Fréttablaðið - 12.11.2004, Síða 70

Fréttablaðið - 12.11.2004, Síða 70
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Erpur Eyvindarson. Norska landsliðinu. Unnur Stefánsdóttir. 54 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR L ýði Árnasyni, héraðslækni áFlateyri, er margt til listalagt. Hann hefur til dæmis gert bíómynd í fullri lengd og nú hefur hann gefið út plötu með hljómsveit sinni Göglum. „Orðið gögl er dregið af orðun- um garg og fugl og er fornt orð yfir gaggandi fiðurfé og á helst við svani, gæsir og endur. Þetta er smart orð,“ segir Lýður, sem vill meina að Gögl sé miðaldahljóm- sveit. Þessi fyrsta plata sveitar- innar heitir Frá Valhöll til himnaríkis og hefur verið býsna lengi í vinnslu. „Það er langt að ganga frá Valhöll til himnaríkis og þetta hefur tekið sjö ár. Nafnið skírskotar til efnistaka á plötunni en hún fer frá upphafi Íslands- byggðar fram á okkar dag. Öll lög- in eru frumsamin, sem er góð tilbreyting miðað við margt af því sem er í gangi um þessar mundir.“ Lýður segir að ákveðið drauga- þema gangi í gegnum plötuna. „Við tökum á því besta hérna og hinum megin við hliðið og lítum aðeins aftur í aldirnar til forfeðra okkar við ýmsar kringumstæður. Þetta er þjóðleg tónlist, eilítið Þursaskotin en heldur myrkari.“ Lýður segist vera með topp- mannskap á plötunni og segir Jón Rósmann Mýrdal vera þar fremstan meðal jafningja. „Hann er aðalgaglið.“ Gögl halda glæsilega útgáfu- tónleika á Draugabarnum á Stokkseyri og það er óhætt að segja að upphitunaratriðin séu óvenjuleg og að Lýði hafi tekist að smala saman misjöfnum sauðum en þannig hlýtur það að teljast til tíðinda að þeir Reynir Traustason blaðamaður og Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, ætli að sjá saman um stigavörslu í poppgátu. „Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður þeirra Sunnlendinga og aðdáandi Rolling Stones númer eitt, ætlar að etja kappi við popp- séní Bylgjunnar, Þorgeir Ást- valdsson. Það er víst að hvorugur þolir að tapa og ég hef áreiðanleg- ar heimildir fyrir því að sýslu- maðurinn sitji sveittur á bókasafninu á Selfossi. Ég verð spyrill en þeir Reynir og Árni verða stigaverðir og það verður að teljast til tíðinda.“ Það er líklega flestum í fersku minni að það voru fréttir Reynis Traustasonar í DV af Árna John- sen sem hrundu af stað þeirri at- burðarás sem kostaði Árna þing- sætið á sínum tíma. Það mætti því ætla að það hefði verið erfitt að leiða þá saman? „Það var ekki mikið mál. Árni hefur áreiðanlega lesið Biblíuna og hefur fyrirgefninguna að leið- arljósi og Reynir þarf náttúrlega að sýna iðrun. Það veitir ekki af, ekki bara út af þessu heldur svo mörgu öðru. Guðni Ágústsson ætlar svo að reyna að særa upp framliðna framsóknarmenn og í ljósi síðustu skoðanakönnunar á fylgi flokk- anna veitir honum víst ekkert af því kallinum. Þá mun Illugi Gunn- arsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, taka flygilinn til bæna og innleiða sjálfa reimleikana,“ segir Lýður læknir, sem hefur sett saman magnaða laugardags- skemmtun í tilefni af útkomu nýju plötunnar. thorarinn@frettabladid.is Fókus fylgir DV í dag Nr. 261 12. nóvember 2004 01 11.11.2004 14:37 Page 3 Sætasta ljóðskáld á Íslandi Frítt í bíó Hátt í átta þúsund manns hafa tekið þátt í netkosningu vegna Edduverðlaunanna á Vísi.is. Kosningunni lýkur klukkan 14.00 laugardaginn 13. nóvember. Hægt er að skoða allar tilnefn- ingar á sérstökum