Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 21
21LAUGARDAGUR 23. október 2004
Að sníða sér stakk eftir vexti
Ef sveitarfélag getur ekki greitt
fyrir þjónustu umfram þá sem er
lögbundin er eðlilegt að skera
hana niður eða setja á þjónustu-
gjöld fyrir þá sem vilja þiggja
þjónustuna. Nú er svo komið að
fulltrúar sveitarstjórna í landinu
segjast ekki ráða við að kaupa
vinnu af kennurum umfram þá
sem er lögbundin. Verða sveitar-
félögin þá ekki að draga úr þjón-
ustunni? Samkvæmt lögum um
grunnskóla nr. 66 / 1995 er grunn-
skólinn níu mánaða skóli og nem-
endur skulu njóta 170 kennslu-
daga að lágmarki. Nemendur í 1.
til 4. bekk eiga rétt á 30 kennslu-
stundum á viku, nemendur í 5. til
7. bekk eiga rétt á 35 kennslu-
stundum á viku og nemendur í 8.
til 10. bekk eiga rétt á 37 kennslu-
stundum á viku. Miðað er við að
kennslustund sé 40 mínútur. Árið
2001 sömdu sveitarfélögin við
kennara um 10 kennsludaga
umfram lögbundna skólaskyldu.
Við það styttist vinnuvika kenn-
ara um þrjár klukkustundir, úr
45,77 í 42,86 klukkustundir, á
starfstíma skólans. Þetta þýðir
ekki að kennsluskyldan hafi styst.
Stytting vinnuvikunnar er á
kostnað undirbúnings og úr-
vinnslu kennslunnar. Vinna við
kennslu hefur lítið breyst. Jafn
langur tími og áður fer í undir-
búning og úrvinnslu. Í raun þýðir
þetta að kennarar gefa vinnu sína
í þrjár klukkustundir á viku, sem
eru 111 klukkustundir á skólaár-
inu miðað við 37 vikna skólaár.
Hvaða launamaður vill láta hýru-
draga sig til að bæta „þjónustu-
stig“ fyrirtækis sem hann vinnur
hjá? Foreldrasamstarf eykst frá
ári til árs vegna krafna foreldra
um upplýsingar og samveru og
aukins aðgengis að kennurum í
gegnum tölvupóst.
Umsjónarkennari hefur sam-
starf við foreldra yfir 20 barna
sem eru í hans umsjón í 6 klukku-
stundir á dag. Sambandið þarf að
vera skilvirkt og vanda þarf til
þess þar sem oft er um að ræða
viðkvæm mál er varða börnin.
Fyrir þessa vinnu vilja kennarar
fá greitt. Skólastjóri bindur
kennara við kennslu og önnur
fagleg störf samkvæmt stífri
stundaskrá. Þar á að rúmast for-
eldrasamstarf, samstarfsfundir,
námskrárgerð, teymisvinna og
símenntun. Kennarinn ræður
hvenær og hvar hann vinnur
rúmlega 9 klukkustundir á viku
við undirbúning og úrvinnslu
kennslu þegar hann hefur lokið
öðrum skyldustörfum. Vinnan
færist aftur fyrir önnur störf,
þ.e. eftir kennslu, kl. 14.30,
tvisvar í viku og eftir fundi og
námskeið, kl. 16.00, þrisvar í
viku. Hvar er sveigjanleikinn?
Kennarar vilja breyta áherslum
og að þeim sé treyst til að vinna
störf sín af heilindum. Þeir telja
að kennslan, undirbúningur, úr-
vinnsla, foreldrasamstarf og
samstarfsfundir séu mikilvæg-
ustu liðir starfsins. Aðra vinnu
geta sveitarfélögin keypt, eftir
efnum og ástæðum, af kennurum
sem eru tilbúnir til að taka að sér
aukavinnu. Skólastarf batnar
ekki með því að auka vinnuálag
kennara. Ef sveitarfélag vill
lengja skóladaginn eða skólaárið,
umfram skólaskyldu, á annað
hvort að borga fyrir það sér-
staklega eða minnka vikulega
kennsluskyldu. Kennarar eiga
hvorki að borga viðbótarþjónustu
sveitarfélaga né kostnað við að
bæta skólastarfið. ■
UMRÆÐAN
MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR GRUNN-
SKÓLAKENNARI SKRIFAR UM KENN-
ARAVERKFALLIÐ
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
Heima-
vinna og
verkfall
Jóhann Björnsson kennari í
Réttarholtsskóla skrifar grein í
Fréttablaðið í gær um viðbrögð
við verkfalli. Þar vísar hann í
stutt viðtal við mig í föstum dálki
Fréttablaðsins sem birtist 13.
október sl. Þar voru þrír aðilar
beðnir um að gefa álit sitt á
hvernig eigi að leysa kennaradeil-
una. Svar mitt var eftirfarandi.
„Báðir aðilar verða að horfa raun-
sætt á málið. Það sem skiptir máli
er að deiluaðilar sýni vilja til að
semja og setji sig í spor hins. Það
er ekki hægt að ná samkomulagi
nema aðilar komi að þeim með því
hugarfari að slá af kröfum, með
einum eða öðrum hætti. Traust
þarf að ríkja milli aðila og ég veit
ekki hvort það traust er til staðar.
Það þarf einnig að ríkja samnings-
vilji. Svo skiptir máli að deilu-
aðilar hafi
stuðning úti í
samfélaginu.
Það skortir
k a n n s k i
helst að
k e n n a r a r
hafi unnið
heimavinn-
una áður en
þeir fóru út í
kjarabaráttuna. Ég hef fullan
skilning á stöðu þeirra en þeim
hefur ekki tekist að kynna mál-
stað sinn nægilega vel. “
Jóhann veltir því fyrir sér hvað
ég á við með orðunum: „Það skort-
ir kannski helst að kennarar hafi
unnið heimavinnuna áður en þeir
fóru út í kjarabaráttuna“. Í sam-
hengi viðtalsins ætti að vera ljóst
hvað ég á við. Einn mikilvægasti
þátturinn í undirbúningi stéttar-
félags í baráttu fyrir bættum
kjörum og betri vinnuaðstæðum
félagsmönnum sínum til handa er
að kynna málstað sinn fyrir
almenningi. Skilningur og stuðn-
ingur almennings og samfélags-
ins í heild fyrir réttmætum
kröfum viðkomandi stéttar er eitt
öflugasta tækið í kjarabaráttunni
og getur skipt sköpum um niður-
stöðu.
Kennurum er ljóst að þeir hafa
sótt á brattann í þessu verkfalli. Í
viðtalinu velti ég fyrir mér hvort
ástæðan sé sú að þeim hafi ekki
tekist að kynna málstað sinn
nægilega fyrir almenningi í að-
draganda verkfalls; að skort hafi
á heimavinnuna í þeim skilningi.
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
ÁSTA MÖLLER
20-21 umræða 22.10.2004 18:04 Page 3