Fréttablaðið - 23.10.2004, Page 46

Fréttablaðið - 23.10.2004, Page 46
Sósíalíski verka- mannaflokkurinn er einn fjölmargra stjórnmálaflokka í Bandaríkjunum, sem taka þátt í forsetakosn- ingunum þar í landi. Varaforsetaefni flokksins, Arrin Hawkins, er stödd hér á landi til þess að kynna málstað sinn. „Við erum í kosningabaráttunni af fullri alvöru og stefnum að sigri,“ segir Arrin Hawkins, sem er í framboði til varaforsetaembættis Bandaríkjanna fyrir Sósíalíska verkamannaflokkinn. Þótt aðeins tveir flokkar eigi raunverulegann möguleika á sigri í bandarísku forsetakosningun- um, sem haldnar verða 2. nóvem- ber, láta smærri flokkar á borð við Sósíalíska verkamannaflokk- inn það ekki aftra sér frá fram- boði. Þeir grípa tækifærið til að vekja athygli á baráttumálum sín- um, og fá um leið til liðs við sig fólk sem er svipaðs sinnis í lífinu. „Við náum því kannski ekki að komast í Hvíta húsið, en við verð- um að komast út úr því að þurfa að treysta á kapítalíska flokka til að vera fulltrúar verkalýðsins.“ Sósíalíski verkamannaflokkurinn Efst á stefnuskrá Sósíalíska verkamannaflokksins er baráttan fyrir „rétti verkamanna til þess að stofna verkalýðsfélög og verja sig gegn árásum yfirmanna sinna“. Ennfremur leitast hann við að styðja „valdalitlar hálfný- lendur til þess að ná yfirráðum yfir og þróa orkulindir sem nauð- synlegar eru til að efla rafvæð- ingu, sem er forsenda efnahags- legra og félagslegra framfara“. Forsetaefni flokksins er Róger Calero, aðstoðarritstjóri tímarits- ins Perspectiva Mundial, sem er skrifað á spænsku. Hann er einnig blaðamaður vikublaðsins The Militant, sem er málgagn Sósíal- íska verkamannaflokksins. Hawkins er tæplega þrítug verkakona í New York þar sem hún vinnur við að búa til húfur hjá fyrirtæki í Brooklyn. Hún gekk til liðs við Sósíalíska verkamanna- flokkinn fyrir fimm árum. Lét heillast af eldhugum „Hópur ungs fólks var þar að skipuleggja ferð til Kúbu, og ég lét heillast af eldhugum sem sögðu að við ættum að fara að lesa Che Guevara og kynna okkur bylt- inguna á Kúbu. Síðan kom í ljós að þeir sem voru harðastir í þessu voru allir í Sósíalíska verka- mannaflokknum.“ Hún hefur tekið þátt í verka- lýðsbaráttu, meðal annars í Chicago þar sem hún gekk til liðs við verkafólk sem skyndilega stóð frammi fyrir því að missa vinn- una þegar loka átti kjötpökkunar- fyrirtæki. En hvað í ósköpunum ætli hún sé að gera á Íslandi, þegar aðeins rúm vika er eftir til kosningadags í Bandaríkjunum? „Ég er hér í kosningabaráttu,“ segir hún. Enginn munur á Kerry og Bush „Andstæðingar okkar, kapítalist- arnir Kerry og Bush, nota þessar vikur til þess að ferðast um svokölluð barátturíki í Bandaríkj- unum, en við í Sósíalíska verka- mannaflokknum erum að gera aðra hluti. Við ferðumst um heim- inn, til Íslands og Kanada, til þess að tala um það sem skiptir raun- verulegu máli, sem er að byggja upp alþjóðlega hreyfingu fyrir verkamenn og bændur. Þess vegna er ég hér.“ Hún lítur svo á að enginn munur sé á demókratanum Kerry og repúblikananum Bush, þó að þeir keppist um að sannfæra kjós- endur um muninn á milli fram- boðanna tveggja. Stjórnmál allan ársins hring „Margir eru haldnir þeirri blekk- ingu að 2. nóvember taki þeir stærstu ákvörðun lífs síns. Við erum engan veginn sammála þessu. Eins og Malcolm X sagði, þá velur fólk á fjögurra ára fresti á milli úlfs og refs. Við lítum svo á að stjórnmál eigi sér stað 365 daga á ári, og hvers vegna ekki að nota þetta tækifæri til þess að fylkja sósíalistum og verkafólki saman á alþjóðavettvangi. Það er ekki til nein sérbandarísk lausn á kreppu kapítalismans. Maður verður að horfa á það sem er að gerast úti um allan heim.“ Þrátt fyrir að fyrir litla möguleika á sigri er Hawkins sannfærð um tilgang þess að Sósíalíski verkamannaflokkurinn bjóði fram til forsetaembættisins, enda eru jafnt stóru framboðin sem hinn minni öll fulltrúar hins kapítalíska kerfis. Vinstri hlið kapítalismans „Ég hef haft tækifæri til að hitta suma aðra frambjóðendur, eins og til dæmis David Cobb frá Græn- ingjaflokknum sem reynir að passa sig á að vinna ekki með nokkru móti gegn því að Kerry hljóti kosningu. Græningjaflokk- urinn er æ meir að breytast í þrýstihóp á Demókrataflokkinn. Svo eru aðrir hópar, svonefndir þriðju flokkar eða óháðir flokkar, eins og Stjórnarskrárflokkurinn sem er hægri flokkur og Frjáls- hyggjuflokkurinn sem er annar hægri flokkur. Allir þessir flokkar eru hluti af kapitalíska kerfinu, en þeir eru ekki í neinni baráttu gegn þessu kerfi.