Fréttablaðið - 12.11.2004, Page 2

Fréttablaðið - 12.11.2004, Page 2
2 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Borgarráð: Þórólfur sakar Vilhjálm um róg STJÓRNMÁL Þórólfur Árnason, frá- farandi borgarstjóri, sakaði Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita sjálfstæðismanna, um „róg“ í bók- un á borgarráðsfundi í gær. Á fundinum baðst Þórólfur form- lega lausnar sem borgarstjóri. Í bókun sinni gerir Þórólfur ummæli Vilhjálms í DV að um- ræðuefni en þar fullyrti Vilhjálm- ur að borgarstjóri fengi 20 millj- ónir króna fyrir að vera á launum út kjörtímabilið og miðaði þar við laun forsætisráðherra. Þórólfur segir að Vilhjálmur hafi verið viðstaddur þegar ráðn- ingarsamningur hans hafi verið lagður fram í borgarráði og Vilhjálmi væri því kunnugt um að hann nyti ekki biðlauna. Þórólfur segist njóta sömu kjara og þeir fjórir menn sem verið hafi borg- arstjórar frá því að Vilhjálmur settist í borgarstjórn. „Því er ljóst að ... ummæli Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar falla gegn betri vit- und. Þau eru vísvitandi rógur,“ segir í bókun Þórólfs Árnasonar, hans síðustu í borgarráði. Ekki náðist í Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson í gær. - ás Ólafur Örn ráðinn án auglýsingar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gekk meðan hann var enn utan- ríkisráðherra frá ráðningu Ólafs Arnar Haraldssonar í starf forstjóra Ratsjárstofnunar, án þess að staðan væri nokkru sinni auglýst. RATSJÁRSTOFNUN Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að kannað hafi verið hvernig standa beri að ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar og það álit feng- ist að ekki væri skylt að auglýsa starfið. Aðrir komu ekki til greina í stöðuna enda segir Gunnar Snorri að það hafi verið komin „af stað ákveðin umræða um það hver myndi taka við af Jóni Böðvars- syni“, sem verður sjötugur eftir tvö ár og hættir þá vegna aldurs. „Aðstæður breyttist þannig að kapall myndaðist,“ segir Gunnar Snorri. Kapallinn fólst í því að Björn Ingi Knútsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, fer fljótlega í ársleyfi frá störfum og mun starfa í eitt og hálft ár fyrir al- þjóðleg samtök í Montreal í Kanada, Civil Aviation Organ- ization. Það var því ákveðið að Jón Böðvarsson, fráfarandi forstjóri, myndi leysa hann af á Keflavíkur- flugvelli og fara svo á eftirlaun. Ólafur Örn, sem var fyrst var ráð- inn inn í stofnunina sem aðstoðar- maður Jóns og hafði starfað í stofn- uninni í nokkra mánuði, var ráðinn forstjóri. Hann tekur við starfinu um áramótin. „Það var að hluta til lykilatriði að þetta væri maður sem Banda- ríkjamenn myndu sætta sig við því að það er fjárhagsleg ábyrgð gagn- vart þeim,“ segir Gunnar Snorri. „Hugmyndin kom upp talsvert fyrr á árinu og var kynnt fyrir Banda- ríkjamönnum. Ólafur Örn kom til greina og sá kostur var kynntur fyrir þeim. Þeir tóku því vel. Það má segja að þeim hafi gefist kostur á að kynnast honum dálítið,“ segir hann og telur einkum að víðtæk reynsla Ólafs Arnar á ýmiss konar vettvangi hafi þarna gert hann hæfastan í starfið. Engar reglur gilda um ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar. Ólafur Örn er hvorki æviráðinn né ráðinn til fimm ára. Um ráðning- una gilda þó hefðbundin ákvæði um uppsagnarfrest. Staðan hefur aldrei verið auglýst og ekki er gert ráð fyrir að hún verði auglýst eftir fimm ár. ghs@frettabladid.is Heilbrigðisstofnun Suðurlands: Skóflu- stunga tekin HEILBRIGÐISMÁL Í nýrri viðbygg- ingu Heilbrigðisstofnunar Suð- urlands á Selfossi verður hjúkr- unarheimili með 26 rýmum, hús- næði heilsugæslunnar á staðnum og aðstaða fyrir iðju- og sjúkra- þjálfun. Framkvæmdir við hina nýju viðbyggingu hófust í gær með því að tekin var fyrsta skóflu- stunga að húsinu. Í kjölfar þess var svo undirritaður verksamn- ingur vegna byggingarinnar við JÁ Verktaka á Selfossi, sem áttu lægsta tilboð í verkið, tæplega 589 milljónir króna. Sjö gild til- boð bárust í verkið, þau voru á bilinu tæplega 589 til tæplega 692 milljónir króna. - jss „Ástarvikan viðheldur að minnsta kosti von okkar um að fá að búa fyrir vestan.