Fréttablaðið - 23.10.2004, Page 40
Þann 18. október voru liðin 100 ár
frá fæðingu Hákonar Guðmunds-
sonar, fyrrverandi yfirborgar-
dómara og hæstaréttarritara, en
hann varð fyrsti formaður Land-
verndar við stofnun samtakanna
árið 1969.
Hákon fæddist að Hvoli í Mýr-
dal árið 1904 og var mikill áhuga-
maður um skógrækt og land-
græðslu og starfaði með Land-
vernd af lífi og sál.
„Hákon hafði allt það til
brunns að bera sem starfið krafð-
ist,“ segir Ólöf Guðný Valdimars-
dóttir, formaður Landverndar.
„Hann naut almennrar virðingar
og trausts og var mikill áhuga-
maður um ræktunar- og umhverf-
ismál. Hann var réttsýnn og góð-
ur stjórnandi sem tengdi vel sam-
an hina ólíku aðila sem sátu með
honum í stjórnum Landverndar.“
Ólöf segir Hákon hafa verið
mikinn mannasætti enda hafi
aldrei þurft að útkljá mál með at-
kvæðagreiðslum í formannstíð
Hákonar þar sem hann hafi náð
sátt um öll mál.
„Þegar Hákon lét af for-
mennsku eftir tíu ára starf höfðu
samtökin fest rætur sem síðan
hafa haldið áfram að vaxa,“ segir
Ólöf og telur óhætt að fullyrða að
Landvernd eigi tilvist sína fyrst
og fremst Hákoni að þakka.
Stofnfundur samtakanna var
haldinn 25. október 1969 þannig
að samtökin fagna 35 ára afmæli
sínu á mánudag. „Þeir sem stóðu
að stofnun Landverndar gerðu
sér grein fyrir því að það getur
reynst þrautin þyngri að halda
áhugasamtökum lifandi, þótt mál-
staðurinn sé góður og njóti fylgis.
Aðkoma Hákonar að starfsemi
Landverndar á fyrstu starfsárun-
um skipti sköpum fyrir framtíð-
ina en þá var lagður grunnur að
því starfi sem samtökin standa
fyrir í dag.“
Ólöf segir að þegar litið sé til
baka sé stærsti árangurinn af
starfi Landverndar undir stjórn
Hákonar þjóðargjöfin 1974.
„Þetta var öflugt átak í land-
græðslu sem Alþingi ákvað að
hefja en hugmyndin að átakinu
kviknaði hjá Landvernd árið 1970
og það féll í hlut Hákonar að fylg-
ja henni eftir.“
Hákon og eiginkona hans, Ólöf
Dagmar Árnadóttir, eignuðust
Bjarkahlíð árið 1939 og þar
bjuggu þau í liðlega 30 ár. „Þetta
var óræktað holt í útjaðri borgar-
innar sem þau hjónin breyttu í
fallegan skógarreit sem nú er í
eigu Reykjavíkurborgar. Land-
vernd hefur lengi haft áhuga á að
opna miðstöð fræðslu um náttúru
og umhverfi fyrir börn og ung-
linga og það væri viðeigandi
minnisvarði um þau hjónin að
gera Bjarkahlíð að slíkri miðstöð,
segir Ólöf að lokum.
Dætur Hákonar og Ólafar,
Skógræktarfélag Íslands og
Landvernd bjóða til samkomu í
Bjarkahlíð við Bústaðaveg á
sunnudaginn klukkan 14 til að
minnast aldarafmælis fyrsta for-
manns Landverndar. ■
28 23. október 2004 LAUGARDAGUR
JOHNNY CARSON
Bandaríski spaugarinn og spjallþáttastjórnand-
inn fæddist á þessum degi árið 1925.
100 ÁR ERU LIÐIN FRÁ FÆÐINGU FYRSTA FORMANNS LANDVERNDAR
„Lýðræði þýðir að hver sem fullorðnast get-
ur orðið forseti og þeir sem fullorðnast ekki
geta orðið varaforseti.“
- Johnny Carson er með pólitíkina á hreinu.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Benedikt Ingólfsson, Ölduslóð 30,
Hafnarfirði, lést 14. október.
Ísak Sigurgeirsson lést 16. október.
Dr. George Washington Simons III,
Bandaríkjunum, lést 18. október.
Gunnar Mogensen, Markarvegi 3,
Reykjavík, lést 19. október.
Guðni Jón Guðbjartsson, fyrrv. stöðvar-
stjóri Ljósafossi, lést 20. október.
Helga Ásgeirsdóttir, Bergstaðastræti
45, lést 20. október.
Ingibjörg Salóme Danivalsdóttir, Borg-
arvegi 2, Njarðvík, lést 21. október.
Ólafur Kristján Ragnarsson, elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, lést 21. októ-
ber.
JARÐARFARIR
10.30 Bjarni Pálsson, Ólafshúsi, Blöndu-
ósi, verður jarðsunginn frá
Blönduóskirkju.
11.00 Ísak Sigurgeirsson verður jarð-
sunginn frá Húsavíkurkirkju.
14.00 Oddur Jakob Bjarnason, Engjavegi
20, Ísafirði, verður jarðsunginn frá
Ísafjarðarkirkju.
