Eftir að Hæstiréttur Banda-
ríkjanna hafði úrskurðað að öll at-
kvæði skyldu hafa jafnt vægi var
það leitt í lög að fyrir fyrstu kosn-
ingar á hverjum áratug skyldi
mörkum kjördæma breytt þannig
að þau yrðu því sem næst jöfn að
atkvæðafjölda. Og hverjir skyldu
svo sjá um þessar breytingar?
Það er sá flokkur sem fer með
völdin í hverju ríki! Afleiðingin er
kjördæmi sem eru æði skrítin í
laginu: sum eins og kleinuhringir,
önnur eins og kringlur, og sum
jafnvel eins og blekklessur!
Smátt og smátt hefur „örugg-
um kjördæmum“ fjölgað, uns svo
er komið að níu af hverjum tíu
Bandaríkjamönnum búa í kjör-
dæmum sem eru í raun eins
flokks kjördæmi. Árin 1992-96
var kraftmikil kosningabarátta
háð í meira en hundrað kjördæm-
um. Sú tala var komin niður í 50
árin 2000-02, og kunnir stjórn-
málafræðingar hafa talið hana
komna niður í liðlega 30 í komandi
kosningum.
Í síðustu forsetakosningum
fékk Demókrataflokkurinn meiri-
hluta atkvæða en fékk þó minni-
hluta kjörmanna í Kjörmannaráð-
inu, sem kýs forsetann. Mismun-
urinn liggur fyrst og fremst í því
að höfuðvígi demókrata eru stór-
borgarsamfélögin á vestur- og
austurströndinni, en repúblikanar
eru sterkari í úthverfum borg-
anna og sveitunum. Þetta þýðir að
demókratar vinna oft sín kjör-
dæmi með 80% atkvæða eða
meira en repúblikanar eru að
vinna sín með 55-60%. Reiknað
hefur verið út að til þess að hafa
möguleika á að vinna meirihluta í
fulltrúadeildinni þurfi demókrat-
ar að ná a.m.k. 57% af atkvæðum
tvíflokkanna. Þótt enn sé mögu-
leiki að Kerry merji meirihluta í
forsetakosningunum eru lítil lík-
indi á því að demókratar nái því
atkvæðahlutfalli. Hvernig sem
forsetakosningarnar fara eru því
yfirgnæfandi líkur á að
repúblikanar haldi meirihluta sín-
um í fulltrúadeildinni. Og reyndar
um fyrirsjáanlega framtíð. Nýleg
„kjördæmaleiðrétting“ í Texas til
dæmis er talin gefa repúblikönum
þrjú til sex ný „örugg sæti“; kosn-
ingar nánast bara formsatriði.
Því er óhætt að slá því föstu að
eini möguleiki demókrata á að ná
meirihluta í fulltrúadeildinni er
með karismatískum forsetafram-
bjóðanda, sem hrífur kjósendur
þannig með sér að þeir láta sér
ekki nægja að kjósa hann, heldur
eru reiðubúnir að senda fjölda
pólitískra fylgismanna hans til
Washington á frakkalöfum hans.
Um öldungadeildina gegnir
öðru máli. Hvert ríki á þar tvo
fulltrúa, án tillits til íbúatölu. Því
sitja þar 100 fulltrúar og er kosið
um þriðjung þeirra á sex ára
fresti. Að þessu sinni er kosið um
34 og kannanir benda til að 12
gætu fallið fyrir andstæðingi sín-
um. Í öldungadeildinni eins og
annars staðar er mjótt á munun-
um milli tvíflokkanna, nú síðast
51:49 repúblikönum í vil. Allt
bendir til að yfirburðir repúblik-
ana í hinum fámennari ríkjum
komi þeim að fullu gagni nú og
þeir muni fremur auka meirihluta
sinn, ef til breytinga kemur.
Það eru því allar líkur á að
hvor forsetaframbjóðandinn sem
vinnur naumlega, muni
repúblikanar hafa meirihluta í
báðum deildum þingsins út á
verulegan minnihluta atkvæða.
Framsóknarmönnum allra landa
ætti þá að vera skemmt. ■
U m langt árabil hefur það verið áhyggjuefni í þjóðfélag-inu að bændur landsins væru fastir í fátæktargildrumá bújörðum sínum. Þeir hefðu lítinn arð af rekstri sem
oft væri stundaður við afar erfið skilyrði. Í ofanálag væru
eignir þeirra; jarðir, hús og búfé, verðlitlar og takmarkaðir
möguleikar á að losa sig við þær fyrir viðunandi verð. Á allra
síðustu árum hefur sú breyting hins vegar orðið að bújarðir
hafa orðið eftirsóttar til kaups fyrir hærra verð en nokkru
sinni áður. Eignamenn hafa leitað eftir jörðum til einkanota eða
til að skapa sumarbústaðalönd og aðra afþreyingu fyrir þétt-
býlisbúa og einhverjir hafa séð tækifæri til hagkvæms
búrekstrar með sameiningu jarða og framleiðsluréttar. Þetta
hefur leitt til þess að fjöldi bænda hefur loks getað hætt
búskap og horfið til annarra starfa eða byrjað að njóta
áhyggjulauss ævikvölds.