“ Meðal framboða til forseta- embættisins eru nokkur frá stjórnmálaflokkum sem segjast vera vinstrisinnaðir eða sósía- lískir, en jafnvel þeir eru að mati Hawkins í liði með kapítalistun- um. :„Ég held að Sósíalistaflokkur- inn bjóði fram að nafninu til, en í rauninni er stefna hans að styðja þann kostinn sem veldur minni skaða. Þeir vilja koma Kerry í for- setaembættið. Bæði þeir og aðrir vinstriflokkar hafa forðast að leggja mikið á sig í þessum kosn- ingum, bara vegna þess að þeir vilja koma Bush úr embætti. Þetta sýnir okkur bara að vinstri flokk- arnir eru ekki annað en vinstri hlið kapítalismans. Vissulega er pólitískt litróf frá vinstri til hægri, en vinstri flokkarnir eru innan kapítalismans. Við höfnum því að Kerry sé skárri kostur en Bush, því þótt Kerry yrði kosinn myndi hann bara halda áfram sömu hlutum og Bush hefur verið að gera.“ Byrja á verkafólkinu Við byrjum á verkafólkinu sem alltaf þarf að vinna lengur fyrir minna kaup. Átta stunda vinnu- dagurinn er algerlega fyrir bí. Það er algengt að fólk vinni tíu til tólf tíma vaktir og svo er markvisst reynt að koma verkalýðsfélögunum á kné. Þarna er okkar vettvangur, og þótt við séum frekar lítill flokkur þá tökum við þátt í þessari baráttu og það eru margir sem horfa til okkar og virða störf okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is 34 23. október 2004 LAUGARDAGUR HEILDSÖLU LAGERSALA Vegna flutnings Barna og fullorðins fatnaður með 50-90% afslætti Útivistar, skíða, snjóbretta og golffatnaður einnig mikið úrval af skóm Verð dæmi SKEMMUVEGUR 16 (BLÁ GATA) KÓPAVOGI (NEÐAN VIÐ BYKO) Úlpur: Áður 29.900- Nú : 7.900- Skíðabuxur: Áður 14.900- Nú: 4.900- Barna úlpur Áður: 8.990- Nú: 3.990- Flíspeysur: Áður: 12.900- Nú: 3.900- Opið eingöngu Laugardag 23. október 11:00 til 17:00. Sunnudag 24. október 11:00 til 17:00. Barist við kapítalismann Repúblikanar og demókratar eru risarnir í bandarískum stjórn- málum. Allir þekkja forseta- frambjóðendur þeirra, þá George W. Bush og John Kerry. Aðrir frambjóðendur eiga enga möguleika. Á annan tug stjórnmálaflokka og samtaka bjóð fram bæði forseta- efni og varaforsetaefni í kosn- ingunum, sem haldnar verða í Bandaríkjunum eftir rúma viku. Fjöldi einstaklinga býður sig einnig fram utan flokka. Fæstir utan Bandaríkjanna vita um til- vist þessara framboða, og stór hluti Bandaríkjamanna hefur í mesta lagi óljósa hugmynd um þessi minni framboð. Þekktastur þeirra sem bjóða sig fram til forseta er Ralph Nader, sem bauð sig fram fyrir Græn- ingjaflokkinn í síðustu tveimur forsetakosningum en er óháður frambjóðandi í þetta skiptið. Framboð hans gæti reyndar haft áhrif á úrslit kosninganna með því að ná til sín atkvæðum frá vinstrisinnum sem annars hefðu kosið Kerry. Frambjóðandi Græningjaflokks- ins í þessum kosningum er hins vegar David Cobb. Michael Peroutka heitir for- setaframbjóðandi Stjórnarskrár- flokksins, sem vill að stjórn- skipan verði reist á grunni Biblí- unnar. Leonard Peltier nefnist forseta- frambjóðandi Friðar- og frelsis- flokks Kaliforníu, og Gene Am- ondson býður sig fram undir merkjum Bannflokksins, sem vill endurvekja allsherjar áfeng- isbann í Bandaríkjunum. Sumir frambjóðendanna eru býsna skrautlegir. Einn þeirra titlar sig keisara og gengur undir nafninu Mr. HRM Caesar St. Augustine de Buonaparte Emperor. Hann býður sig fram undir merkjum Góða flokksins. „Hinir“ frambjóðendurnir KEPPINAUTARNIR Þeir Dick Cheney og John Edwards eru varaforsetaefni repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Varaforsetaefni Sósíalíska verkamannaflokksins segir þá vera saman í liði kapítalismans. ARRIN HAWKINS Varaforsetaefni Sósíal- íska verkamannaflokksins í Bandaríkjun- um segir engan mun á frambjóðendum repúblikana og demókrata. 46-47 (34-35) varaforse/Vísinda 22.10.2004 21:11 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.