Fréttablaðið - 23.10.2004, Side 42

Fréttablaðið - 23.10.2004, Side 42
Það er fimmta vika í kennara-verkfalli. Slagveður úti ogskammdegið að skríða inn. Upp stigann gengur ljóshærð kona með hárið í hnút og gleraugu á nettu nefinu. Hún er þéttvaxin, með stóran barm og rannsakandi augnaráð. Sakleysisleg um leið og hún er óræð og til alls vís. Bæði leynt og ljóst. Á morgnana, þegar hún er ekki í verkfalli, býður hún grunnskóla- börnum brosandi góðan dag; kennir þeim af alúð og umhyggju, en á kvöldin sinnir hún pöbbun- um. Þeim fjölskyldufeðrum sem fá ekki nóg af kynlífi heima fyrir og rata ekki leiðina heim eftir erfiðan vinnudag nema fullnægð- ir á sál og líkama. „Eftir að ég útskrifaðist úr Kennaraháskólanum sá ég fljótt að launin voru alltof lág til að ná endum saman. Ég stóð í sambúð- arslitum og átti lítið fé handa á milli til að kaupa mér nýja íbúð. Fékk þá þessa skyndihugdettu að setja inn auglýsingu á einkamál.is og sjá hvort mér tækist að selja blíðu mína. Það var annað hvort að fara á götuna eða kaupa sér íbúð með hjálp vel launaðrar yfir- vinnu,“ segir þessi þrítuga kennslukona sem nú nýtir sér verkfallið til hins ýtrasta til enn meiri tekna. Hún er dæmigerð barnagæla í útliti; glaðleg og ábyrg í fasi. Segist hafa lært að neyðin kennir naktri konu að spinna. „Ég fékk rosaleg viðbrögð við auglýsingunni, mest frá giftum fjölskyldufeðrum á fertugs- og fimmtugsaldri. Ég var hikandi þegar ég hitti fyrsta viðskiptavin- inn og lengi við það að guggna, ekki síður hann sem var að gera þetta í fyrsta skipti. Eftir á sagð- ist hann vera með samviskubit og aldrei mundu gera þetta aftur. Samviskan hrjáði mig hins vegar ekkert og hefur ekki gert síðan.“ Traustvekjandi fjölskyldufeður í „eftirvinnu“ Eftir fyrsta skiptið varð eftirleik- urinn auðveldari og hún fór að bretta upp ermar í eftirvinnunni þegar hefðbundnum skóladegi lauk og börnin voru komin heim í heimalærdóminn. „Feluleikurinn getur verið 30 23. október 2004 LAUGARDAGUR Þótt talað sé hátt um góðæri og aukinn kaup- mátt skattborgara fer minna fyrir áhrifum þess í heimilisbókhaldinu. Íslendingar vinna lengri vinnudag en þekkist í nálægum löndum. Þegar kemur að eftirvinnu hafa sumar konur upp- götvað að meira fæst upp úr krafsinu í elstu at- vinnugrein mannkyns, en skúringum og blaða- útburði. Þverskurður vændiskvenna miðast ekki bara við fíkla og óreglufólk heldur kemur úr breiðari hópi kvenna. Þórdís Lilja Gunnars- dóttir ræddi við kennara sem fær ekki lifað af kennaralaununum einum saman og selur sjálfa sig að loknum skóladegi. Kennari á daginn vændiskona á kvöldin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R 42-43 (30-31) Hóran 22.10.2004 20:31 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.