Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 1
Nýjung í íbúðalánum: Hundrað prósent lán LÁNAMARKAÐUR Enn ein nýjungin á húsnæðislánamarkaðnum leit dags- ins ljós þegar Íslandsbanki tilkynnti hækkað veðsetningarhlutfall lána sinna. Bankinn mun frá og með næsta mánudegi veita lán fyrir fullu kaup- verði allt að 25 milljónum króna. Lánin eru með þeim vaxtakjörum sem þegar bjóðast hjá bankanum sem eru bæði verðtryggð lán með 4,2 prósenta vöxtum, óverðtryggð lán og lán sem eru blanda innlendr- ar og erlendrar myntar. Íslands- banki telur svo hátt veðsetningar- hlutfall óhætt þar sem ekki sé útlit fyrir að fasteignaverð muni lækka á næstunni. sjá síðu 24 ● er forseti norðurlandaráðs Rannveig Guðmundsdóttir: ▲ SÍÐA 28 Sóttist eftir embættinu ● með látum Auðunn Blöndal: ▲ SÍÐA 50 Kveður Popptíví með Pétri og Sveppa ● þarf að safna styrkjum til að endar nái saman Ólöf María Jónsdóttir: ▲ SÍÐA 36 Evrópska mótaröðin er ekki ókeypis MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR HLJÓMSVEITIRNAR Ske og Jan Mayen leika á Smekkleysusýningunni Humar eða frægð í Kjörgarði, Laugavegi 59, í dag klukkan 15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 6. nóvember 2004 – 304. tölublað – 4. árgangur AÐFÖR OLÍUFORSTJÓRA AÐ SAMFÉLAGINU Lúðvík Bergvinsson segir samráð forstjóra olíufélaganna vera aðför að samfélaginu. Síða 2 FURÐU LOSTNIR BRÆÐUR ÁFRÝJA Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í gær dæmdir fyrir innflutning á hassi. Síða 4 JÓHANNA VILL AÐ ÞÓRÓLFUR VÍKI Jóhanna Sigurðardóttir sagði á þingi í gær að hún teldi rétt að Þórólfur Árnason viki sem borgarstjóri. Síða 4 HRYÐJUVERKAMENN HVÍLA EKKI Í JERÚSALEM Ísraelar segja að Palestínumenn fái ekki að jarða Jasser Ara- fat í Jerúsalem. Síða 8 Vilborg Davíðsdóttir Fylgifiskar hafa enga rödd SÍÐA 34 ▲ Ólafur Jóhann Ólafsson Ræðir um starf rithöfundarins og viðskiptin sem eru aukabúgrein SÍÐUR 30 & 31 ▲ Kvikmyndir 46 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 36 Sjónvarp 48 Lárus Blöndal Benediktsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Satínsvartur draumur ● bílar ● heilsa MIÐLUNARTILLAGA Stefán Jón Haf- stein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, segir sveitarfélögin í viðbragðsstöðu með útspil felli kennarar miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara. Hvert það sé verði ekki upplýst fyrr en niðurstaða hafi fengist. Samband sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fundaði með launanefnd sinni í gær. Heimildir herma að litið hafi verið yfir niður- stöður óformlegra kannana skóla- stjóra sem bendi til að 80 prósent kennara greiði atkvæði gegn miðl- unartillögunni. Launanefndin ætl- ar engu að síður að samþykkja hana en jafnframt ætlar hún að vinna nýtt tilboð sem lagt verði fram á mánudagskvöld. Leitað er logandi ljósi að lausn því ekki er endanlega komið á hreint hvort kennurum verði boðinn skamm- tímasamningur, eins og hugmyndir voru uppi um á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, eða þeim verði boðið nýtt launafyrirkomulag. Stefán Jón segir Reykjavíkur- borg hafa látið vinna grunnvinnu í ljósi þess að það kunni að þurfa að hrista upp í samningaviðræðunum. „Það þýðir að komi til þess að til- laga verði felld förum við ekki sex vikur aftur í tímann heldur getum tekið upp þráðinn umsvifalaust.“ Samstarf sveitarfélaga hafi verið náið og fulltrúar stórra og smárra sveitarfélaga komið að viðræðun- um. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitar- félaganna, segir að nefndin ætli að hittast á fundi á sunnudag og aftur á mánudag. „Þar ætlum við að skoða málin frá öllum hliðum og okkar fyrstu viðbrögð við niður- stöðu atkvæðagreiðslunnar, hver svo sem þau verða.