Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 6
6 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Sprengjusérfræðingar Gæslunnar í Kolding: Þetta er svakaleg aðgerð BJÖRGUNARSTÖRF Jónas Þorvalds- son og Ágúst Magnússon, sprengjusérfræðingar frá Land- helgisgæslunni, eru nú ásamt sprengjusérfræðingum danska landhersins í flugeldaverksmiðj- unni í Kolding í Danmörku. „Þetta er svakaleg aðgerð og vonandi sér maður þetta bara einu sinni,“ sagði Jónas í gær. Hann sagði að eldsvoðinn og spreng- ingar í kjölfar hans hefðu valdið gífurlegri eyðileggingu í Kold- ing.” Búið væri að rýma öll húsin í kringum verksmiðjuna og stóru svæði í kringum hana hefði verið lokað. Jónas og Ágúst eru nú ásamt sprengjusérfræðingum danska landhersins, lögreglu, slökkviliði og fulltrúum almannavarna á svæðinu. Vélmenni eru notuð til að fara að gámum sem innihalda sprengiefni sem eldurinn hefur ekki náð að læsa sig í. Hermenn nota skriðdreka til að fara um svæðið og og afla upplýsinga um ástandið. Í gærmorgun fóru sprengju- sérfræðingar frá danska land- hernum og sóttu lík slökkviliðs- mannsins sem fórst í sprenging- unni á miðvikudag. Ástandið er enn talið of hættulegt til að hefja hreinsunarvinnu í rústum verk- smiðjunnar, sérstaklega vegna sprengiefnisins í gámunum sem enn getur sprungið. Núna eru sprengjusérfræðingarnir að færa sig nær rústunum, en þó í hæfi- legri fjarlægð, og eyða flugeldum sem liggja eins og hráviði um ná- grenni verksmiðjunnar. - jss VIÐSKIPTI Leigulistinn hefur fengið allt upp í 16 fyrirspurnir á dag frá ungu fólki sem er að kaupa íbúðir til að leigja þær, að sögn Katrínar Þóru Jónsdóttur, starfsmanns þar. „Það er mikið um að fólk sé að hringja og athuga hvort það borgi sig að leigja þegar það er kannski að borga það sama og það þyrfti að greiða af fasteignunum,“ sagði hún. „Þessar fyrirspurnir hófust í september og nú erum við að fá allnokkrar fyrirspurnir á hverj- um degi, einkum frá ungu fólki sem er að kaupa sér íbúðir og ætl- ar að leigja þær út. Þetta eru yfir- leitt minni íbúðir, 2-3ja herbergja. Fólk er að spyrja hversu stórt það eigi að kaupa til að leigan geti staðið undir afborgunum. Það fæst ekki jafn mikið fyrir fer- metratöluna í stærri íbúðunum eins og þeim minni.“ Katrín Þóra sagði að varpa mætti fram þeirri spurningu hvort ekki væri verið að kaupa upp flest- ar minni íbúðirnar á markaðinum, sem kæmu síðan aftur inn á leigu- markaðinn og þá kannski mun fleiri heldur en áður. En þetta yrði ekki ljóst fyrr en í janúar eða í byrjun febrúar. Hún sagði enn fremur að eftir breytta lánamöguleika væri skortur á leiguíbúðum í Breiðholti, Grafarvogi og Hafnarfirði. Þetta ætti einkum við um íbúðir í Breið- holtinu, þar sem hefði fram til þessa verið nægt framboð, til dæmis í Fellahverfi. Þá væri lítið um 3ja herbergja íbúðir í Hafnar- firði. „Nú kaupir fólk þessar íbúðir til að leigja þær út. Það bjuggust allir við þessu og að síðan kæmi bak- slag, þegar þær kæmu í leigu aft- ur. Það gæti farið svo að um of- framboð yrði að ræða og leiguverð lækkaði. En það er ómögulegt að spá um þróunina á þessari stundu. Við höfum veitt fólki upplýsing- ar þegar það hefur verið að íhuga að fjármagna íbúðakaup með út- leigu, svo fremi sem við höfum haft tíma,“ sagði hún. „En skipti- borðið hér glóir alltaf eins og jóla- sería, þannig að fólk verður stund- um að bíða. Við vísum því gjarnan á heimasíðu Leigulistans.“ jss@frettabladid.is BÍLVELTA Lögregla og slökkvilið voru kölluð á vettvang vegna bíl- veltu á Langatanga á Vestur- landsvegi. Slökkviliðið var kallað á vettvang til að losa mann sem var fastur í bifreiðinni. Talið var að þrír aðrir hafi verið í bílnum þegar hann valt. KVIKNAÐI Í FRYSTISKÁP Slökkvi- lið var kallað á vettvang að Torfufelli til að slökkva eld sem hafði kviknað í rými í frystiskáp. Vel tókst að slökkva eldinn en nokkrar skemmdir urði á frysti- skápnum og í lofti. Lögregla: Óskar vitna LÖGREGLA Þeir sem urðu vitni að árekstri á gatnamótum Lista- brautar og Kringlumýrarbrautar um klukkan hálf ellefu á mánu- dagskvöld eru beðnir um að gefa sig fram við lögreglu. Áreksturinn varð þegar grár Daihatsu Sirion var ekið vestur Listabraut og beygt til suðurs á Kringlumýrarbraut og grár Subaru Impreza sem ekið var suð- ur Kringlumýrarbraut lentu sam- an. