Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2004, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 12.11.2004, Qupperneq 31
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2004 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Indverskt Ef indverskur matur er í uppáhaldi, þá mæli ég eindregið með þessari tilraun til matreiðslu á ekta austurlenskum rétti. Ég notaði svína- hnakka sem uppistöðu í þetta sinn en auðvitað má nota hvaða kjöt sem er: Kjúkling, lamb, jafnvel sojakjöt. Þó að kryddflóra réttarins sé fjöl- breytt fást kryddin öll í flestum betri búðum. Skemmtilegt er að gera sér ferð í Sælkerabúðina á Suðurlandsbraut, en þar er ævintýralegt úrval af austurlensku hráefni. Skerið kjötið í strimla og brúnið á vel heitri pönnu. Takið kjötið af pönnunni, setjið til hliðar og látið fituna renna af. Setjið ólífuolíu á pönnuna og steikið lauk, hvítlauk og engifer saman þar til laukurinn hefur mýkst. Setjið þá hveiti, chili og krydd út á pönnuna og steikið áfram um stund. Setjið þá tómata og kókósmjólk út í og kjötið með. Blandið öllu vel saman og bætið kjúklingasoðinu svo við og látið rétt- inn malla um 30 mínútur. Þegar um 10 mínútur eru eftir af eldunar- tímanum, setjið þá spínatið út í og hrærið vel. Berið fram með soðn- um hrísgrjónum og þykjustu nan-brauði sem eru tortillur sem settar eru smá stund undir grillið í ofni og svo penslaðar á báðum hliðum með hvítlaukssmjöri. Kostnaður samtals: um 900 kr. 500 g beinlaus svínahnakki 560 kr. 2 laukar (saxaðir smátt) 4 hvítlauksgeirar 1 msk. ferskur engifer (rifinn) 1 msk. hveiti 1 msk. turmeric 1 msk. garam masala 1 msk. cumin fræ 1/2 rautt chili (fræhreinsað og saxað smátt) 1 dós teningaðir tómatar m. hvítlauk 130 kr. 400 g kókosmjólk 120 kr. 600 ml kjúklingasoð (úr teningi eða krafti er í fínu lagi) 3 teningar frosið spínat (ferskt spínat er líka mjög gott, þá ca 2-3 handfyllir) Ferskur aspas frá Perú Ítölsk Parmaskinka Ferskur Parmesan Yndisauki sælkeraverslun // I‹U-húsinu 2. hæ› // s. 511 8090 // www.yndisauki.is Rosemount Cabernet/Merlot sem má þekkja af tígulmiðanum hefur verið eitt vinsælasta vínið á veitinga- staðnum Einari Ben. Það á einkar vel við kjúkling með tamari og stjörnuanís, segir Bjarki Long vínþjónn. „Sósan er soðin niður í kjarna sem gerir það að verkum að rétturinn ber bragðmeiri vín. Dökkrautt með smá bláma, alveg flauelsmjúkt vín með mjúkum berjakeimi og góðu eftirbragði,“ segir Bjarki. Rosemount Cabernet/Merlot Réttur sem ber bragðmeiri vín Vínið með matnum 1 stk. stór kjúklingur 75 ml. sesamolía 2 stk. blaðlaukur (skornir í 1 cm þykka hringi) 1 kg. sætar kartöflur (skornar í tenginga) 6 msk. engifer (saxaður) 80 ml. Tamari (japönsk sojasósa) 8 stk. stjörnuanís 10 stk. lauf af hvítlauk (flysjaðir) 1 lítri kjúklingasoð (hægt er að nota 1 kjúklingakraftstening á móti 1 lítra af vatni) 1 stk. sítróna (skorin í fjóra parta) salt og pipar Kjúklingurinn tekinn og skipt upp í átta hluta. Helmingurinn af sesamolíunni settur á pönnu og kjúklingurinn steiktur þar til hann er orðinn fallega brúnn. Afgangnum af sesamolíunni hellt á pönnuna, blaðlaukurinn settur á og steiktur. Allt hráefnið nema sítrónan, saltið og piparinn, sett í eldfast form. Stungið í ofn og látið krauma í 1 klst. við 160 C. Salti og pipar bætt á eftir smekk. Sett upp á disk með sítrónusneið til hliðar. Einnig er hægt að matreiða þennan rétt sem pottrétt, en þegar ofangreind eldunaraðferð er notuð sér rétturinn mikið til um sig sjálfur. Kjúklingur með tamari og stjörnuanís Úr eldhúsinu á Einari Ben Gordon Lee matreiðslumaður Verð í Vínbúðum 1.290 kr. Hér eru allar bragðtegundir af Jones Soda gosdrykkjum en umbúðirnar eru ansi skrautlegar eins og bragðtegund- irnar. Skringilegir gosdrykkir Jones Soda framleiðir gos- drykki með öðruvísi bragði. Bandaríski gosdrykkjaframleið- andinn Jones Soda í Seattle í Bandaríkjunum er ekki einn af gosrisunum, Coke eða Pepsi, en fyrirtækið hefur þó vaxið og dafnað á síðustu árum. Fyrir jólin í fyrra spilaði Jones Soda út nýju trompi og setti á markaðinn gosdrykk með kalkúnasósubragði. Sala fór fram úr björtustu vonum og seldust gosdrykkirnir upp á skammri stundu. Nú hefur fyrirtækið tekið upp á því að framleiða þennan vinsæla gosdrykk aftur og nú í meira magni. Einnig hefur Jones Soda bætt við fimm gosdrykkjum sem þykja harla óvenjulegir en þeir eru til dæmis með kartöflu- stöppubragði og ávaxtaköku- bragði. Spurning er hvenær frumleiki Jones Soda nær til Ís- lands? Hvernig væri til dæmis hangikjötsbragð? ■ 30-31 (02-03) matur ofl 11.11.2004 15:45 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.