Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 10
10 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR LÖGREGLA Menn sem unnu við kvikmyndatöku á Klapparstíg í gærmorgun áttu fótum sínum fjör að launa þegar drukkinn maður stal bíl þeirra og ók næstum á þá þegar þeir reyndu að stöðva hann. Skömmu síðar hóf lögreglan eftir- för og náði að stöðva bílþjófinn, sem skemmdi bílinn sem hann ók auk tveggja lögreglubíla. Bíll kvikmyndatökumannanna var ólæstur og með lyklunum í og voru þeir mjög nálægt bílnum við störf sín. Þeir hringdu strax á lög- regluna, sem sá til bílþjófsins á Barónsstíg og hóf eftirför. Bíl- þjófurinn virti ekki stöðvunar- merki lögreglu og ók á lögreglu- bílinn. Hann ók á móti einstefnu, á móti rauðu ljósi og utan í annan lögreglubíl sem einnig tók þátt í eftirförinni. Loks náðist að króa manninn af og handtaka á Miklu- braut við Eskihlíð. Að sögn varð- stjóra hjá lögreglunni Reykjavík stafaði stórhætta af akstri manns- ins en svo vildi til að morgunum- ferðin var ekki hafin. Maðurinn skemmdi bílinn sem hann stal og annan lögreglubílinn talsvert. Hinn lögreglubíllinn skemmdist minna. ■ Víða um veröld þarf kjark og þor til að standa fast á hugsjónum sín- um og gera þær heyrinkunnar. Íranski mannréttindafrömuður- inn Shirin Ebadi býr yfir slíku hugrekki í ríkum mæli. Hún hefur boðið stjórnvöldum í heimalandi sínu birginn og hlotið bágt fyrir en jafnframt hefur barátta henn- ar fært henni alþjóðlega viður- kenningu þar sem friðarverðlaun Nóbels ber hæst. Ebadi er stödd hér á landi þessa dagana til að bæta enn einni fjöðrinni í hattinn en í dag sæmir Háskólinn á Akur- eyri hana heiðursdoktorsnafnbót við félagsvísinda- og lagadeild skólans. Látlaus og yfirveguð Það er ekki að sjá að nóbelsverð- launin hafi stigið Shirin Ebadi sér- staklega til höfuðs. Hún er látlaus í fasi og úr augum hennar skín yf- irvegun og ró. Ebadi tjáir sig með aðstoð túlks en auðheyrt er að hvert orð sem hún segir á sinni persnesku móðurtungu er vand- lega úthugsað. Ef til vill kemur það mönnum spánskt fyrir sjónir að friðarverð- launahafi Nóbels gangi til liðs við lítinn háskóla á litla Íslandi en Ebadi blæs á slíkar vangaveltur. „Þótt háskóli sé lítill og með fáa stúdenta þýðir það ekki að skólinn sé slakur. Ég ber mikla virðingu fyrir háskólum og geri mitt besta til að taka boðum þeirra,“ segir Ebadi en henni berast mörg boð um heiðursdoktorstitla við há- skóla víða um heim. „Ég var búin að lesa dálítið um Ísland og mig hafði lengi langað að koma hing- að. Því er ég afar glöð að háskól- inn skyldi hafa haft við mig sam- band,“ bætir hún við. Svipt dómaraembætti Fram að klerkabyltingunni árið 1979 kepptust írönsk stjórnvöld við að gera landið sem vestrænast í skipulagi og háttum. Fremstur í flokki fór keisarinn, sem stefndi að því að árið 2000 yrði Íran eins og Frakkland. Markaðsbúskapur stóð óvíða eins föstum fótum í Mið-Austurlöndum og í Íran þar sem stór hluti atvinnulífsins var í höndum einkaaðila. Hvatt var til atvinnuþátttöku kvenna og þær nutu margs konar réttinda sem kynsystur þeirra í nágrannalönd- unum voru án. Á meðan var klerk- um ýtt út á jaðar samfélagsins. Þegar Khomeini erkiklerkur og félagar hans komust til valda breyttist allt, meðal annars líf Shirin Ebadi sem nokkrum árum áður hafði orðið fyrsti kvendóm- ari landsins. „Ég var svipt emb- ætti mínu því konur mega ekki skipa dómstóla samkvæmt ísl- ömskum lögum. Ég fékk þó leyfi til að starfa sem lögmaður og stofnaði því eigin stofu. Í fram- haldi af því fékk ég mikinn áhuga á mannréttindamálum og hef síð- an þá einbeitt mér að þeim.