“ Gunnar segir að ákveðin bið- staða sé í málinu þar til niðurstað- an verði ljós. Launanefndin sé í stöðugu sambandi við sveitar- stjórnarmenn um allt land. Hann segist ekki vita á þessari stundu hvort nefndin greiði atkvæði með tillögunni eða ekki. - gag/ghg Sveitarfélögin með útspil felli kennarar tillöguna Sveitarfélögin eru í viðbragðsstöðu með útspil verði miðlunartillagan felld, segir formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann vill ekki gefa upp hvert það sé. Heimildir herma að lausna sé leitað logandi ljósi. VÆTA OG HLÝINDI Rigning sunnan og vestan til. Þurrt í fyrstu norðan og austan en fer svo að rigna. Hlýtt í veðri og hiti víða 10- 16 stig, hlýjast norðaustan til. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Golf og vændi KALIFORNÍA, AP Þrír menn hafa ver- ið dæmdir í 125 daga stofufang- elsi í Kaliforníu fyrir að bjóða upp á vændi og sýningu fatafellna á golfmóti sem þeir skipulögðu. Rúmur tugur vændiskvenna og fatafellur, þar á meðal 16 ára stúlka, settu upp tjöld á golfvöll- unum og auglýstu þjónustu sína. Um 160 kylfingar borguðu um 14 þúsund krónur hver fyrir þátttök- una og sögðu lögreglumenn að sumir þeirra hefðu gleymt golf- kylfunum sínum heima. Þá hafa tveir þátttakendur á golfmótinu verið dæmdir fyrir að taka þátt í vændi og móðir 16 ára stúlkunnar hefur verið kærð fyrir vændi og að leggja líf barns í hættu. ■ LÖGREGLUMÁL Þrettán manns sem taldir eru tengjast vélhjólasam- tökunum Hogriders voru stöðvað- ir á Keflavíkurflugvelli í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var einn Íslendingur meðal þeirra sem stöðvaðir voru, en sá býr í Danmörku. Hann komst inn í land- ið en hann viðurkennir að vera í hópnum. Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingastofnunar, segir grun hafa verið um að hópurinn hafi ætlað á hátíð sem halda átti um helgina. Á hátíðunum eru nýir meðlimir og stúkur vígð inn í félagið. Flestir þeirra sem stöðv- aðir voru eru þekktir meðlimir í vélhjólaklúbbnum Hogriders sem tengist Hells Angels og Bandidos og hefur tengst glæpastarfsemi þeirra klúbba. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Keflavíkurflugvelli töldu hættu stafa af mönnunum og fékk Útlendingastofnun málið til skoðunar sem ákvað að vísa ellefu þeirra úr landi. Tveimur var hleypt inn í landið þar sem ekki var hægt að tengja þá við Hogriders með óyggjandi hætti. Þeir eru ekki á sakaskrá. Fyrst voru níu menn stöðvaðir í Leifsstöð. Þeir komu með flugvél Iceland Express frá Danmörku. Skömmu síðar bættust þrír í hóp- inn með vél Flugleiða. Þá komu tveir með flugvél sem varð að lenda á Akureyri vegna hliðar- vinds. Georg segir að búist hafi verið við sautján manns í heildina en þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld voru tvær vélar rétt að lenda og ekki víst hvort eða hversu margir úr þeim vélum yrðu stöðvaðir. hrs@frettabladid.is Handtökur í Leifsstöð: Íslendingur í hópi vélhjólamanna SV-horninu og Akureyri Me›allestur á tölublað* Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 (Vikulestur á Birtu) 72% 49% MorgunblaðiðBirta VÉLHJÓLAMENN STÖÐVAÐIR. Þrettán manns voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli í gær, þar á meðal einn Íslendingur sem búsettur er í Danmörku. Tveim var hleypt inn í landið en útlendingaeftirlitið ákvað að snúa ellefu þeirra til baka. FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN 01 Forsíða 5.11.2004 22:45 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.