Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 52
Sigvaldi Jónsson er einn af þessu fólki. Hann er harður rokkari sem lifir harð- kjarnalífi og stýrir heimasíðunni dor- dingull.is þar sem hann býr til heimasíð- ur fyrir tuttugu til þrjátíu þungarokks- hljómsveitir. „Á síðunni minni kynni ég ýmsar hljómsveitir, held tónleika og auglýsi þá. Einnig er ég með þunga- rokks-útvarpsþátt á X-inu 97,7. Fyrir utan þennan harðkjarna lífstíl þá er ég ósköp venjulegur kall sem á kærustu og hund og vinn hjá tölvufyrir- tæki á daginn.“ Valli Dordingull eins og hann er oftast kallaður lítur ekki út fyrir það en hann er einn af hörðustu grænmetisætum landsins. „Ég er straightedge grænmetisæta sem þýðir að ég er ekki bara grænmetisæta heldur drekk ég ekki og dópa ekki og er í raun- inni á móti öllum vímugjöfum. Svona lifnaðarháttur tengist í rauninni pönk- menningu alveg heilmikið,“ segir Valli. 40 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR    Það eru ekki allir sem lifa venjulegu lífi og sinna dæmigerðum störfum og áhugamál- um. Inn á milli er fólk sem lítur ósköp venjulega út og kemur fólki skemmtilega á óvart með því að sökkva sér í óhefðbundin hobbí og störf. Aðrir líta út fyrir að vera villtari en allt en reynast svo venjulegasta fólk og bestu skinn. Frímann Andrésson vinnur hjá útfararstofu kirkjugarðanna og sinn- ir öllu því sem viðkemur andláti. „Við sjáum um flest sem við kemur hinum látna. Við flytjum hann, búum hann í föt og kistuna, undirbú- um útför og keyrum í kirkjugarðinn,“ segir Frímann. Þegar helgin tekur við umbreytist Frímann hinsvegar úr útfarar- stjóra í hressan techno- og house-plötusnúð, sem er eitthvað sem ekki allir geta gert. „Þegar maður er búinn að vera í heila viku í útfarar- starfinu er ansi hentugt að skipta um hlutverk og spila fyrir fólk í allt öðrum gír. Ég er búinn að vera að fikta við plötusnúða- starfið síðan ég var 15 ára að spila í Ölduselsskóla.“ Frímann spilar aðallega á Kapital og stundum á Nasa og kallar sig Dj Frímann. „Reyndar hef ég verið að vinna í kirkjugarðinum lengi líka. Ég byrjaði að reyta arfa þar 17 ára gamall, fékk svo fasta vinnu sem grafari og fór þaðan í útfararþjónustuna.“ < Svava Halldórsdóttir stundar nám við skólann Polimoda á Ítalíu þar sem hún lærir fatahönnun. Hún er ekki ókunn faginu því hún var á fatahönnunarbraut í framhalds- skóla. „Ég er að einbeita mér að því núna að læra ítölskuna sem er mjög erfið. Það tekur mann víst átta til níu mánuði að ná tökum á henni. Eftir það fer ég svo á fullt í fata- hönnuninni. Ég sker mig úr í skól- anum að því leyti að fæstir hafa snert á saumavél en ég er búin að læra að sauma í nokkur ár,“ segir Svava. Í frístundum sínum skiptir Svava um stíl og tekur hraða hringi á Go-kart brautum í bílnum sem hún og faðir hennar festu kaup á. Þetta virðist þó ekki einungis vera áhugamál hjá stúlkunni því hún varð önnur í Íslandsmeistarakeppni karla og kvenna í Go-Kart árið 2003 á eftir annarri stelpu, Evu Arnet Sigurðardóttur en þær voru einmitt einu stelpurnar í þeirri keppni. „Ég er búin að vera með bíla- dellu síðan ég var lítil skrudda. Við pabbi ákváðum svo að fara í þetta sport fyrir fjórum árum. Ég hef líka prófað að keyra torfærubíl en ég er meira fyrir formúluna og hraðakstur og svoleiðis, læra akst- urslínur og hraðabeygjur. Það er braut hérna rétt hjá mér í Flórens og ég held ég drífi mig bara þangað fljótlega og æfi mig,“ segir Svava. Blekkjandi útlit VALLI DORDINGULL lifir harðkjarna lífi en er „straightedge“ grænmetisæta. SVAVA HALLDÓRSDÓTTIR nemur fatahönnun á ítalíu og þeysir þess á milli um á Go- kart bílnum sínum. FRÍMANN ANDRÉSSON er útfararstjóri á virkum dögum og techno-plötusnúður um helgar. 52-53 (40-41) helgarefni 5.11.2004 20:41 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.