14.00 Unnur Stefánsdóttir, frá Reyðará,
Siglunesi, verður jarðsungin frá
Siglufjarðarkirkju.
HÁKON GUÐMUNDSSON Var einn stofnenda Landverndar og fyrsti formaður samtak-
anna en í stjórnartíð hans festu kjörorðin „hreint land – fagurt land“ sig í sessi.
Á þessum degi árið 42 fyrir
Krists burð stytti Markús Júníus
Brútus sér aldur eftir að hafa
gertapað orrustu við Oktavían-
us og Markús Antóníus i Grikk-
landi.
Brútus var náinn vinur Júlíusar
Sesars en snerist gegn honum
og var, ásamt Kassíusi, einn
forsprakkanna í morðsamsær-
inu gegn einvaldinum. Þeir fé-
lagar töldu Sesar standa í vegi
fyrir endurreisn rómverska lýð-
veldisins. Morðið á Sesari skil-
aði þó ekki því sem Kassíus og
Brútus vonuðust til og Róma-
veldi logaði í illdeilum og átök-
um eftir að Sesar féll frá.
Kassíus og Brútus tókust á um
völdin við Oktavíanus og Mark-
ús Antóníus. Kassíus varð að
lúta í lægra haldi fyrir Antóní-
usi í bardaga í Grikklandi fyrr í
mánuðinum og stytti sér aldur
eftir það. Þegar Brútus tapaði
svo öðru sinni, á sama stað,
fyrir Oktavíanusi og Antóníusi
framdi hann einnig sjálfsmorð.
Oktavíanus og Markús Antóní-
us lentu síðan upp á kant og
Oktavíanus varð fyrsti keisari
Rómaveldis árið 27 fyrir Krist
og kallaði sig Ágústus upp frá
því.
23. OKTÓBER 42 F. KR.
Markús Júníus Brútus framdi sjálfs-
morð eftir tap í orrustu í Grikklandi.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1915 Um 25.000 konur fara í
mótmælagöngu um götur
New York og krefjast þess
að fá kosningarétt.
1929 Dow Jones-hlutabréfavísi-
talan byrjar að hrapa og í
kjölfarið fylgir hrun á hluta-
bréfamörkuðum sem
markar upphaf kreppunnar
miklu.
1946 Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna fundar í fyrsta
sinn í New York.
1958 Rússneska skáldið Boris
Pasternak hlýtur bók-
menntaverðlaun Nóbels fyr-
ir Dr. Zhivago. Yfirvöld í Sov-
étríkjunum þrýsta á hann
að afþakka verðlaunin.
1989 Ungverjaland fær sjálfstæði
eftir að hafa verið undir
stjórn Sovétríkjanna í 33 ár.
1992 Akihito verður fyrsti Jap-
anskeisarinn til að stíga
fæti á kínverska grund.
Brútus styttir sér aldur
!"#
$!
#%&
'
#!
!
"
!
" # #
!
$ " # #
!
% " # #
)
" !
!
#
%%
!
'
# $
!
"
%*
!
$
!'
!
'$ %
+!
"
'
,
&
'(
)&!!*(
Okkar ástkæri eiginmaður og faðir,
Dr. George Washington
Simons III
prófessor í barnabæklunarlækningum,
Medical College of Wisconsin,
lést mánudaginn 18. október á Landspítala, Fossvogi. Útför hans
fer fram frá Mosfellsdal þriðjudaginn 26. október kl. 13.00.
Sigrún Magnúsdóttir Simons, Christina Herborg Simons,
Anna Maya Simons.
Maðurinn minn
Ólafur Nikulásson
fyrrum bóndi í Holti á Síðu
lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi fimmtudaginn 21.
október. Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurlaug Björnsdóttir.
„Vikan er búin að fara í vinnu að
mestu leyti og vinnan mest verið
að snúast um undirbúning en nú
fer holskeflan að bresta á með
jólabókunum,“ segir Kristján B.
Jónasson, útgáfustjóri Eddu. „Ég
fór reyndar í mæðraskoðun í gær-
morgun með konu minni,“ segir
Kristján, sem jafnframt á von á
sínu fyrsta barni í næsta mánuði.
„Strákurinn dafnar vel og allt lít-
ur vel út þannig að maður bíður
bara spenntur,“ segir Kristján,
sem hefur meðal annars verið að
undirbúa útgáfu á bókinni Ís-
lenski hesturinn sem kemur út
næsta fimmtudag. „Bókina prýðir
fjöldi ljósmynda og er hún í stóru
broti eins og Perlubækurnar sem
flestir þekkja,“ segir Kristján,
sem einnig hefur staðið í undir-
búningi á stórri útgáfuhátið í
tengslum við bókina sem haldin
verður í Reiðhöllinni. „Maður hef-
ur svo verið að kíkja á stóru
skáldsögurnar sem eru að koma
og var ég síðast að lesa bók eftir
Þórarin Eldjárn sem heitir Barón-
inn og er söguleg skáldsaga eins
og þær gerast bestar.“ ■
Undirbýr bækur og barn
KRISTJÁN B. JÓNASSON Hefur staðið í undirbúningi í vikunni vegna jólabókaútgáfu Eddu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Hreint land – fagurt land
40-41 (28-29) tímamót 22.10.2004 15:22 Page 2