Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 327 stk. Keypt & selt 57 stk. Þjónusta 36 stk. Heilsa 16 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 31 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 35 stk. Atvinna 32 stk. Tilkynningar 3 stk. Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 6. nóv., 311. dagur ársins 2004. Reykjavík 9.28 13.11 16.54 Akureyri 9.24 12.56 16.27 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Lárus Blöndal Benediktsson sjúkraliði ákvað að verðlauna sig á tímamótum í lífi sínu í sumar með satínsvörtum Toyta Yaris T Sport 2004. „Ég var að leita að sparneytnum og skemmtilegum bíl og þessi varð fyrir valinu þar sem hann er bæði flottur og eyðir litlu. T Sport þýðir að hann er með aðeins meiri þægindum og stærri vél.“ Lárusi finnst best við bílinn að hann er stór smábíll. „Það að hann eyðir svona litlu er algjört lykilatriði. Ég sá ekki fram á að olíufélögin yrðu hliðholl hinum almenna borgara svo þetta var ein leið til að snúa á þá. Þessi bíll eyðir um 5,7 lítrum á hundraði og jafnvel minna í utanbæjarakstri.“ Lárus segir kostina marga, meðal annars hvað sætin eru þægileg og aksturstölvan sniðug. „Maður situr hátt og hefur góða yfir- sýn og sætin eru svokölluð körfusæti sem styðja vel við mjóbakið,“ segir sjúkraliðinn og finnst það að sjálfsögðu mjög mikilvægt. „Ég er mest á bílnum innanbæjar en þar sem ég er frá Blönduósi skrepp ég þangað af og til.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Lárus á svona fínan bíl en hann segir að Toyota sé merkið sitt. „Fyrsti bíllinn minn var Toyota árgerð '77. Hann er númerslaus inni í bílskúr hjá pabba sem á hann núna. Bíllinn lítur vel út, ekkert ryð í honum og stefnan er að koma honum aftur á götuna.“ ■ Bíllinn minn: Satínsvartur draumur bilar@frettabladid.is Saab á að framleiða í Sví- þjóð. Það finnst Svíum að minnsta kosti en þeir leggja nú allt í sölurnar til þess að sannfæra General Motors, sem nú eiga Saab, um að framleiðslu bílanna verði fram haldið í Svíþjóð. General Motors eru að skoða tvo staði, annars vegar Trollhättan í Svíþjóð og hins vegar Rüsselheim í Þýskalandi. Til mikils er að vinna því um 300.000 bílar verða framleiddir ár hvert. Sænska ríkisstjórnin hefur lagt málinu lið og lofar að leggja andvirði um 24 millj- arða íslenskra króna til vega- gerðar og járnbrautalagningar. 150.000 manns vinna í bílaiðn- aði í Svíþjóð og ríkisstjórnin óttast afleiðingarnar ef Saab er ekki framleiddur í Svíþjóð. Ford Mustang verður frum- sýndur hjá Brimborg í ársbyrjun 2005. 40 ár eru síðan þessi vinsæli sportbíll kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Bíll- inn mun kosta tæpar þrjár milljónir króna. Markmið Ford voru á sínum tíma að bjóða aflmikinn og flottan sportbíl á viðráðanlegu verði. Það hefur tekist og Mustang selst meira en nokkurn hafði órað fyrir. „Hönnuðir Ford höfðu þessi markmið í huga við hönnun nýja bílsins en nú varð hann að vera enn hraðskreiðari, örugg- ari, rásfastari og fallegri og á verði sem væri örugglega betra en hjá keppinautunum,“ segir í frétt Brimborgar. Bílaáhugamenn geta lagt leið sína á Garðatorg í Garða- bæ næstkomandi laugardag. Tilefnið er dagskrá sem körfuknattleiksdeild Stjörnunn- ar gengst fyrir fyrir klukkan 12 til 17 þennan dag. Á bílasýn- ingunni verða nýjustu bílarnir frá B&L eða Hyundai Tucson, sigurvegarinn í sínum flokki í valinu á Bíl ársins 2004 og nýja 1 línan BMW. Til viðbótar má einnig nefnaÝRenault Megane, bíl ársins 2003 í Evrópu,Ýog stóra bróðurinn Scénic; BMW X3 sportjeppann og Hyundai- metsölubílana Santa Fe og Getz. Citroën C4 er annar bíll sem frumsýndur verður hjá Brim- borg á næsta ári. C4 kemur reyndar ekki fyrr en í mars en ef marka má dóm bílablaða- manns Sun verður hann biðar- innar virði. „Citroën C4 er ekki aðeins besti Citroën-bíllinn í áraraðir, heldur einnig besti bíll sem ég hef reynsluekið á þessu ári,“ segir Ken Gibson, blaða- maðurinn. C4 var fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október. Lárus Blöndal Benediktsson verðlaunaði sig með nýjum Toyota Yaris úr kassanum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR BÍLA Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Pabbi, af hverju ertu með svona stóran maga? Ætlar þú líka að eignast barn bráðum? Norsk rannsókn: Þeir sem borða í hádeginu fitna minna Unglingar sem borða ekki hádegismat eru líklegri til að verða of þungir en jafn- aldrar þeirra sem borða í hádeginu. Þetta kemur fram í norskri rannsókn sem nýlega birtist. Vísindamennirnir sem starfa við Háskólann í Ósló rannsökuðu matar- venjur 13 ára unglinga í Noregi um árabil. Á árun- um frá 1993 til 2000 jókst fjöldi of feitra 13 ára ung- linga þar í landi um 57 prósent meðal drengja og 47 prósent meðal stúlkna og er þá miðað við alþjóð- lega staðla um það hvað telst að vera of feitur. Ekki er tekin afstaða til þess í rannsókninni hvort það að borða hádeg- ismat sé eitt af einkenn- um þess að lifa heilsusam- legu lífi yfirleitt eða hvort þeir sem ekki borða há- degismat bæti sér það upp með því að borða eitt- hvað óhollt þegar hungrið sverfur að. Rannsóknin sýndi einnig að eftir því sem ungmennin eltust voru þau líklegri til að sleppa morgunmatnum. Auk þess bendir hún til þess að samhengi sé milli þyngdar ungmenna, menntunar foreldra og sjónvarpsáhorfs. ■ 27 (01) Allt forsíða 5.11.2004 15:47 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.