Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 8
8 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR KJARAMÁL Bifreiðastjórar sem fjár- festu í nýjum bílum og hófu skóla- akstur í haust standa illa að vígi vegna sex vikna verkfalls kennara, segir Steinn Sigurðsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa. Steinn segir mörg sveitarfélög ekki hafa greitt fyrir umsaminn skólaakstur í verkfallinu. Það eigi sérstaklega við stærstu sveitar- félögin, Reykjavíkurborg meðal þeirra: „Við erum ekki að tala um að fá greitt fullt gjald heldur að launa- hlutur bílstjórans í málinu sé greiddur og að öðrum þræði líka í fastakostnaði bílsins.“ Júlíus Sigurbjörnsson, deildar- stjóri rekstrardeildar Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, segir samn- inga ekki brotna: „Þessi þáttur mála var ekki inni í útboðsskilmál- unum eða samningnum.“ Steinn segir yfirleitt ekki tíund- að í samningunum hvernig greiða eigi fyrir þjónustuna mæti börnin ekki í aksturinn. Samningarnir séu þó gerðir um akstur í tiltekinn dagafjölda. Júlíus segir að í skilmálum standi að falli akstur niður að hálfu skólans eigi að láta vita: „Það er það eina sem sagt er.“ - gag Deilt er um það hvar Jasser Arafat verði jarðaður: Hryðjuverkamenn hvíla ekki í Jerúsalem ÍSRAEL, AP Ísraelar segja að Palestínumenn fái ekki að jarða Jasser Ara- fat, forseta Palestínu, í Jerúsalem. Arafat liggur nú mikið veikur á sjúkrahúsi nærri París í Frakklandi. Arafat hefur á liðnum árum upplýst aðstoðar- menn sína um það að hann vilji verða jarðaður nærri moskunni Al Aqsa í Jerúsalem, en staðurinn er sá þriðji heilagasti í ís- lamskri trú. Ísraelsmenn þvertaka fyrir þetta. „Hann verður ekki jarðaður í Jerúsalem því Jerúsalem er borg þar sem kóngar gyðinga hvíla, ekki ar- abískir hryðjuverkamenn,“ segir Yosef Lapid, dómsmála- ráðherra Ísraels. Nabil Shaath, utanríkisráð- herra Palestínu, segir að á meðan óvissa ríki um heilsufar Arafats verði ekkert samband haft við Ísraelsmenn vegna skipulagningar útfarar- innar. Ekki hefur verið úti- lokað að Arafat verði jarðaður á Vesturbakk- anum. Ísraelsmenn vilji helst að Arafat verði jarð- aður á Gaza. Tæplega 30 ættingjar Arafats hvíla í grafreit í Khan Younis á Gaza. Grafreiturinn er hins vegar í miðjum grænmetismarkaði svo útilokað er talið að hann verði jarðaður þar. ■ Sjómenn gagn- rýna samninginn Áhöfn Örfiriseyjar telur nýjan kjarasamning leiða af sér sérsamninga og segja erfitt að sjá að um tímamótasamning sé að ræða. KJARAMÁL Hásetar á frystitogaran- um Örfirisey telja að verði nýr sjómannasamningur samþykktur fari af stað sérsamningar við hverja áhöfn. Ákvæði í samningn- um ógildi öll önnur atriði sem samkomulag sé um. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að skýrt sé kveðið á um það í samningnum að heimilt sé að stéttarfélög sjómanna semji við útgerðirnar um breytingar. Það þurfi þau ekki að gera telji þau breytingarnar ekki til hagsbóta. Í samningnum segir að samn- ingsaðilum sé heimilt að lækka skiptaprósentu á skipum tíma- bundið eða ótímabundið eða gera breytingar á öðrum atriðum kjarasamningsins. Við gerð slíks samnings sé horft til afkastagetu skips, tækja, búnaðar og vélar- afls. Áhöfn Örfiriseyjar, togara í eigu HB Granda, telur að það geti haft í för með sér að komi nýtt tæki um borð í skipin óski útgerð- in þess að skiptaprósentan verði lækkuð. Það leiði til þess að hvergi verði sama skiptaprósenta um borð í skipum: „Við bara skiljum ekki hvernig sjómannaforustan getur lagt fram þennan samning og talað um tíma- mótasamning. Við erum orðlausir yfir orðalaginu í þessum samn- ingi,“ segir í tilkynningu áhafnar- innar. Áhöfnin gagnrýnir