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Í stjórnum hvaða fjármálafyrirtækjasitja Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Einar Benedikts- son, forstjóri Olís? 2Nú stendur yfir bensínverðstríð á Vest-fjörðum. Í hvaða bæjarfélagi var bens- ínverð lægst í gær? 3Hvaða hátíð verður á Seyðisfirði dag-ana 18. til 21. nóvember? Svörin eru á bls. 22 edda.is Flétta sem nálgast fullkomnun Hörkuspennandi og snilldarlega vel samin skáldsaga eftir einn vinsælasta spennusagna- höfund heims, Michael Connelly. 1. sæti Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 27. okt. – 2. nóv. Skáldverk - kiljur Kópavogur: Tvo tonn af kjöti horfin LÖGREGLA Tveimur tonnum af nýsjálensku nautakjöti og 30 til 40 kílóum af kanadískum humri hefur verið stolið úr vörugeymslu í Kópavogi að undanförnu. Til- kynnt var um þjófnaðinn í fyrra- dag en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær kjötinu var stolið. Þó nokkrir hafa haft aðgang að vörugeymslunni og virðist sem þjófurinn hafi ekki brotið sér leið inn í geymsluna. Enginn liggur undir grun en lögreglan í Kópa- vogi rannsakar málið. ■ Haítí: Lofar góðu BRASILÍA, AP Leiðtogar Suður- og Mið-Ameríku luku tveggja daga ráðstefnu í gær með loforði um að losa Haítí við pólitískt ofbeldi og sára fátækt. Einnig var staðfest að senda ætti háttsettan dipló- mata frá Brasilíu til Haítí til að hægt væri að koma með raunhæf- ar lausnir. Það voru leiðtogar 19 ríkja sem komu saman til að ræða vandamál Haítí og sögðu þeir í sameiginlegri yfirlýsingu að sem nágrannar og bræður þyrftu þeir að finna lausn- ir á vandamálum landsins til að koma á friði í landinu. Jean- Bertrand Aristide, forseti Haítí, sótti ekki ráðstefnuna. ■ BELGÍA, AP Það þurfa allir að standa saman í því að vinna bug á hryðju- verkamönnum. Þetta sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar í Írak, á fundi með stjórnendum Evrópusam- bandsins í Brussel í Belgíu í gær. Allawi var í Brussel til að reyna að bæta samstöðu Evrópu- ríkja gagnvart stríðinu í Írak. Hann sagði að nú væri nauðsyn- legt að horfa til framtíðar og hvatti vinaþjóðir Íraks til að hjálpa við uppbyggingu landsins. Jan Peter Balkenende, forsæt- isráðherra Hollands, sagði að þrátt fyrir deilur fortíðarinnar ríkti algjör samstaða meðal Evr- ópusambandsríkjanna í dag. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands og einn helsti gagnrýnd- andi stríðsins, fór snemma frá Brussel þar sem hann var á leið til Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna. Hann neitaði því að hafa hunsað heimsókn Allawi. Hann sagði tengslin milli Frakk- lands og nýju stjórnarinnar í Írak vera mjög sterk um þessar mundir. ■ Forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks er í Brussel: Hvatti til samstöðu Evrópuríkja IYAD ALLAWI Forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak sagði nauðsynlegt að horfa til framtíðar. Írak þyrfti á hjálp Evrópu að halda. BREIÐHOLT Skortur er á litlum leiguíbúðum í Breiðholti og fólk kaupir íbúðir íbúðir til að leigja út. SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR Jónas Þorvaldsson og Ágúst Magnússon, sprengjusérfræðingar Gæslunnar, eru nú staddir hjá rústum flugeldaverksmiðjunnar í Kolding. Ný lán setja leigu- markaðinn á hvolf Óvenjulegt ástand ríkir á leigumarkaðinum með auknum möguleikum á húsnæðislánum. Ungt fólk kaupir íbúðir til að leigja út. Í sumum borgarhlutum þar sem nóg hefur verið af leiguíbúðum er nú skortur. JUAN EMILIO CHEYRE Her Chile: Tekur á sig ábyrgð CHILE, AP Her Chile hefur nú í fyrsta sinn tekið á sig ábyrgð vegna mannréttindabrota sem framin voru í stjórnartíð Augusto Pinochet. Þetta er öfugt við fyrri stefnu hersins, en áður var því haldið fram að brotin sem framin voru á árunum 1973 til 1990 hefðu verið framin af einstökum her- mönnum. Í yfirlýsingu frá yfirmanni hersins, Juan Emilio Cheyre höfuðsmanni, sagði að ákvörðunin hefði verið erfið en nú yrði ekki aftur snúið. Forsetinn Richardo Lagos sagði yfirlýsinguna vera sögulegt skref að sameiningu þjóðarinnar. ■ 06-07 5.11.2004 22:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.