Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 23
23LAUGARDAGUR 6. nóvember 2004 Gegn ykkur, sem kjósið að vera þjóðfélagsmein, í stað þess að vera menn, ber þjóðinni að berjast eins og meindýraplágu. Ómar Smári Ármannsson var í Fréttablaðinu 23. október ekki að gefa grænt ljós á handrukkun. Hann komst bara klaufalega að orði. Þá sem réðust inn á skrifstofur DV átti að setja bakvið lás og slá. Þar skyldu þeir vera til loka komandi dóms. Lin- kind við ykkur, kenni ég þingmönn- um. Þeir tala um ykkur sem þjóðar- plágu og láta þar við sitja. Þið haf- ið þokast yfir landið og skaðinn af ykkar völdum orðinn óheyrilegur. Þið farið að skyggja á svartadauða, en rottur báru þann faraldur í menn. Það sem gerir ykkur óhugn- anlegri en aðrar plágur, er að slóð ykkar er stráð eiturháðum börnum og líkum ungmenna. Það vefst ekki fyrir siðlausum illmennum að ánetja börn eitri. Þau eru fá sem ná því að verða fullorðin og þá stór- skemmd. En á meðan þau eru að veslast upp, eru þau gróðafyrir- tæki ykkar. Ykkur nægir ekki að hafa blóðmjólkað börnin, firrt þau námi og framtíð og kvalið þá stuttu ævi sem eitur ykkar skammtaði þeim. Þið rænið fjölskyldur gleði og hamingju. Þið rænið fólk lífinu. Fyrir utan allan þann fjölda sem þið myrðið á óbeinan hátt, stuðlið þið að öryggisleysi borgaranna með sívaxandi afbrotahrinum sem rekja má til eitursölu ykkar. Eftir að barn hefur ánetjast eitri, leyfið þið því að stofna til skulda sem eru á margföldum vöxtum og þá kemur að foreldrunum að borga. Ef ekki er greitt, þá er lögum ykkar að mæta. Upp úr því hefja börnin að stela hvar sem því verður við kom- ið. Með aldrinum þurfa þau meira eitur og peninga og verða að lokum hættulegir innbrotsþjófar. Nú er svo komið að fólk þorir varla frá eignum sínum. Þótt barn eða ung- menni deyi af völdum eiturs, eða fremji sjálfsmorð í vonlausri stöðu, þá skiptir það engu fyrir ykkur. Þið færið skuldina á móðir eða aðra ættingja ungmennis sem þið voruð að myrða á ykkar hátt. Það nægir ykkur ekki, að valda dauða dóttur, eða sonar, þið hafið af foreldrunum ævistarfið ef þið get- ið. Þið þurfið ekki hnífa, byssur eða önnur vopn. Þetta leikur allt í hönd- unum á ykkur. Ég er undrandi á að Alþingi skuli enn heykjast á að setja lög sem gera ykkur ófært að færa þjóðina í fjötra ótta og ó- öryggis og sem koma í veg fyrir að þið fáið að eitra fyrir ungmenni þjóðarinnar. Starfslið DV virðist vera það eina, utan fárra einstakl- inga, sem þorir að berjast við mein- vætti þjóðarinnar. Vonandi áttar fólk sig á að í stríðinu við ykkur, er DV að vinna þjóðþrifaverk. Ég vona að DV-fólkið láti ekki úrkynj- aða bölvalda þjóðarinnar hræða sig. Við ykkur vil ég segja: Leitið hjálpar hjá samfélagi manna við andlegri neyð ykkar. Því votti fyrir ærlegheitum í sálinni, er von. Losið ykkur við græðgina, heimskuna og illskuna og takið með heiðarlegum hætti þátt í samfélagi manna og þá fyrst mun ykkur líða vel. Forðið ykkur úr myrkrinu og leitið ásjár manna. ■ Orðsending til eitursala og handrukkara ALBERT JENSEN TRÉSMIÐUR UMRÆÐAN UNDIRHEIMARNIR Guð blessi Bandaríkin George Bush vann sögulegan sig- ur í forsetakosningunum. Hann sigraði ekki aðeins andstæðing sinn örugglega heldur varð fyrsti sitjandi forseti repúblikana í 80 ár til að auka meirihluta flokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings. Ósigur demókrata er algjör en þeir geta aðeins sjálfum sér