Fréttablaðið - 23.10.2004, Side 49

Fréttablaðið - 23.10.2004, Side 49
LAUGARDAGUR 23. október 2004 37 Það hefur ekki gengið átakalaust að veita Turner-verðlaunin í 20 ár. Mesta undrunin við sýninguna í ár er að ekkert verk vekur sér- staka hneykslun, sem segir svo- lítið til um þau verk sem hafa verið tilnefnd undanfarin ár. Hneykslun hófst strax við fyrstu afhendinguna þegar Malcom Morley voru veitt verð- launin. Hann er Breti, en hafði þá búið í Bandaríkjunum í 26 ár og hafði ekki einu sinni fyrir því að vera viðstaddur afhendinguna. Síðustu ár hafa verk fjögurra listamanna verið sérlega umdeild. Þeirra Damiens Hirst, Chris Ofili, Tracys Emin og Martins Creed. Damien Hirst var tilnefndur árið 1995 með verk sitt Mother and Child, Divided. Verkið sýnir kú og kálf, bæði eru klofin í tvennt og geymd í formalíni. Hann hefur sagt að dýrin í formalíninu eigi að tákna krossfestinguna. Hann hlaut verðlaunin. Chris Ofili var til- n e f n d u r árið 1998. Í fjölmiðlum var mikið gert úr því að hann m á l a ð i með fíla- skít. Það var ekki alls kostar rétt, en hins vegar var fíla- skítur notaður í verkum hans. Hann hlaut verðlaunin. Tracy Emin var tilnefnd árið 1999 með verk sitt My Bed. Þar sýndi hún rúmið sitt, eins og það var eftir að hún hafði dvalið þar í viku til að jafna sig á að hafa hætt með kærastanum. Í rúminu mátti finna flöskur af áfengi, óhrein undirföt, sígarettustubba og þungunarpróf, svo eitthvað sé nefnt. Þetta var umtalaðasta verkið það árin, en hún hlaut ekki verðlaunin. Martin Creed hlaut verðlaunin árið 2001 og var mikið grín gert af þessu framlagi. Verk hans, The lights going on and off, var ein- faldlega ljós að kvikna og slökkna, fimm sekúndur í senn. Mörgum þótti þetta lítil list og verðlaununum ekki til framdrátt- ar að þessi listamaður skuli hafa hlotið þau. svanborg@frettabladid.is SIGURVEGARAR 1984-2003 1984 Malcolm Morley 1985 Howard Hodgkin 1986 Gilbert & George 1987 Richard Deacon 1988 Tony Cragg 1989 Richard Long 1990 Engin verðlaun veitt 1991 Anish Kapoor 1992 Grenville Davey 1993 Rachel Whiteread 1994 Antony Gormley 1995 Damien Hirst 1996 Douglas Gordon 1997 Gillian Wearing 1998 Chris Ofili 1999 Steve McQueen 2000 Wolfgang Tillmans 2001 Martin Creed 2002 Keith Tyson 2003 Grayson Perry Átök og hneyksli við veitingu Turner-verðlaunanna 48-49 (36-37) turner 22.10.2004 19:42 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.