Þessi framvinda mála er fagnaðarefni. Annars vegar vegna
þess að hún frelsar bændur úr fjötrum. Hins vegar vegna þess
að hún skapar skilyrði til þess að smám saman verði farið að
líta á landbúnað sem hverja og aðra atvinnugrein í stað þess að
búa við sérréttindi, ríkisstyrki og forsjá opinberra aðila.
Það kemur ekki á óvart að hinir venjulegu talsmenn kyrr-
stöðu á Alþingi skuli finna þróuninni allt til foráttu. En það er
einkennilegt að forneskjutautið skuli eiga jafn víðtækan hljóm-
grunn meðal stjórnarandstæðinga og umræður í þinginu á
fimmtudaginn sýndu. Málshefjandinn, Jón Bjarnason þingmað-
ur Vinstri grænna, talaði um að menn væru „að vakna upp við
vondan draum“ og bændur að verða „leiguliðar auðmanna“.
Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,
vildi endurskoða opinberan fjárstuðning við landbúnaðinn af
því að niðurgreiðslur og styrkir lentu nú í „vösum ríkisbubba“
en ekki fátækra bænda. Og Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður
Frjálslyndra, fór með gamla þulu, sem þekkt er frá málflutn-
ingi hans í sjávarútvegsmálum, að sjálfstætt starfandi mönn-
um í landbúnaði myndi fækka og eignir færast á fárra hendur.
Það er með ólíkindum að þingmenn skuli telja boðlegt að
hafa í frammi slíkt afturhaldsraus í byrjun tuttugustu og
fyrstu aldar. Í stað þess að horfa á það sem mikilvægast er,
tækifærin í stöðunni fyrir bændur, landbúnaðinn og hinar
dreifðu byggðir, er rausað um „uppkaup“ og „samþjöppun“ og
boðið upp á innihaldslausa og merkingarvana orðaleppa um
„leiguliða“ og „stóreignamenn“. „Baugsveldinu“ er jafnvel
blandað í málið, að því er virðist í von um að skjóta stjórnarlið-
um skelk í bringu.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra þykir ekki alltaf
mjög nútímalegur í orðum og hugsun en í þessum umræðum
var málflutningur hans skynsamlegur. Taka ber undir ummæli
hans um að ekkert mætti aðhafast til að stöðva þá framfara-
þróun sem nú ætti sér stað í sveitum landsins. Ráðherrann
getur með réttu þakkað sér hlut í þeim breytingum sem eru að
verða. Einn aflvaki breytinganna er nýju jarða- og ábúðarlögin
sem Alþingi samþykkti í vor fyrir hans tilstuðlan, en með þeim
var aflétt margvíslegum úreltum kvöðum á ábúð jarða. ■
23. október 2004 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Aukinn áhugi á bújörðum er fagnaðarefni.
Forneskjutaut
á Alþingi
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
BANDARÍSKU
ÞINGKOSNINGARNAR
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
Smátt og smátt hefur
„öruggum kjördæmum“
fjölgað uns svo er komið að níu
af hverjum tíu Bandaríkja-
mönnum búa í eins flokks
kjördæmum.
,,
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Rakarinn morðóði
– eftir Stephen Sondheim
Ertu órakaður?
Komdu ef þú þorir!
Fáar sýningar – Misstu ekki af þessum krassandi
viðburði á sviði Íslensku óperunnar!
Miðasala á Netinu: www.opera.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Kosningar án lýðræðis
Veik staða formannsins
Eftir að Ásmundur Stefánsson sátta-
semjari lagði fram tillögu sína urðu til
vonir um að lausn í kennaradeilunni
væri í sjónmáli. Samninganefnd sveitar-
félaga mun hafa ætlað að ganga að til-
lögu Ásmundar, þó svo að hún hafi
kallað fram meiri fjár-
útlát en sveitarfélög-
in hafi ætlað að
samþykkja. Óttast er
að Eiríkur Jónsson,
formaður Kenn-
arasambands-
ins, sé í afar
slæmri
stöðu.
Talið er að
hann sé
undir miklum þrýstingi frá fámennum
herskáum hópi kennara. Það sé þess
vegna sem hann treystir sér ekki til að
ganga að neinum tillögum og leggja í
dóm kennara.
Barið til baka
Meðal þess sem er fullyrt er að Eiríkur
Jónsson, formaður Kennarasambands-
ins, hafi ásamt öðrum í forystunni vilj-
að samþykkja tillögu
sáttasemjara en þeir
herskáustu hafi barið
þann vilja til
baka og
þess
vegna
hafi
ekk-
ert annað verið í stöðunni en hætta
öllum fundum þar sem engin sátt er
sjáanleg.
Geir og gervimálið
Geir H. Haarde verður eflaust oft
minntur á orð sín á Alþingi þegar hann
kallaði athugasemdir við að einungis
karlar, og engin kona, eigi sæti í nefnd,
gervimál. Femínistar hafa þegar gert
veggspjald þar sem er mynd af ráð-
herranum og fyrirsögnin er Geir og
gervimálin. Hætt er við að orð ráðherr-
ans fari í flokk ódauðlegra
ummæla, rétt eins og þeg-
ar Guðni Ágústsson á
að hafa sagt að staða
konunnar sé bak við
eldavélina.
sme@frettabladid.is
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
18-19 leiðari 22.10.2004 20:49 Page 2