Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 11
11LAUGARDAGUR 6. nóvember 2004 edda.is Mögnuð spenna frábær skemmtun Óvinir allt um kring Vítahringur fjallar um þræla, kappa, bardaga, galdra og strák sem reynir að lifa eðlilegu lífi - en það reynist ekki auðvelt. Íslensku barnabóka- verðlaunin 2004 Fjórir krakkar í sjöunda bekk kynnast í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði. Undarlegir atburðir verða til að vekja forvitni þeirra og þau leggja ýmislegt á sig til að afhjúpa leyndarmál staðarins. Dularfull og spennandi saga. Drekar og forynjur Hildur er tólf ára stelpa sem lendir í ævintýralegu ferðalagi um Goðheima og kynnist goðum, jötnum, dvergum og hinum vígalegu valkyrjum. Fjörug og spennandi saga sem veitir krökkum skemmtilega innsýn í heim norrænnar goðafræði. Ljóðaveisla Þrjár kostulegar kvæðabækur, eftir Þórarin Eldjárn með myndum Sigrúnar Eldjárn saman í einni bók. Óðfluga, Heimskringla, Halastjarna heilög ritning allra barna, yrkingar sem engan sviku, ein á viku. 2. sæti Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 27. okt. – 2. nóv. Börn og unglingar Ný frábær saga frá verðlaunahöfundinum Kristínu Steinsdóttur BANDARÍKIN Kosningar um stjórn- arskrárbann við hjónaböndum samkynhneigðra sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum hjálpaði George W. Bush að tryggja sér endurkjör. Ástæðan er sú að fjöldi íhalds- samra kjósenda sem ella er óvíst hvort hefðu farið á kjörstað mætti til að greiða atkvæði með bann- inu. „Ég væri einfeldningur ef ég segði að það hefði ekki hjálpað,“ sagði Robert T. Bennett, formaður Repúblikanaflokksins í Ohio, í viðtali við bandaríska dagblaðið New York Times. „Það hjálpaði mest í því sem við köllum Biblíu- beltinu í suðaustanverðu og suð- vestanverðu Ohio, þar sem stuðn- ingur við forsetann jókst mest. Forsetakosningarnar þetta árið réðust í Ohio. Þar hafði Bush bet- ur með 136 þúsund atkvæða mun, hann fékk 51 prósent atkvæða en John Kerry 49 prósent. Stjórn- málafræðingurinn John Green við Akron-háskóla, sem hefur kannað áhrif trúarbragða á stjórnmál, sagði í viðtali við New York Times að mikill stuðningur við stjórnar- skrárbann við hjónaböndum sam- kynhneigðra kunni að hafa aukið kjörsókn á íhaldssömum svæðum um þrjú til fjögur prósent og að það kunni að hafa ráðið úrslitum í ríkinu. - bþg Kosningar um bann við hjónaböndum samkynhneigðra juku kjörsókn: Kusu Bush og gegn hýrum hjónaböndum GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti naut góðs af því að íhaldssamir kjósendur fóru á kjörstað til að styðja stjórnarskrárbann við hjónaböndum samkynhneigðra. völdum. Mér finnst núverandi leiðtogar Bandaríkjanna hafa fjarlægst markmið stjórnarskrár þjóðar sinnar en í henni er tján- ingarfrelsið lögvarinn réttur hvers manns,“ segir hún en auð- heyrt er að henni finnst skjóta skökku við að til slíkrar skerðing- ar sé gripið í landi sem kennir sig við frelsi. Nokkur misseri eru síðan Bush Bandaríkjaforseti sagði Íran vera eitt öxulvelda hins illa. Ebadi tel- ur að ef föðurland sitt byggi ekki yfir auðugum olíulindum myndu Bandaríkjamenn kæra sig koll- ótta um ástand mála þar. „Lítum aðeins á brot úr sögu Bandaríkj- anna. Ef ekki hefði verið fyrir stuðning Bandaríkjanna á sínum tíma hefðu hvorki talibanar né Osama Bin Laden komist í þá stöðu sem þeir síðar náðu. Nokkr- um árum síðar réðust Bandaríkja- menn á Afganistan undir því yfir- skini að ráða niðurlögum þeirra. Þegar Íranar og Írakar börðust létu Bandaríkjamenn Írökum margs konar vopn í té. Nokkrum árum síðar ákváðu þeir að ráðast á Íraka vegna gereyðingarvopna þeirra. Nú afsaka þeir sig með því að segja að þeir séu að koma á lýð- ræði í Írak. Það er hins vegar ekki hægt að flytja út lýðræði með skriðdrekum og vígvélum.“ Nóbelsverðlaun mikilvæg hvatning Að endingu berst talið að sjálfum Nóbelsverðlaununum en Ebadi segir að þau séu í raun tileinkuð öllum þeim sem barist hafa fyrir því að sætta íslam og mannrétt- indi og sýna fram á að íslam er ekki trúarbrögð ofbeldis og ógnar. „Íslam hvetur til að konur og múslímar alls staðar fái aukin réttindi og frelsi. Íslam og mann- réttindi eru svo sannarlega sam- rýmanleg,“ segir Ebadi og bætir við að hún hafi orðið afar upp með sér yfir þeim heiðri sem henni var sýndur en jafnframt fundið til mikillar ábyrgðar. „Mér fannst að ég yrði að leggja enn harðar að mér í baráttunni fyrir bættum mannréttindum.“ Eðli starfs hennar breyttist ekki mikið við að fá Nóbelinn. „Vinnuálagið hefur á hinn bóginn snaraukist,“ segir hún hlæjandi og með þeim orðum er handhafi friðarverðlauna Nóbels rokinn á fund forsætisráðherra. sveinng@frettabladid.is RUHOLLAH KHOMEINI ERKIKLERKUR Breytti Íran á einni nóttu í klerkaríki. HVÍLD Í DÝRAGARÐI Sex mánaða gamall tígur hvílir sig með móður sinni í dýragarðinum í Washington. Tígrísdýrin í Washington eru meðal um 700 dýra þessarar tegundar í heiminum. 10-11 5.11.2004 22:03 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.