Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 18
LÖGREGLUMÁL Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grun- ur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstof- unni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Rannsóknin hófst í apríl þegar húsleit var gerð á þremur nudd- stofum. Ein þerra var rannsökuð frekar. Tvær konur störfuðu á nuddstofunni. Önnur þeirra er talin hafa rekið stofuna og er hún grunuð um brot á almennum hegningarlögum. Ekki er grunur um að viðskiptamenn stofunnar hafi getað keypt eiginlegar sam- farir. Þjónustan var seld nokkuð háu verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Jafnhliða rannsókn á hugsanlegri vændisstarfsemi beinist rannsóknin að bókhalds- brotum og skattsvikum. Mál sem þessi eru fátíð í ís- lensku réttarkerfi. Fyrir um ári síðan var kona í Hafnarfirði dæmd í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vændi. Eiginmaður hennar var dæmdur í sex mánaða fang- elsi fyrir að hafa aðstoðað hana. Þeim var einnig gert að greiða hálfa milljón króna í ríkissjóð. Þjónustuna ráku hjónin frá byrj- un júní 2002 til loka febrúar 2003 og er talið að þau hafi hagnast um rúmlega níu milljónir. Konan þjónustaði fjölda karlmanna á heimili sínu, á gistihúsi og í bíl- skúr. Þjónustuna auglýsti hún á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munnmök. Þóttu gögn sem lögð voru fram í málinu benda sterklega til þess að eigin- maður konunnar hafi í öllu falli átt þátt í að konan hóf að stunda vændi og átt þátt í að halda þjón- ustunni gangandi. hrs@frettabladid.is 18 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR BRÚIN TVÖFÖLDUÐ Unnið er við það hörðum höndum nú að tvöfalda brúna yfir Hörgá á Ólafsfjarðar- vegi. Nokkuð hefur verið um árekstra á og við brúna. Neytendasamtökin: Minnstur verðmunur á tveggja lítra mjólk VERÐKÖNNUN Minnstur verðmunur var á mjólk í tveggja lítra umbúð- um í verðkönnun sem Neytenda- samtökin gerðu á Akureyri í byrj- un nóvember í samvinnu við verkalýðsfélögin á staðnum. Mun- aði 7,5 prósentum á Bónus sem var með lægsta verðið og 10-11 sem var með hæsta verðið. Ef verslað var í Bónus eða Nettó var ódýrara að kaupa tvær eins lítra mjólkurfernur en tveggja lítra fernu. Í Bónus munaði 13 krónum. Mestur verðmunur var á Ora baunum í dós eða um 87%. Baun- irnar voru ódýrastar í Bónus en dýrastar í 10-11. Verðmunur var meiri en 60% á tveimur öðrum vörutegundum, Brazza og þurr- geri í poka. Í könnuninni var Bónus alltaf með lægsta verðið en 10-11 var oftast með hæsta verðið. Ef sett var saman karfa úr þeim 16 vör- um sem fengust í öllum verslun- unum var munurinn á hæstu og lægstu 26%. Neytendasamtökin gerðu verð- könnun á matvælum í nóvember 2002 en þá kostaði mjólkurlítrinn lægst 75 krónur, en í dag er lægsta verðið 73 krónur. - ghs Tuttugu karlar voru yfirheyrðir Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir þar sem þeir eru tald- ir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofu. Tvær konur störfuðu á stof- unni. Rannsóknin beinist einnig að bókhaldsbrotum og skattsvikum. SKEMMTUN Rokksýningin í Egils- búð í ár ber yfirskriftina Glímt við þjóðveginn. Sýnt hefur verið þrisvar sinnum fyrir troðfullu húsi og mikinn fögnuð gesta. Þessar uppákomur BRJÁN og Egilsbúðar eru löngu orðnar landsþekktar, enda sýnt um miðj- an janúar ár hvert á Broadway, jafnan fyrir fullu húsi. Starfs- mannafélög af Austurlandi og víð- ar nota gjarnan tækifærið og sækja sýninguna. Það gerði starfsfólk Loðnu- vinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði fyrir skömmu, 90 manns, sem hélt svo áfram glímunni við þjóðveginn á heimleiðinni, því bílstjórar rút- anna tveggja gerðu sér lítið fyrir og keyrðu gegnum göngin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar við mikinn fögnuð farþeganna. Ekki er farið að hleypa um- ferð formlega í gegnum göngin en þó er vitað til þess að bílar skjótast þar í gegn við og við. Áætlað er að taka göngin í notk- un næsta haust. ■ ■ BANDARÍKIN Samfylkingin Suðurkjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi verður haldinn í Árhúsum á Hellu föstudaginn 19. nóvember kl. 18.00 Dagskrá: • Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. • Lagabreytingar. • Málstofa um málefni sveitarstjórna. Stjórnin Sýning í Egilsbúð: Glímt við þjóðveginn GUÐMUNDUR GÍSLASON Vertinn í Egilsbúð og SúEllen maður var í banastuði enda vanur glímunni við þjóðveginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R NUDDSTOFUR TIL RANNSÓKNAR Tvær konur störfuðu á nuddstofu þar sem ýmiss kon- ar kynlífsþjónusta var seld. Ekki er grunur um að samfarir hafi staðið viðskiptavinum til boða. M YN D /G U N N IA R ER N IR B IR G IS SO N VERÐKÖNNUN Minnstur verðmunur var á mjólk í tveggja lítra umbúðum í verðkönnun Neytenda- samtakanna á Akureyri. Seinheppinn Norðmaður: Glæddi eld með seðlum NOREGUR, AP Seinheppinn Norðmað- ur varð 160 þúsund íslenskum krónum fátækari þegar hann kom þreyttur og drukkinn heim úr gleð- skap og glæddi eld í arni sínum. Þegar maðurinn kom heim í kalda og dimma íbúð sína á Lofot- en sá hann að enn var glóð í arnin- um. Hann þreifaði því eftir papp- ír til að glæða eldinn. Fljótlega fann hann pappírsbunka sem hann bar á glæðurnar. Þegar eld- urinn tók við sér og tók að lýsa upp herbergið sá maðurinn sér til skelfingar að hann hafði gripið seðla sem hann fékk sem greiðslu fyrir sölu listaverks fyrr um dag- inn. Þeir fuðruðu upp án þess að hann fengi nokkuð að gert. ■ VERST VIÐ HEIMILISLAUSA Borg- aryfirvöld í Little Rock í Ark- ansas koma verst allra borgar- yfirvalda fram við heimilislausa. Þetta segja samtökin Þjóðar- hreyfing fyrir heimilislausa. Aðr- ar borgir sem ganga fram af hvað mestri hörku gegn heimilis- lausum eru Atlanta, Cincinnati og Las Vegas. 18-19 11.11.2004 20:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.