“ Soffía Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungar- víkur, stóð fyrir ástarviku í ágúst þar sem Bolvík- ingar voru hvattir til að fjölga sér. Ef kenning tveggja bandarískra landfræðinga er heimfærð á Vestfirði eru framtíðarhorfur margra sveitarfélaga þar slæmar. Bolungarvík var á meðal þeirra. SPURNING DAGSINS Soffía, bjargar ástarvikan framtíð Bolungarvíkur? Ögmundur Jónasson: Störf ber að auglýsa RATSJÁRSTOFNUN „Þetta mál hef ég ekki skoðað sérstaklega. Hitt veit ég að stjórnvöld og ríkið eru í auknum mæli farin að virða að vettugi skyldur sínar til að auglýsa störf embættismanna laus til um- sóknar. Staðreyndin er sú að hin al- menna regla kveður á um að það beri að auglýsa störf þótt annað sé heimilt í undantekningartilvikum. Þegar undantekningin er orðin að almennri reglu þá er illa komið,“ segir Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. - ghs ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Ólafur Örn tekur við starfi forstjóra Ratsjárstofnunar um áramótin. Hrókeringar eiga sér stað. Fráfarandi forstjóri leysir af á Keflavíkurflugvelli. Hæstiréttur: Sýknaður af innbroti DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði síbrotamann af innbroti í verslun í Mjódd þar sem þrjú þúsund krónum var stolið úr peninga- kassa verslunarinnar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sakfellt manninn og dæmt hann til sex mánaða fang- elsisvistar. Skófar mannsins fannst í versluninni og leiddi rannsókn í ljós að það gat ekki verið eftir annan skó en hans. Dómurum Hæstaréttar þótti þó ekki sannað að skófarið væri frá því að brotist var inn í verslunina. Maðurinn sagðist hafa verið ásamt vinkonu sinni í versluninni daginn áður og hefði þá getað skilið eftir skófarið. Vinkona mannsins bar ekki vitni Maðurinn hefur verið dæmdur sextán sinnum fyrir hegningar- lagabrot, oftast fyrir þjófnað og skjalafals. - hrs Kostnaður: Bandaríkja- menn borga RATSJÁRSTOFNUN Ratsjárstofnun hefur mjög sjálfstæða stöðu í ís- lensku stjórnkerfi. Hún heyrir beint undir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og hefur enga stjórn. Bandaríkjamenn fjármagna starfsemi stofnunar- innar og nemur kostnaður við reksturinn tæpum 1.400 milljón- um króna samkvæmt fjárlögum árið 2005. Stofnunin er með fjórar ratsjárstöðvar; á Gunnólfsvíkur- fjalli, við Keflavíkurflugvöll, í Bolungarvík og á Höfn í Horna- firði. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík. Starfsmenn eru um 80 talsins. - ghs Borgarráð samþykkti að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur: Mikil hækkun um áramót fyrir námsmenn í sambúð BORGARMÁL Leikskólagjöld hækka um allt að 42 prósent um áramótin hjá fólki í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi. Borgaryfirvöld samþykktu í gær að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur. Rökin fyrir breyting- unni eru meðal annars þau að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur náms- manna vænkast. Jarþrúður Ás- mundsdóttir, formaður Stúdenta- ráðs, hefur gagnrýnt þessa rök- semdafærslu harðlega og sagt að árangur stúdenta í að fá afnám tekjutengingarinnar samþykkt eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Þorlákur Björnsson, formaður leikskólaráðs, segir að þegar tekju- tengingin var við lýði hafi verið bú- inn til sérstakur gjaldflokkur fyrir foreldra í sambúð þar sem annað var í námi. Nú sé búið að afnema tekjutenginguna og því rökrétt að fella niður þennan sérstaka gjald- flokk. Hann undrast að fólk skuli ekki fallast á þessi rök. Samkvæmt núgildandi gjald- skrá greiða foreldrar þar sem ann- að er í námi 22.200 krónur á mán- uði fyrir níu klukkustunda vistun. Um áramótin mun gjaldið hækka í 31.330 krónur fyrir þetta fólk. Gjald fyrir foreldra þar sem annað er öryrki mun hins vegar lækka úr 22.200 krónum á mánuði í 16.120 krónur. - th FORMAÐUR LEIKSKÓLARÁÐS Þorlákur Björnsson segir að leikskólagjöld standi aðeins undir 28 prósentum af rekstrarkostnaði leikskóla borgarinnar. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Kvaddi borgina með harð- orðri bókun í garð oddvita sjálfstæðismanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FARIÐ INN Í ÓLÆST HÚS Farið var inn í ólæst hús á Vopnafirði og þaðan stolið geislaspilara, á annan tug geisladiska og nokkrum þús- undum í peningum. Talið er að far- ið hafi verið inn um síðustu helgi en það uppgötvaðist ekki fyrr en í fyrrakvöld. Málið er í rannsókn lögreglunnar á Vopnafirði. Héraðsdómur Reykjaness: Fangelsi fyrir fjársvik DÓMSMÁL Rúmlega þrítug kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Konan sveik út vör- ur og þjónustu fyrir tæpar 260 þúsund krónur með því að gefa símleiðis upp númer á greiðslu- korti sem hún átti ekki. Konan játaði öll brotin sem hún var ákærð fyrir en þau voru sam- tals 27. Hún hefur átta sinnum brotið gegn almennum hegningar- lögum, sjö sinnum fyrir auðgun- arbrot og einu sinni fyrir skjala- fals. Vegna ítrekaðra skilorðsrofa þótti ekki koma til greina að skil- orðsbinda refsinguna. ■ 02-03 11.11.2004 20:49 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.