“ Það er hins vegar ekki sjálfgef- ið að hagur fólks hafi versnað við valdatöku klerkanna. Misskipting í írönsku samfélagi var mikil þeg- ar keisarinn var enn við völd og allt andóf var miskunnarlaust barið niður. Ebadi telur að klerka- byltingin hafi þannig haft sína kosti þótt neikvæðar afleiðingar hennar hafi verið heldur meiri. „Fátækt jókst stórum eftir valda- töku Khomeinis, atvinnuleysi náði nýjum hæðum og réttindi fólks í einkalífi voru skert. Á hinn bóg- inn jókst pólitískt frelsi eftir bylt- inguna og Íran, sem fram að bylt- ingu hafði verið hlýðinn stuðn- ingsmaður Bandaríkjanna, varð mun sjálfstæðara á alþjóðavett- vangi.“ Vel menntaðar en án at- vinnu Engum dylst að staða kvenna í Mið-Austurlöndum er ekki eins og best verður á kosið og er Íran þar engin undantekning. Ebadi segir að eftir byltinguna hafi ýmis lög verið sett sem gerðu hag kvenna verri en áður. „Til dæmis mega menn eiga fjórar konur og þeir geta skilið við konu sína án ástæðu á meðan konur mega að- eins skilja við karla sína undir mjög ströngum skilyrðum. Vitnis- burður eins karlmanns hefur jafn mikið vægi og vitnisburður tveggja kvenna í dómsölum.“ Hins vegar hafa konur fengið betri námstækifæri í tíð klerka- stjórnarinnar. Þannig eru 68 prós- ent íranskra kvenna læs, sem er talsvert hærra hlutfall en í flest- um ríkjum þessa heimshluta, og 63 prósent háskólastúdenta í Íran eru konur. „Því miður fá þær ekki vinnu í samræmi við menntun sína. Þótt konur séu yfirleitt betur menntaðar en karlar eru þrisvar sinnum fleiri konur atvinnulausar í landinu en karlar.“ Enda þótt Ebadi sé gagnrýnin á ástandið í föðurlandi sínu telur hún að skoðanir Vesturlanda á málefnum múslimaheimsins séu að miklu leyti byggðar á ranghug- myndum. „Vesturlönd skilja ekki íslamskar þjóðir. Margir hér virð- ast telja að verk fárra manna séu verk íslams og íslam sé það sem talibanarnir eða stjórnvöld í Sádi- Arabíu standa fyrir. Hins vegar gleymist svo oft að stærsta múslimaríki veraldar er Indón- esía þar sem 200 milljónir mús- lima búa og þar var kona forseti landsins,“ segir hún og er mikið niðri fyrir. Lítið um bandarísk stjórn- völd gefið Ef til vill stafar hvefsni Ebadi að einhverju leyti af því að banda- rísk stjórnvöld hafa sett lögbann á útgáfu æviminninga hennar, en bannað er í Bandaríkjunum að gefa út bækur eftir íranska, kúb- verska og súdanska rithöfunda. Er bannið liður í viðskiptaþving- unum gegn þessum ríkjum. „Vegna ritskoðunar í Íran fæ ég ekki bók mína útgefna þar og því vildi ég fá hana gefna út í Banda- ríkjunum. Mér var ekki leyft það og því ákvað ég að stefna yfir- ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FÉKK FLOGAKAST Ökumaður fékk flogakast undir stýri þar sem hann var við akstur á Laugalæk í gærmorgun. Við það ók hann á kyrrstæðan bíl, um- ferðarskilti og á húsvegg. Þrír farþegar voru í bílnum og voru þeir ásamt ökumanninum fluttir á slysadeild en enginn þeirra reyndist vera slasaður. FUNDU FÍKNIEFNI Lítilræði af fíkniefnum fannst í bifreið manns á þrítugsaldri. Bíllinn hafði verið stöðvaður við reglu- bundið eftirlit í Kópavogi rétt eftir kvöldmat í fyrrakvöld. Efn- in voru ætluð til einkaneyslu. ÓHAPP Minniháttar umferðar- slys varð á Blönduósi í gær. Að sögn lögreglu urðu engin slys á mönnum og eignatjón var minni- háttar. Bíl stolið frá kvikmyndatökumönnum: Drukknum bílþjófi veitt eftirför ANNAR LÖGREGLUBÍLANNA Bílþjófurinn olli skemmdum á tveimur lögreglubílum og bílnum sem hann stal. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Íslam og mannréttindi eru ekki ósættanlegar andstæður Shirin Ebadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2003 fyrir þrotlaust starf að mannréttindamálum. Hún er stödd hér á landi því Háskólinn á Akureyri hefur sæmt hana heiðursdoktorsnafnbót. SHIRIN EBADI Ebadi dvaldi á Hótel Holti í vikunni en eyðir helginni á Akureyri þar sem hún tekur við heiðursdoktorsnafnbót. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI KONUNGLEG ÚTFÖR Elísabet Bretadrottning og Filippus drottn- ingarmaður fylgdu Alice prinsessu til grafar í gær. Alice var 102 ára gömul þegar hún lést og elst í konungsfjölskyldunni. 10-11 5.11.2004 22:16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.