um kennt. Þeir keyrðu einfaldlega slaka kosningabaráttu og þrátt fyrir mýmörg sóknarfæri tókst þeim aldrei að bjóða fram skýran valkost í þessum kosningum. Hugmyndafræði þeirra er þoku- kennd, stefnuáherslur gamaldags og þörfin á naflaskoðun æpandi. Bush skilgreindi Kerry sem stefnuvingul og Kerry fann aldrei sannfærandi mótleik. Demó- kratar munu hugsa sig um tvisvar áður en þeir tefla fram öðrum öld- ungadeildarþingmanni með langa þingreynslu. Bush hefur lýst yfir vilja til að leita sátta milli fylkinganna. Það verður hægara sagt en gert. Hóf- samir þungavigtarmenn úr báðum flokkum sem hafa leitað mála- miðlana í mikilvægum málum féllu af þingi. Þar ber hæst Tom Daschle, leiðtoga demókrata í öld- ungadeildinni. Í staðinn eru komn- ir harðir íhaldsmenn og félags- hyggjumenn sem munu eiga erfið- ara með að ná saman á þinginu. Leynivopn Bush í þessum kosningum var hin áhrifamikla hreyfing kristinna íhaldsmanna, sem leggur höfuðáherslu á íhalds- söm fjölskyldugildi. Þessi hópur vill banna hjónabönd samkyn- hneigðra og Bush lagði grunninn að sigri sínum í sumar þegar hann studdi lagafrumvarp um slíkt bann á Bandaríkjaþingi. Þessi af- staða forsetans kveikti baráttu- elda í röðum hinna kristnu og skil- aði metkjörsókn þeirra í kosning- unum. Það segir sína sögu að al- menningur í ellefu fylkjum sam- þykkti með miklum meirihluta atkvæða bann við hjónaböndum samkynhneigðra. Bush hefur þeg- ar fært kristnum íhaldsmönnum meiri völd í stjórnkerfinu en dæmi eru um í sögunni. Allt bend- ir til þess að hann muni auka enn veg þeirra á komandi kjörtíma- bili. Þetta gæti birst m.a. í skipan íhaldssamra hæstaréttardómara, auknu vægi kristins boðskaps í skólakerfinu, harðari baráttu gegn fóstureyðingum og stór- auknum þrýstingi á að festa í stjórnarskrá landsins bann við hjónaböndum samkynhneigðra. Bush mun vafalaust ganga hratt til verks í að koma fram helstu baráttumálum sínum í innan- ríkismálum, s.s. breytingum á skatta- og almannatryggingakerf- inu, minnugur þess að atburðarás- in á alþjóðavettvangi getur koll- varpað öllum áætlunum á einum morgni. Hins vegar er svigrúm til mikilla útgjalda afar takmarkað, þar sem fjárlagahallinn er í sögu- legu hámarki og Bush hefur lofað að lækka hann um helming á kjör- tímabilinu jafnframt því að festa skattalækkanir í sessi. Íraksstríð- ið verður í forgangi í utanríkis- málunum fram á næsta ár hið minnsta og Bush bíður væntan- lega ekki boðanna að hefja harða árás inn í Fallujah nú þegar kosn- ingarnar eru yfirstaðnar. Forset- inn þarf að grípa til aðgerða gegn Íran og Norður-Kóreu sem líklega eru meiri ógn við heimsfriðinn en Írak var á sínum tíma. Heims- byggðin bíður með öndina í háls- inum eftir því hvort Bush herðir á hinni herskáu stefnu í utanríkis- málum eða dregur lærdóm af Ronald Reagan sem tryggði sér sess í sögunni með samningum við Sovétmenn sem lögðu grunn að lokum kalda stríðsins. Það verður sérstaklega athyglisvert að fylgjast með því hvort Colin Powell heldur sæti sínu sem utan- ríkisráðherra. Powell er lúinn eftir glímuna við harðlínuhauk- ana í stjórn Bush og ef hann hætt- ir er horfinn virtasti miðjumaður- inn úr stjórninni. Það yrði túlkað sem endanlegur sigur harðlínu- manna og vísbending um frekari einangrun Bandaríkjanna á al- þjóðavettvangi. ■ Ameríkubréf SKÚLI HELGASON 22-23 Umræðan 5.11.2004 21:25 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.