Edduvef á Vísi.is. Þar má einnig finna kynn- ingarþætti um tilnefningar í ein- stökum flokkum sem og ýmsan fróðleik um Edduverðlaunin, verðlaunahafa frá upphafi og svo framvegis. Sjálf Edduverðlaunahátíðin fer fram á Hótel Nordica á sunnudag- inn kemur. Kristján Kristjánsson úr Kastljósinu og Helga Braga Jónsdóttir leikkona verða kynnar á hátíðinni. Átta þúsund hafa kosið VÍSIR.IS Hægt er að kjósa á Vísi.is fram til klukkan tvö á morgun. LÝÐUR ÁRNASON Hefur gefið út plötu með hljómsveitinni Göglum. Hann blæs til útgáfuveislu á laugardaginn og sú samkoma er líkleg til að komast á spjöld sögunnar. Gleðin byrjar klukkan 21 á Draugabarnum á Stokkseyri en lagt verður af stað með rútum frá Hátúni 12 klukkan 20. LÝÐUR ÁRNASON: GEFUR ÚT PLÖTU OG VEKUR FORTÍÐARDRAUGA Gaggandi fiðurfé á draugabar 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær Þórólfur Árnason, starfs- maður NTC, sem var tilbúinn að taka við af nafna sínum sem borgarstjóri. HRÓSIÐ Það er alltaf gaman að krydda klæðnað sinn að-eins með áberandi fallegum skóm og þá er alveg málið að hafa þá gyllta, silfurlitaða eða glitrandi. Því meiri glamúr, því betra. Hins vegar er allt gott í hófi og nauðsynlegt að forðast að ofhlaða glamúrhlutun- um á sig eins og 50 cent og félagar eiga til að gera. Þykkar og litríkar sokkabuxur, helst munstraðar, eru nú aðskjóta upp kollinum í tískuheiminum. Þær mega vera mjög þykkar og fínt ef þær eru úr ull. Bara nógu hlýjar! Nælon er ekki málið, ekki einu sinni 100% nælon! Það er um að gera að notfæra sér þessa tísku því annars er ekki hægt að hætta sér út í pilsi við fallegu stígvélin sín án þess að fá blöðrubólgu. Gamaldags húsgögn. Það er algjöróþarfi fyrir ungt fólk að splæsa í ný- tísku húsgögn þegar það getur tekið við gömlum og flottum tekkhúsgögnum og sætum sófum frá ættingjum eða vinum. Einnig er upplagt að kíkja í Góða hirðinn eða Fríðu frænku! Blacklight er sjaldan fyrirgefanlegt og það ákannski aðallega heima á einhverjum plebbalegum skemmtistað eða í leiktækjasal hjá þythokkíinu. En það er fátt hræðilegra en blacklight-ljós á heimilum fólks og vonandi eru fá heimili sem skarta því nema kannski heimili smekkmannanna í hljómsveitinni Scooter. Strákar með risastórar silfurlitaðar keðjur umhálsinn eða úlnliðinn, mjög oft með væminni áletrun frá kærustunni, eru ekki að gera góða hluti. Þetta er alveg glatað. Auk þess er heldur ekki flott að vera með risastóra blingblinghnullunga í eyrna- sneplunum ef þú hefur ekki þá afsökun að vera rappari að reyna að meika það. Tribal tattú slógu í gegn hérna um árið og þá flykktustmargir á húðflúrarastofuna og léttu brennimerkja sig ævilangt. Þeir sjá sennilega eftir því núna því þetta er ekkert annað en hryllingur. Kannski verður hægt að taka þetta auðveldlega af eftir nokkur ár, vonandi fyrir grey fólkið. INNI ÚTI Lárétt: 1 sóp, 5 að utan, 6 tímabil, 7 skyldir stafir, 8 sjáðu til, 9 ætla, 10 ein- kennisstafir, 12 stafur, 13 líkamshluta, 15 fimmtíu og einn, 16 hvetja, 18 öræfi. Lóðrétt: 1 refsing, 2 fugl, 3 ónefndur, 4 kuldann í líkamanum, 6 bæn, 8 gerast, 11 málmur, 14 fræðslusamtök, 17 tví- hljóði. Lausn. Lárétt: 1vönd, 5inn, 6ár, 7ðd, 8sko, 9 skal, 10re, 12ell, 13lim, 15li, 16örfa, 18auðn. Lóðrétt: 1viðurlög, 2önd, 3nn, 4hroll- inn, 6ákall, 8ske, 11eir, 14mfa, 17au. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM 70-71 (54-55) fólk 11.11.2004 21:28 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.