að orlof hækki ekki nema háseti sé meira en tíu ár hjá sömu útgerð. Hún hefur einnig áhyggjur af því að tveggja prósenta mótframlag í lífeyrissjóð sé einungis launatil- færsla þar sem frystiálag sé lækkað um 3 prósent. Sævar segir hárrétt að sjó- menn taki þátt í kostnaði við breytingarnar á samningnum: „Við leynum því ekkert að við tók- um launakostnaðinn niður um tæp þrjú prósent. Á móti sömdum við um félagsmálapakka, sem við köllum svo, sem mjög erfitt er að verðmeta mjög nákvæmlega en við teljum að við höfum fengið um tvö til þrjú prósent umfram það sem við lækkuðum launin um fyrst,“ segir Sævar. Það komi fram í lífeyrissjóðnum, í leyfi í veikindum barna, séreignarsjóðn- um, lengri uppsagnarfresti, olíu- verðsviðmiði og víðar. gag@frettabladid.is Gíslamál í Afganistan: Gáfu frest AFGANISTAN, AP Afgönsku gísla- tökumennirnir sem hnepptu þrjá starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í gíslingu í Kabúl fyrir rúmri viku hafa gefið Sameinuðu þjóðunum aukinn frest til draga sig út úr Afganistan. Gíslatökumennirnir, sem hafa hótað að myrða gíslana fari Sam- einuðu þjóðarnar ekki út úr land- inu, hafa gefið afgönskum stjórn- völdum og Sameinuðu þjóðunum frest þar til í dag til að hefja form- lega viðræður. Samkvæmt skila- boðunum var ekki sagt hvað yrði um gíslana ef viðræður hefjast ekki. Óttast er að þeir muni myrða gíslana ef engin hreyfing kemst í málið í dag. ■ Ólafsfjörður: Innbrot í tækjasal LÖGREGLUMÁL Þrír góðkunningjar lögreglunnar brutust inn í sund- laug Ólafsfjarðar og þaðan í tækjasal og stálu handlóðum og æfingarbeltum aðfaranótt fimmtudags. Lögreglan í Ólafsfirði segir að grunsemdir um innbrotið hafi vaknað þegar sundlaugarvörður fann sígarettustubba við heita potta. Vörðurinn hefði því næst skoðað upptökur úr myndavéla- kerfi þar sem innbrotsmennirnir sáust. Lögreglan yfirheyrði mennina, tækin voru endurheimt og málið telst upplýst. - gag SVONA ERUM VIÐ HLUTFALL FÓLKS 15 TIL 79 ÁRA SEM REYKIR DAGLEGA Ár Fjöldi 1999 25,2% 2000 22,9% 2001 23,6% 2002 21,6% 2003 22,4% HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Þjóðarbókhlaðan: Opin á kvöldin MENNTAMÁL Þjóðarbókhlaðan mun opna aftur á kvöldin frá og með næsta mánudag. Ákvörðun um þetta hefur verið samþykkt á fundi Háskóla- ráðs. Á þriðja þúsund stúd- enta höfðu skrifað undir áskorun þessa efnis fyrir fund ráðsins. Í ákvörðun h á s k ó l a r á ð s felst að Þjóðarbókhlaðan verður opnuð aftur frá og með mánu- deginum 8. nóvember og út árið. Málið verður síðan endurskoðað í janúar og frekari ákvarðanir teknar um framhaldið. Mikill hug- ur er innan ráðsins um að halda safninu opnu á kvöldin og leita lausna til að svo geti orðið. - jss BREYTINGAR Háskólaráð hefur samþykkt lengdan opnunartíma Þjóðar- bókhlöðunnar. BEÐIÐ VIÐ SJÚKRAHÚSIÐ Fjölmargir stuðnings- menn Arafat stóðu fyrir utan Percy-sjúkrahúsið í Frakklandi í fyrrinótt. Bifreiðastjórar standa illa að vígi vegna kennaradeilunnar: Vilja fá greitt fyrir skóla- akstur í verkfalli kennara AKSTUR FRÁ LAUGALANDSSKÓLA Bifreiðastjórar vilja fá launagreiðslur vegna samninga um skólaakstur þá daga sem verkfallið stóð yfiir. Um það var ekki samið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SÆVAR GUNNARSSON Segir að lækka hafi þurft laun sjómanna um þrjú prósent til að ná fram úrbótum af fé- lagslegum toga. Þær úrbætur skili sjómönnum tveimur til þremur prósentum umfram það sem lækkað hafi verið um. Áhöfn Örfiriseyjar gagnrýnir samninginn. EINN GÍSLANNA Shqipe Habibi, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna frá Kosovo, er meðal þriggja gísla í Afganistan. 08-09 5.11.2004 22:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.