Fréttablaðið - 12.11.2004, Page 32

Fréttablaðið - 12.11.2004, Page 32
4 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Ljúffeng máltíð með lágmarks fyrirhöfn Balti • Korma • Sweet & Sour • Tikka Masala Tilbrigði við kakó Grunnuppskrift 4 msk. sykur 2 msk. kakó örlítið vatn mjólk örlítið salt smjörklípa í lokin (ekki nauðsynlegt) Aðferð Bræðið sykur og kakó í potti með örlitlu af vatni og salti. Bætið mjólkinni út í og smjörinu og látið sjóða. Farið þó gæti- lega því mjólkin getur verið fljót að sjóða upp úr. Tilbrigði Gott er að nota púðursykur að hálfu í staðinn fyrir hvítan sykur. Hægt er að setja örlítið myntute í kakóið sem gefur því extra kikk. Kakó með vanillusykri er sérlega gott. Þeir sem eiga erfitt með að láta kakó koma í staðinn fyrir kaffi geta sett kaffi að einum þriðja út í kakóið. Sykurpúðar eru hrikalega góðir í kakó. Þeir sem vilja konunglegt kakó bæta að sjálfsögðu út í það appelsínu- líkjör eða koníaki. Að lokum má ekki gleyma þeytta rjómanum, en hann er algjörlega ómissandi í kakóið. Kakó, kúrerí og kertaljós Nú er komið haust og því heldur en ekki tími til að fá sér heitt og gott kakó. Ef einhvern tíma er kakótími þá er það núna. Kakó er ekki bara gott heldur líka róandi og nýlega voru birtar rannsóknir sem leiddu í ljós að kakóbolli fyrir svefninn er meinhollur fyrir hjartað og fullur af vítamínum og andoxunarefnum. Þá kom líka í ljós að í kakóinu eru efni sem hægja á öldrun og geta komið í veg fyrir alls kyns sjúkdóma. Það eru margar aðferðir við að búa til kakó en grunnuppskriftin er einföld og síðan er endalaust hægt að breyta til. Það er til dæmis gott að bæta örlitlum app- elsínusafa út í grunnuppskrift- ina. Þá geta krydd eins og til dæmis kanill, mynta og pipar verið spennandi viðbót, að ekki sé talað um skvettu af líkjör eða öðru áfengi sem gerir kakóið að hreinum unaði. Kakó, kertaljós, kúr og köku- maul er dagskipanin fram að jól- um og hér á eftir fylgja nokkrar tillögur um kakódrykki. ■ Staðreyndir um kakó Kólumbus kom fyrst með kakóið til Evrópu Kristófer Kólumbus kom með fyrstu kakóbaunirnar til Evrópu árið 1502, Cortés flutti líka með sér kakóbaunir þegar hann sigldi aftur til Spánar árið 1526 og tæpum fjörutíu árum síðar var fyrsti skipsfarmurinn af kakóbaunum fluttur austur um haf. En kakóið var reyndar spænskt leyndarmál í hartnær heila öld; það barst ekki til Ítalíu fyrr en árið 1606 og varð ekki vinsælt í Frakklandi fyrr en eftir að spænska prinsessan María Theresa giftist Loðvíki fjórtánda árið 1660. En þar með var skriðan líka komin af stað og þá spruttu upp kakóhús víða um Evrópu. Komið var fram á 18. öld þegar mönnum hugkvæmdist að nota mjólk í stað vatns í kakó. Heiðurinn af þessari uppgötvun átti lávarðurinn Hans Sloane, sem var einkalæknir Önnu drottningar og stofnandi British Museum. Þessi nýja kakóuppskrift fór leynt í fyrstu en var svo seld apótekara í London og komst síðar í hendur Cadbury-bræðra. Nú er tíminn til að kúra undir teppi með kakóbolla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Kakó og heitt súkkulaði Gjörólíkir drykkir Það er reginmunur á kakói og heitu súkkulaði. Hugtökin eru notuð jöfnum höndum, en kakó og heitt súkkulaði eiga álíka margt sameiginlegt og suðusúkkulaði og hvítt sætt súkkulaði. Í kakó er notað kakóduft meðan heitt súkkulaði er bráðið hreint súkku- laði. Kakó er alveg nógu gott hversdags en um jól og aðrar stór- hátíðar er full ástæða til að hafa meira við og bjóða upp á rjúkandi heitt súkkulaði með rjóma. Athugið að nú fæst súkkulaði með allt að 70% kakóinnihaldi og því að tilvalið að prófa sig áfram með svoleiðis góðgæti í súkkulaðigerð hátíð- anna. ■ Þó að kakóbaunin sé grunnurinn að bæði kakódrykk og heitu súkkulaði er um tvo ólíka drykki að ræða. 32-33 (04-05) matur ofl 11.11.2004 15:55 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.